Leita í fréttum mbl.is

Til athugunar fyrir þá sem hafa fallir fyrir tillögum Framsóknar um lækkun skulda!

Ég verð var við að margir kjósendur telja að með sýknudómi ESA í Icesave málinu hafi hundruð milljarða skuldir horfið út af borðum almennings samkvæmt formúlunni: „Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna“.


Svo einfalt er þetta ekki.
1: Heildarkröfur vegna Icesave voru um 1.300 milljarðar króna. Um er að ræða forgangskröfur í þrotabú Landsbanka Íslands.
2: Þrotabú Landsbanka Íslands er búið að greiða um helminginn af þessum 1.300 milljörðum króna eða 650 milljarða.
3: Þrotabú Landsbanka Íslands á fyrir afgangi Icesave-krafnanna og gott betur.
4: Stærsta einstaka eign þrotabús Landsbanka Íslands er skuldabréf í nýja Landsbankanum að upphæð 300 milljarðar króna.
5: Til þess að geta greitt upp Icesaveskuldina verður þrotabú Landsbankans að innheimta þessa 300 milljarða króna hjá Nýja Landsbankanum, mestmegnis í erlendum gjaldeyri.
6: Nýji Landsbankinn er nú í 98% eigu íslensks almennings – íslenska ríkisins.
7 Ríkisstjórnin sem fer frá eftir kosningar tryggði að uppgjör þrotabúa gömlu bankanna yrði sett undir lög um gjaldeyrishöft og því hægt að stýra flæði gjaldeyris frá þeim til kröfueigenda erlendis.
8 Lagasetningin sem veitir skjól og öryggi gagnvart útflæði gjaldeyris var ekki studd af þingflokki Sjálfstæðisflokksins og framsóknarmenn sátu hjá.


Fyrir mína parta ætla ég að fylgjast vel með þegar Sigmundur Davíð og Bjarni Ben fara að borga þessa 300 milljarða.


By the way: Eru svo ekki til aðrir 300 milljarðar sem Sigmundur Davíð ætlar að rétta íslenskum heimilum, einkum efnuðu fólki á höfðuðborgarsvæðinu.

( tekið héðan)


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband