Leita í fréttum mbl.is

Um málflutning Sigmundar Davíðs - Ekki er hann alvega sannleikanum samkvæmur

Hér svarar Gunnar Tómsson málflutingi Sigmundar Davíðs:

Leiðrétting heimilisskulda

Í umræðuþætti á Stöð2 í gær lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að því liggja að gagnrýni mín á tillögu XB um leiðréttingu á heimilisskuldum sem “endemis rugl” byggðist á pólitískri hentistefnu þar sem ég væri í framboði í kosningunum á morgun.

„Hann á auðvitað rétt á því að beita sér í sinni pólitík,” bætti hann við.

Hér er um skipulega hagræðingu á staðreyndum að ræða.

  1. Ég er ekki í framboði.
  2. Ég tala ekki gegn betri vitund um hagfræðileg málefni.
  3. Ég hef gagnrýnt glórulausa peningahagfræði um langt árabil.

I skoðanaskiptum við forystumann í Hagsmunasamtökum heimilanna fyrr í dag vegna málsins setti ég fram eftirfarandi samantekt um viðfangsefnið:

Ef markmiðið er að leiðrétta húsnæðisskuldir þannig að greiðslubyrði vegna þess lendi ekki á ríkissjóði/almenningi þá er um þrjá kosti að velja.

  1. Að láta lánveitendur borga brúsann.
  2. Að leggja skatt á gjaldeyriseignir þrotabúanna.
  3. Að skipta út peningum í umferð fyrir nýkrónur að hætti Vestur-Þjóðverja eftir síðari heimsstyrjöld.

Síðastnefnda leiðin myndi væntanlega kosta Sigmund Davíð og Bjarna Ben dágóðan skilding og lánastofnanir/lífeyrissjóðir munu njóta stuðnings XB og XD í andstöðu gegn fyrstu leiðinni. Eftir stendur því leið 2 – að leggja skatt á gjaldeyriseignir þrotabúanna.

Markmið mitt með skrifum um hugmyndir XB hefur miðað að því einu að sýna fram á að þær ganga ekki upp – og sýna þannig að ekki verður um villst að Efnahagsteymi XB er ekki í stakk búið til að takast á við skuldavanda heimila og þjóðarbús á næsta kjörtímabili.

 Ekk það að ég sé alltaf sammála Gunnari en Sigmundur Davíð er farinn að kalla alla sem ekki eru sammála honum "bullara" t.d. sagði hann þetta um Árna Pál í kvöld og í gær var það Gunnar Tómasson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gunnar Tómasson var og er stofnandi Lýðræðisvaktarinnar, stjórnmálaflokks.Það er honum ekki sæmandi að gangast ekki við því að hann sé pólitíkus.Það eru of margir sem bulla.Margir af þeim eru í Samfylkingunni.Þeir ráða ekki við það.

Sigurgeir Jónsson, 26.4.2013 kl. 22:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Farðu bara að sætta þig við það að LANDRÁÐAFYLKINGIN KLÚÐRAÐI sínu tækifæri og á sér ekki viðreisnar von..............................

Jóhann Elíasson, 27.4.2013 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband