Leita í fréttum mbl.is

Jæja nú er ballið að byrja - En Sigmundur hvaða heimili ert þú að tala um?

Skv eyjan.is er Sigmundur tilbúin í viðræður við ótilgreinda flokk eða flokka um helgina. Og hanns segir:

Samtöl við formenn flokkanna hafa gengið vel og auk þess liggur fyrir með skýrari hætti en áður, að afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri bankanna muni fylgja svigrúm sem meðal annars verður hægt að nýta í þágu heimilanna.

Þetta segir hann eftir hafa legið fyrir tölfræði í dag.  

En ég spyr ef han er búinn að finna fullt af peningum til að nota - hvaða heimilum ætlar hann að hjálpa.

Eru það heimili öryrkja: Öryrkjar eru með um 180 þúsund útborgað eftir skatt og eru að leigja kannski á 100 til 120 þúsund. Er það þessi heimili sérstaklega sem á að hjálpa eftir að þau hafa þolað skerðingar vegna tekjutaps ríkisins frá hruni?

Eru það heimil ellilífeyrisþega sem hafa lifað jafnvel við lægri greiðslur en öryrkjar sumir og miklar skerðingar vegna hrunsins?

Eru það einstæðar mæður í leiguhúsnæði sem margar eru í láglaunastörfum og við lesum reglulega um hörmungar hjá? Á að nota þennan óvænta pening í að hjálpa þeim?

Eru það öll heimili með húsnæðislán óháð tekjum og greiðslugetu?

Eru það aðeins þau heimili sem keyptu frá 2005 til 2008 og eru þegar búin að fá niðurfærslu upp á eitthvað skv. 110% leiðinni. Á að lækka þau lán niður í hvað? En hvað þá með þau sem keyptu á öðrum tímum? Hvað með þau?

Á að hjálpa þeim heimilum sem voru kannski orðin skuldlítil en tóku ný lán á húsin sín til að nota í t.d. að endurnýja húsið skv. Innlit útlit þáttunum. Eða kaupa sér bíla og sumarbústaði?

Á að hjálpa heimilum sjúkraliða, geislafræðinga og lífefnafræðing og hvað þessar stéttir heita sem eru að vinna fyrir laun sem eru undir 300 þúsundum eftir nám. Og hafa það litlu betur en bótaþegar?

Eru það heimili  stóreignafólks sem á kannski gríðarlegar eignir en skuldsett heimili vegna hagkvæmis á skattskýrslum? 

Eru það leigjendur almennt sem eru að borga gríðarlega leigu og ungt fólk ræður ekki við?

Hvað með heimilin sem eru án heilsugæslu út á landi?

Hvað með heimilin sem hafa ekki heilsugæslu í Höfuðborginni?

Hvað með skuldir ríkisins? 

 

 

Hverjum á að hjálpa með þessum "lottóvinning" sem er kannski 300 milljarða eða nærri 60 eða 70% af heldar tekjum ríkisins á einu ári. Á að nota þetta allt í að greiða niður lán hjá ákveðnum hópi fólks eða á að nota þetta í að hjálpa öllum þeim heimilum sem hafa það erfitt eða þarfnast leiðréttinga á kjörum sínum. Ef að þetta á bara að fara í einn hóp. Hvernig eigum við þá að hjálpa hinum? Og standa við öll hin fyrirheitin. 

Eða eru bara alir límdir á þá sem keyptu íbúðir 2005 til 2008 og á bara að hjálpa þeim. Og verður það svo áfram þegar næsta hrun kemur?


mbl.is Sigmundur lá yfir tölfræði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Það á að byrja á að setja þak á verðtrygginguna, helst afnema hana það er nefnilega þannig að meðan það hörmungarástand varir að ekki megi hækka vörur s.s. áfengi, matvöru eða jafnvel byggja virkjun án þess að lánin hækki upp úr öllu valdi þá hefur engin auka hjálp neitt upp á sig, sú hjálp mun eyðast upp á nokkrum mánuðum.

Það sem þarf að gera er að taka verðtrygginguna úr sambandi og lækka vexti á íbúðarlán til samræmis við nágranalöndin, þá geta þeir sem hafa laun yfir 450þ reddað sér sjálfir, hinum verður að hjálpa á fæturna aftur.Fráfarandi ríkisstjórn er búin að fara með þjóðfélagið alveg niður í skítinn og ætti að svara til saka fyrir það. Velferðarstjórnin gleymdi alveg að það voru fleiri en útrásarvíkingar, fjármálastofnanirr og kvótakóngar sem áttu stjórnarskrávarinn eignarrétt, s.s. þeir einstaklingar sem áttu eignarhlut í húsum sínum. Ég auglýsi eftir fólki á þing og seðlabanka sem þorir og vill vinna landi og þjóð vel og heiðarlega, endurskoða allt það regluverk sem við erum búin að skrifa undir og er þjóðinni ekki hagstæð.

Sandy, 4.5.2013 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband