Leita í fréttum mbl.is

Þingreynsla Alþingsmanna Framsóknar

Rakst á þessa yfirferð á þingreynslu væntanlegs þingflokks Framsóknar. Þar segir í grein sem heitir: Varla stjórntæk Framsókn.

Þegar maður lítur á þingflokkinn þá blasir það við að hann er reynslulítill og búast má við að reynslumestu þingmennirnir verði ráðherrar ef Sigmundi Davíð tekst að mynda ríkisstjórn. Ef Sigmundur, Sigurður Ingi, Eygló, Gunnar Bragi og Vigdís verða ráðherrar hverjir í ósköpunum eiga að leiða þingstörf framsóknar?

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Þingreynsla: Alþm. síðan 2009

Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Sigurður Ingi Jóhannsson

Þingreynsla: Alþm. síðan 2009
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Ásmundur Einar Daðason
Þingreynsla: Alþm. síðan 2009

Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Elsa Lára Arnardóttir.
Þingreynsla: Engin

Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin

Eygló Harðardóttir
Þingreynsla: Alþm. síðan 2008.
Vþm. febr.-mars 2006.

Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Frosti Sigurjónsson
Þingreynsla: Engin

Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Gunnar Bragi Sveinsson

Þingreynsla: Alþm. síðan 2009.
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997-1999.
Haraldur Einarsson

Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Höskuldur Þórhallsson

Þingreynsla: Alþm. síðan 2007 .
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Jóhanna María Sigmundsdóttir

Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Karl Garðarsson

Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Líneik Anna Sævarsdóttir
Þingreynsla: Engin

Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin

Annað: Sveitarstjórn Búðahrepps/Austurbyggðar
Páll Jóhann Pálsson

Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Sigrún Magnúsdóttir

Þingreynsla: Vþm. mars-apríl 1980 og apríl-maí 1982.
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin

Annað: Borgarfulltrúi Framsóknar 1986-2002.
Silja Dögg Gunnarsdóttir

Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Vigdís Hauksdóttir

Þingreynsla: Alþm. síðan 2009.
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Willum Þór Þórsson

Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Þorsteinn Sæmundsson

Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti frá 2007.
Þórunn Egilsdóttir

Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Annað: Oddviti Vopnafjarðarhrepps
 

 Tekið héðan http://blog.pressan.is/fridjon/2013/05/04/varla-stjorntaek-framsokn/#.UYRYZtzTq28.facebook


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vissulega hefði verið betra að sá flokkur sem fer með stjórnarmyndunar umboð hefði meiri reynslu, og það reynsluleysi skírir hugsanlega vafstrið og seinaganginn. 

En reynsla verður ekki til án reynslu og svo er vert að skoða hverju reynslan af allri reynslu Jóhönnu og Steingríms skilaði okkur.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.5.2013 kl. 07:29

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Já ég sé að það er engin flugfreyja þarna innanum.Hvað er þetta fólk að hugsa?Hver á að vera forsætisráðherra?

Jósef Smári Ásmundsson, 4.5.2013 kl. 08:01

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefur ekki verið kallað á endurnýjun og nýja háttu? Samfylkingin er sama gamla kommapakkið og maður hefur haft fyrir augunum í yfir 20 ár eða lengur. Árangurinn segir manni ekki að þetta nýuppfundna spunahugtak ykkar "þingreynsla" hafi hjálpað þar.

Í hverju ætti þingreynsla að felast? Að mæta á fundi og í nefndir? Greiða atkvæði? Læra hrossakaup og undirferli?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.5.2013 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband