Leita í fréttum mbl.is

Jæja þá getum við farið að hita Visakortin og endurnýja þau sem eru orðin slöpp!

Skv kosningaloforðum þeirra eigum við von á nú á næstu mánuðum:

  • Fullt af hálaunastörfum
  • Mikilli hækkun launa lækna á landsbyggðinni þannig að þeir fáist til að vinna þar. Það á jú að efla hana gríðarlega.
  • Og fólk á Landspítalanum á von á góðri hækkun launa, auknu fjármagni í rekstur og ýmsum  bótum á gömlu húsunum þar.
  • Náttúrulega lækka öll lán hér hjá einstaklingum
  • Öll þau störf sem fólk er í fá myndarlega hækkun næsta haust þegar samningar eru lausir.
  • Skattar verða lækkaðir verulega. Það er ekki tilgreint hvort það er bara á ríka fólkið en við gerum ráð fyrir að við fáum öll verulegar skattalækkanir.
  • Það verður afnumin verðtrygging.
  • Það verður tryggt hér að við borgum lága vexti. Sambærilega við Evrópu. Því það átti skv. þeim að vera ekkert mál þó við værum með krónu.
  • Það verður tryggt stöðugt gengi krónunnar og hún taki enga dýfu.
  • Og það verður tryggt að ekkert af ofantöldu setji verðbólgu í gang aftur.
  • Það á að afnema strax allar skerðingar í örorku- og elliklifeyriskerfinu.
  • Það verður aflétt strax öllum óþarfa veiðigjöldum.
  • Ríkissjóður verður samt rekinn með hagnaði
  • Það verður samt afgangur til að greiða allar afborganir af erlendum lánum
  • Og við eigum ekkert að finna fyrir þessum aðgerðum.

Er ég einn um að vera smá hræddur um að þetta gangi ekki upp? En ef þetta stenst allt þá er ég ákveðinn í að kaupa mér nýja bíl í haust á láni til 7 ára.   Fer létt með það. Og þangað til getur maður keypt sér nýja tölvu, spjaldtölvu fyrir sumarfríið og farið svo að leggja fyrir upp í sumarbústað sem maður kaupir næsta vor. 

PS sé að DV er búið að taka líka saman svona lista:

Afskrift af húsnæðislánum. (B)

Stærsta loforðið sem ný stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þarf að efna er heildarafskrift af verðtryggðum húsnæðislánum. Leiðréttingin getur numið allt að 300 milljörðum króna, eftir því hverjar forsendur reikningsins eru, en til þess að setja þá upphæð í samhengi má nefna að beinn kostnaður ríkissjóðs vegna efnahagshrunsins er 414 milljarðar.

Ríkissjóður mun greiða fyrir þetta en Sigmundur segir að til móts við þessum útgjöldum komi afskriftir af skuldum föllnu bankanna hjá erlendum vogunarsjóðum. Þar sem skuldin lækki geti ríkið eytt þessu.

Mikilvægt er að árétta að Sigmundur hefur að öðru leyti ekki sagt hvernig hann hyggist efna þetta loforð flokksins – þvert á móti hefur hann forðast að ræða það – og því er erfitt að greina hversu umfangsmikil þessi leiðrétting á að vera. Verkefnið er erfitt svo vægt sé til orða tekið.

Afnám verðtryggingar (B)
Verðtryggingin verður afnumin samkvæmt loforðum Sigmundar Davíðs. Flokkurinn hefur talað mikið gegn henni en ljóst er að eigi lánavextir ekki að fara upp úr öllu veldi þarf að hafa hemil á verðbólgu hér á landi, verði þetta loforð efnt.

Verkefnið er umfangsmikið og að afnema verðtryggingu á sama tíma og farið verður í allt að 300 milljarða króna skuldaleiðréttingu á íbúðalánum almennings verður mjög erfitt.

Viðræðum við ESB slitið eða spurning sett í þjóðaratkvæði (D /B)
Þótt Framsóknarflokkurinn hafi nánast ekkert rætt um afstöðu sína til Evrópusambandsins í kosningabaráttunni þá voru margir þingmenn ötulir við að lýsa yfir andúð sinni á ESB á kjörtímabilinu. Má þar nefna Vigdísi Hauksdóttur og Ásmund Einar Daðason. Sigmundur sagði sjálfur í Silfri Egils síðasta sunnudag að honum þætti eðlilegt að þjóðin veitti umboð sitt til aðildarviðræðnanna með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Afnám auðlegðarskatts (D)
Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og „einfalda skattkerfið“ líkt og Bjarni Benediktsson hefur orðað það. Í þessu felst líklegast að skattar á tekjuhærri verða lækkaðir enda þýðir afnám skattþrepa nákvæmlega það.

Guðlaugur Þór Þórðarson var sem dæmi duglegur að benda á ósanngirni auðlegðarskattsins á síðasta kjörtímabili og var talað um að með tilkomu hans hefði ríkið farið í eignarnám hjá fjölda fólks. Var þar sérstaklega átt við fólk sem komið væri á eftirlaun og greiddi meira í auðlegðarskatt en sem næmi heildarárstekjum þeirra.

Hækkun persónuafsláttar (D)
Á sama tíma og flokkurinn mun koma til móts við tekjuháa einstaklinga hefur flokkurinn lofað að hækka persónuafslátt, sem þýðir að skattbyrðin verður einnig létt á tekjulægri. Óvíst er hvort hægt sé að ráðast í báðar þessar framkvæmdir í einu enda skuldar ríkið mikið og má því ekki við því að skatttekjur dragist saman. Þó gæti stjórnin ráðist í umfangsmikinn niðurskurð í staðinn. Í sögulegu samhengi er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn mun frekar lækka skatta á tekjuhærri, og því verði frekar gripið til afnáms á auðlegðarskatti heldur en hækkun persónuafsláttar. Skattbyrði á tekjuháa einstaklinga lækkaði statt og stöðugt frá 2003 og fram að efnahagshruni en tekjulægri greiddu hlutfallslega hærri skatt.

Lyklalög (D og B)
Bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa lagt til að innleiða svokölluð „lyklalög“, en í þeim felst að húsnæðiseigandi geti skilað húsi sínu verði skuldabyrðin of mikil, og þá megi ekki ganga að öðrum eigum hans en húsinu.

Stjórnarskráin í salt (D og B)
Báðir flokkar hafa lofað því að fresta stjórnarskráumbótum. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn talað mikið gegn auðlindakafla frumvarpsins sem kemur sér illa fyrir kvótaeigendur, sem hafa styrkt flokkinn og stutt allt frá því að kvótakerfið var sett á.
Sigmundur nefndi að tíðarandinn væri slíkur í íslensku þjóðfélagi að ekki væri heppilegt að ráðast í umbætur á stjórnarskránni. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknar sagði tillögur stjórnlagaráðs vera „rusl“ og því má búast við því að tillögunum verði stungið ofan í skúffu.

Fleiri virkjanir
Flokkarnir tveir vilja að rammaáætlun sem fráfarandi stjórnvöld samþykktu verði endurskoðuð með það í huga að fleiri svæði verði sett í nýtingarflokk. Það þýðir að líklega verða fleiri svæði virkjuð, eða áform um slíkt innleidd.

Önnur loforð flokkanna
• Lækkun tekjuskatts, tryggingagjalds, virðisaukaskatts, auðlindagjalds, tolla og vörugjalda, eldsneytisgjalda, erfðafjárskatts og áfengisgjalds (D)
• Afnám stimpilgjalda, gistináttagjalds, kolefnisgjalds á eldsneyti, raforkuskatts og bifreiðagjalda (D)
• Þak sett á verðtrygginguna fram að afnámi (B)
• Snjóhengjan leyst og afnám gjaldeyrishafta (D og B)
• Innlend matvælaframleiðsla verður aukin (B)
• Styttri námstími til stúdentsprófs (D)
• Breytingar á kvótakerfinu endurskoðaðar (D)

http://www.dv.is/frettir/2013/5/4/thessu-lofudu-their/

 


mbl.is Í viðræður við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ert þú ekki að gleyma einhverju,Magnús.Til að mynda því að það verður væntanlega kosið eftir fjögur ár það lengsta og eins og allt lítur út núna þá bendir fátt til að Samfylkingin,á víst að heita jafnaðarmannaflokkur íslands verði í standi til að bjóða fram til kosninga.Trúlega munu Græningar taka við merkiSamfylkingar og VG og bjóða fram.En haltu áfram að grenja.Þú ert í samkvæmi gernjandi Samfylkingarfólks.Við því er ekkert að gera.En sorprit afdankaðs kommúnista sem á DV og býr í París er þér til huggunar.

Sigurgeir Jónsson, 5.5.2013 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband