Leita í fréttum mbl.is

Hugmynd fyrir bankana- Ókeypis

Datt í hug þegar ég las þessa frétt um skuldir heimila við bankanna sem námu víst um 716 milljörðum í árslok og þar af um 72 milljarða í yfirdráttarlánum að bankarnir ættu að koma sterkar inn í ráðgjöf við einstaklinga. Gætu t.d. boðið fólki sem er með há yfirdráttarlán að koma og hitta ráðgjafa sem ráðleggur þeim hvernig þau fólk gæti greitt upp óhagstæð lán eða komið þeim yfir á hagstæðustu kjör.

Bankarnir eru nú duglegir við að rukka okkur um þjónustugjöld og ætti ekki að muna um þetta. Það sem bankar sem biðu þetta mundu fá ánægðri kúna sem og að fólk mundi sækjast eftir viðskiptum við banka sem þau gætu treyst til að benda fólki á möguleika sem það hefur á hagstæðustu kjörunum.

Almenningur er yfirleitt ekki nógu duglegt að leita að hagstæðustu lánum sem bankar geta veitt þeim. Og borga svo himinháa vexti af yfirdrátt.sem þeir gætu dregið mjög úr.  Gaman væri að bankarnir sýndu frumkvæði fyrir sína viðskiptavini og færði þeim bestu kjörin. Eins að kenna fólki betru að ávaxta peninga sína. Mér skilst að fleiri fleiri milljarðar liggi á reikningum þar sem ávöxtunin er neikvæð. Og engum er sagt frá þessu.

Ég mundi minnstakosti vera manna fyrstur til að nýta mér svona þjónustu.

Frétt af mbl.is

  Skuldir heimilanna 716 milljarðar króna
Viðskipti | mbl.is | 22.2.2007 | 11:41
Mynd 179820 Skuldir heimilanna við innlánsstofnanir, þ.e. viðskiptabanka og sparisjóði, námu í lok janúar síðastliðnum 716 milljörðum króna samkvæmt gögnum sem Seðlabankinn sendi frá sér í gær. Yfirdráttarlán heimilanna námu 72 milljörðum í lok janúar og hafa ekki verið hærri í tæpt ár.


mbl.is Skuldir heimilanna 716 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

En, er það ekki í andstöðu við tekjumódel bankanna (og þjónustufulltrúa þeirra) að bjóða fólki hagstæðara umhverfi? Það myndi þýða lægri tekjur fyrir bankana, ekki satt?

Elfur Logadóttir, 22.2.2007 kl. 20:20

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú en ánægðari viðskiptavini og þar afleiðandi fleiri viðskiptavini og meiri veltu sem mundi vega upp á móti. Enda gera bankar ekkert fyrir okkur sem þeir hagnast ekki á. Þeir mundu t.d. ekki lána okkur á kjörum sem ekki skiluðu þeim ásætanlegri ávöxtun.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.2.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband