Leita í fréttum mbl.is

Já þetta kom á óvart

Allir ráðamenn í Bandaríkjunum hafa fagnað að Bretar og Danir eru á leið út úr Írak. Þetta vekur furðu þegar litið er til þess að Bush vill fjölga Bandaríksum hermönnum um 21.000. Setur að mér þann grun að þeir hafi haldið að átökin í Írak yrðu yfirstaðin nú og því ekki samið við þessar þjóðir um lengri tíma. Samsæriskenning væri sú að þar með fengju þeir frjálsari hendur í hernaði sínum í Írak eða þetta sé flóttaleið sem þeir eru að opna fyrir sjálfa sig. Þ.e. að eins og Danmörk og Bretland hafa túlkað ástandið sé það orðið svo gott að það sé tímabært að fara með herinn nú á næstunni. Gæti líka tengst hugmyndum þeirra um innrás í Íran sem Bretar og Danir vilji ekki tengjast.

Frétt af mbl.is

  Bandarískir fjölmiðlar undrast viðbrögð ráðamanna við ákvörðun Breta
Erlent | mbl.is | 22.2.2007 | 12:57
Breskir skriðdrekar á götu í Basra í suðurhluta Íraks. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa sett fram ákveðnar efasemdir um jákvæða túlkun George W. Bush Bandaríkjaforseta á þeirri ákvörðun breskra og danskra stjórnvalda að fækka verulega í herliðum sínum í Írak. „Snúðu því hvernig sem þú vilt. Ákvörðun Tony Blair, forsætisráðherra Breta, getur ómögulega talist góð tíðindi fyrir Bush forseta hvorki hernaðarlega né stjórnmálalega,” segir í leiðara dagblaðsins New York Times.


mbl.is Bandarískir fjölmiðlar undrast viðbrögð ráðamanna við ákvörðun Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband