Mánudagur, 6. maí 2013
Kannski ættu aðrir flokkar að vera fegnir að verða ekki við stjórnvölinn næstu ár
Alveg hrikaleg spá um nauðsynlegar aðgerðir hér á landi næstu ár hjá Friðrik Jónssyni ráðgjafa hjá Alþjóðabankanum.. Þar má m.a. lesa
Ástandið er þannig að ekki duga nein vettlingatök. Að vera vondur við kröfuhafa gömlu bankanna er ekki nóg. Það þarf að vera vondur við alla. Mis-vondur, en vondur samt.
Ef óbreytt gengi krónunnar er vandamál, samanber það sem haft er eftir seðlabankastjóra í upphafi, þá liggur beinast við að það verði að fella gengið og gera það nógu hraustlega til að ná því niður á sjálfbæran grunn þ.a. hægt sé að afnema höftin. Þetta mun þýða kjararýrnun sem nemur falli gengisins, en laun munu hækka að nýju um leið og viðsnúningur verður í hagkerfinu í kjölfar leiðréttingar þess. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að gengi krónunnar hefur haldið áfram að falla almennt frá hruni, en meiri gengisfelling hefur verið við lýði fyrir útvalda, í gegnum útboðsleið Seðlabankans. Peningamenn græða en almenningur tapar og vandinn af snjóhengjunum hefur ekkert minnkað, aðeins færst til í efnahagsreikningnum. Samkvæmt nýútkominni skýrslu Seðlabankans og orðum seðlabankastjóra er styrking krónunnar frá áramótum þannig ekki byggð á raunbata í hagkerfinu, heldur einhverju allt öðru, enda sá virki gjaldeyrismarkaður sem þó er á Íslandi mjög grunnur. Rétt er að vona að Seðlabankinn sé hins vegar að nota tækifærið og kaupa gjaldeyri hægri-vinstri til að byggja upp sinn eigin gjaldeyrisvarasjóð.
Og svo segir hann m.a.
Því er ómögulegt annað en að lausn á vanda gjaldmiðilsins, verðtryggingarinnar, peningamagnsins o.s.frv., og sérstaklega Íbúðalánasjóðs, feli í sér róttæka uppstokkun á lífeyriskerfi landsmanna. Í þeirri uppstokkkun eiga menn að horfa til hvað heildarhagkerfinu er fyrir bestu og hvernig réttindi lífeyrisþega í nútíð og framtíð verða best tryggð, ekki skammtímahagsmuna núverandi sjóða. Þjóðnýting lífeyrissjóðanna, en um helmingur eigna þeirra er hvort eð er skuld þjóðarinnar við sjálfa sig, og tvískipting lífeyriskerfins í kerfi almennrar lágmarkstrygginga lífeyrisréttinda undirbyggt með blöndu gegnumstreymis, sjóðssöfnunar og auðlindarentu og séreignasparnaðar ætti þar m.a. að koma til alvarlegrar skoðunnar.
Aðrar aðgerðir, eins og eignaskattar, útgönguskattar og afskriftir krónukrafna (og ekki bara þeirra erlendu) eiga einnig að vera uppi á borðinu, að sjálfsögðu. Allir borga, allir tapa en allir græða þar sem hag- og peningakerfið verður endurstillt og endurræst þ.a. hægt sé að afnema höft, einfalda skattkerfið, draga að fjárfestingu, uppfylla Maastricht-skilyrðin, taka upp aðra mynt, ganga í ESB eða ekki, o.s.frv. o.frv.
Og þetta þarf að gera yfir mjög stuttan tíma, t.d. strax í sumar.
Kannski að maður ætti að flytja til útlanda í nokkur ár. Held nefnilega að von fólks um að hér þurfi bara að lækka lán heimila, lækka skatta á fyrirtæki og forríkaliðið og þá sé allt í lagi sé bara eitthvað bull sem fólki hefur verið talið trú um af óvönduðum mönnum sem nú eru að dunda sér upp í sveit.
P.s. Friðrik er nú gamall framsóknarmaður held ég.
Kallar á þingmenn eftir þörfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 5
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969462
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Ástandið er svona vegna þess að LANDRÁÐFYLKINGIN og VG (WC) stóðu sig alls ekki í stjórnun landsins á síðasta kjörtímabili.
Jóhann Elíasson, 6.5.2013 kl. 16:55
Æ ég kaupi það ekki. Þetta er aðallega af því að þjóðin er ófær um að taka slæmum fréttum. Nú vill fólk bara skattalækkanir, hækkun launa og lækkun lána! Það er það sem nýju stjórnvöldin lofa. Og krónuna áfram! Held að fólk verði nú ekki kátt ef það þarf að fella hana um kannski 30 til 50% í viðbót. Og svo svona uppnefni gera ekkert fyrir mig nema að efast um andlega stöðu þess sem svona skrifar. Þannig að ef þú hefur svona húmor eða hugsun þá skalt þú bara skrifa það á þína síðu. Sé ekki öll þessi meintu landráð t.d. og Vg væri líklegra til að berjast gegn mengun vegna WC en t.d. framsókar og sjálfstæðisflokkur. Þeir hafa nú verið frægir fyrir að huga að hagsmunum sinna einkavina fekar en umhverfinu eða fólkinu í landinu. Framsókn t.d. ekki hikað vð að gera bændastéttina að stórum að fólki sem kemst af vegna framfærslu frá skattgreiðendum. Púkka undir þessa um 1000 eigendur alls kvöta hér við land. Og við skulum ekki tala um Sjálfstæðisflokkinn. Þetta eru held ég meiri landráðaflokkar sem berjast við að hafa okkur almenningi eigur og réttmætar tekjur okkar og færa það fáum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.5.2013 kl. 17:11
Svo ættu nú flokkar eins og framsókn og Sjálfstæðisflokkur að vita þá um stöðunna og boða ekki hér allt fyrir alla ef staðan er svona slæm eins og Friðrik segir.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.5.2013 kl. 17:12
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.5.2013 kl. 17:16
Staðan er ekkert svona slæm, sama hvað Friðrik Hagfræðingur segir. Innlendar kröfur þrotabúanna verða núllaðar út og skuldabréf Landsbankans líka (enda innlend krafa hjá þrotabrúi). Eftir það er lítill sem enginn þrýstingur á krónuna.
Kalli (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 17:54
Skulabréf Landsbankans er held ég erlendt í þeim skilningi að upprunalega var samið við erlenda eigendur Landsbankans gamala að inneignir viðskiptavina yrðu keyptar út úr búinu yfir í nýja gegn skuldabréfi í erlendri mynnt upp á 280 milljarða minnir mig. Innlendar körfur þrotabúana eiga ekki að núllast út heldur á að nota þær í að lækka hér lán og og um helmingur af þeim eru bankarnir 2 Arion og Íslandsbanki og eignarhlutur þeirra í fullt af fyrirtækjum. Eins eru krónueignir í ríkisskuldabréfum sem ekki er hægt að núlla út. En vona að ástandið sé ekki svona svart að það þurfi að fella hér gengi um kannski um 30 til 40% í viðbót til að losa um höftinn.
Hann er reynar ráðgjafi hjá Alþjóðabankanum og svo er hér annar sem var hjá AGS sem segir að það séu engar raun eignir fyrir ríkð í þessu krónubréfum sbr.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.5.2013 kl. 18:04
Og mikilvægasta verkefnið fyrir kosningar voru breytingar á stjórnarskrá....
Þetta er nákvæmlega ástæðan að vinstri flokkarnir voru reknir, þeir voru ekki að taka á neinum alvöru málum.
Þetta er alveg skelfilegt hvernig fráfarandi ríkisstjórn hefur hagað sér allt síðasta kjortímabil, og það hafa kjósendur vitað.
En formenn Samfylkingar og Vg skilja ekkert í fylgishruninu, botna bara ekkert í því eftir allan þennan frábæra árangur við rústabjörgunina, sem ALLUR fólst í því að slá málum á frest yfir á næsta kjörtímabil.
Þetta er ekki bara vanhæfasta ríkisstjórn allra tíma, heldur sú dýrasta líka.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 18:12
Já, þú ætlar að selja okkur þá hugmynd Magnús að gjaldeyrisskuldabréf Landsbankans hafi orðið til þegar keyptar voru íslenskar innistæður úr þrotabúi gamla Landsbankans! Ja hérna, segi ég nú bara. Þetta verður skrautlegra og skrautlegra hjá ykkur á undanhaldinu.
Bréfið var gefið út sem greiðsla fyrir lánasöfn sem að nýji bankinn tók yfir frá þrotabúinu. Að gefa skuldabréfið út í erlendri mynt var einfaldlega leið SJS og JS til þess að koma Hollendingum og Bretum framhjá gjaldeyrishöftum eftir að Icesave féll í þjóðaratkvæði. Eða getur þú bent okkur á það hvaða 300 milljarða króna lánasöfn í erlendri mynt nýji Landsbankinn tók yfir?
Tjónið vegna þessarar svikamyllu ef ekkert verður að gert er ca. 120 milljarðar sem er mismunurinn á aflands- og álandsgengi. Þessu má væntanlega bjarga fyrir horn ef ný stjórn hefur kjark til þess að gera upp þrotabú gamla Landsbankann í krónum. En ég er trúlega ekki sá eini sem hefur áhyggjur af því að við höfum bara séð hluta af þeim svartagaldurssamningum sem velferðarstjórnin gerði við erlenda kröfuhafa.
Seiken (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 19:19
Nei, Seiken þú ert ekki einn um þær áhyggjur.
Hvað veldur að FME situr aðgerðarlaust hjá árum saman á meðan fjármálafyrirtæki draga lappirnar í endurútreikningum á ólöglega gengistryggðum lánum?
Sigurður (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 19:22
Nýjir labbakútar ræða málin. Flott. Ég er uppfullur vonar!
Jonsi (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 20:23
Skuldarbréfið nýja Lansbankans til hins gamla var og er vegna OFTEKINNA EIGNA.
Í stuttu máli, að þegar Ísland stofnaði nýju bankanna þá stóroftóku þeir eignir.
Það var m.a. útaf því sem B&H brugust svo hart við. Ísland virtist (ég skal ekkert meta hvað þeim raunverulega gekk til) vera að STELA EIGNUM.
M.a. vegna þessa, þ.e. að Ísland stóroftók eignir útúr gamla bankanum - þá var ekkert nóg fyrir þá Sjalla varðandi erlenda innstæðuegendur að segja bara: Ja, við setjum innstæðueigendur í forgang o.s.frv. Vegna þess að þeir kross- og þverbrutu öll jafnræðisprinsipp með þvi að stórleg oftaka eignir.
Málið var svo ljótt að Ísland varð að semja um að greiða icesaveskuldina uppí topp plús álag. Fíflagangur framsóknarskunka og forsetagarms ásamt kjánaþjóðrembingum var alltaf merkingarlaust og aðeins það sem það var. þ.e. þjóðrembingsprump.
Feita þjóðrembingsprumpið hafði þá þann alvarlega faktor í for með sér að framsóknarskúnkar, forsetagarmu og kjánaþjóðrembingar tróðu stórlegum skapakostnaði ofan í kok alls almennings með ofbeldi og sá skuldaklafi mun leggjast á herðar almenninga á komandi árum.
Það er nú svona sem þetta liggur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.5.2013 kl. 14:33
Og ps. þegar skýrt er frá þeirri staðreynd að Ísland hafi ,,oftekið eignir" þá fer að styttyast í að einhver komi með ,,húsnæðislán" því viðvíkjandi.
Það er auðvitað algjört aukaatriði og neðanmálsgrein í þessu sambandi. Landsbankinn var og er afar öflugur fyrirtækjabanki með viðskipti og eignarhald í rauninni víða um fyrirtækjanet Íslands. Þetta snýst aðallega um fyrirtæki og lán til þeirra.
Jafnframt, þegar þetta er sagt, þá fer að styttast í einhver komi og segi að ,,semja hefði átt allt öðruvísi" þessu viðvíkjandi.
Þá er ví til að svara, að það er alveg hægt ennþá að semja allt öðruvísi. Það er hægt, á hvaða tímapunti sem er, að fokka á útlendingum ef innbyggjar vilja það. Hvenær sem er. Margir mundu samt draga í efa viturleikann því viðvíkjandi og siðferðisástandið.
Svo er nú það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.5.2013 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.