Leita í fréttum mbl.is

Hafið þið lesið þetta? Framsóknarleiðin tætt í sundur

Óðinn Viðskiptablaðið:

Málflutningur Framsóknarflokksins í aðdraganda alþingiskosninganna var að kröfuhafar þrotabúa gömlu bankanna þyrftu á nauðasamningum að halda við Ísland. Þetta er í besta falli villandi, þrotabúin þurfa ekki á neinum nauðasamningum að halda enda skulda þau ekki neitt og kröfur í þau eru ígildi hlutafjár. Hins vegar eru þau í sömu stöðu og aðrir íslenskir lögaðilar að mega ekki skipta innlendum eignum sínum í nothæfa mynt og hafa ekki ráðstöfunarrétt yfir erlendum gjaldeyri sínum, sem Hróbjartur Jónatansson færði sannfærandi rök fyrir í greininni Gjaldeyrishöft – óbeint eignarnám? í þessu blaði 18. apríl að fæli í sér óbeint eignarnám.

Og síðar

 

En er það alveg sjálfsagt að semja við þrotabúin með slíkum hætti? Jafnvel þótt heykvíslararmur Framsóknarflokksins yrði skilinn eftir heima hjá sér, kylfurnar og haglabyssurnar og gengið yrði til samninga við þrotabúin sem báðir aðilar væru fullkomlega sáttir við, þá fælu slíkir samningar í sér að ákveðinn hópur fólks væri að greiða ríkinu fyrir forréttindi. Á meðan það eru gjaldeyrishöft í landinu og aðrir íslenskir aðilar hafa ekki frjálsan ráðstöfunarrétt yfir erlendum eignum sínum væri það ígildi mútugreiðslu ef erlendir kröfuhafar greiða íslenska ríkinu fyrir að fá ráðstöfunarrétt yfir gjaldeyri umfram aðra.

Það sem Framsóknarflokkurinn er með öðrum orðum að boða er einhvers konar merkantílismi þar sem lögbundin sérréttindi ganga kaupum og sölu, að vísu undir því yfirskini að það sé í þágu heimilanna. En viljum við að aðrir þrýstihópar geti keypt sér lögbundin sérréttindi gegn því að afrakstrinum verði varið til lækkunar á skuldum heimilanna?

 

 Og enn vitnum við í þessa greiningu:

Rót vandans er að það er engin innstæða fyrir þessum eignum þrotabúanna, íslenskar krónur eru skuld þjóðarbúsins en ekki eign. Við það að fá þessar krónur afhentar minnkar erlend skuld þjóðarbúsins en ef þær eru notaðar til að borga niður lán heimila hækkar erlend skuldastaða þess aftur að því marki sem fólk óskar gjaldeyris fyrir krónueignir sínar en setur þrýsting á innlent verðlag að því marki sem fólk ver þeim innanlands. Þessi staða er hliðstæð því að einstaklingur hafi selt víxla og tapað andvirðinu í spákaupmennsku og sé orðinn ógjaldfær. Ef honum tekst að semja við kröfuhafa sína um að fá víxlana afhenta til baka að hluta eða öllu leyti, þá hefur skuldastaða hans batnað en hann getur ekki selt víxlana aftur til að greiða fasteignalán frænda síns án þess að skuldastaða hans versni á ný.

Og þessu lýkur á þessu:

Hin raunverulega spurning er hvort fólk sé reiðubúið að leggja á sig það erfiði sem er nauðsynlegt til að ná markmiðinu. Losun gjaldeyrishafta verður ekki sársaukalaus þótt langtímaávinningur af losun þeirra verði margfaldur miðað við það að halda þeim. Stefna Framsóknarflokksins miðar að því að læsa Ísland inni í höftum til langframa í skiptum fyrir lækkun á skuldum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir þessa lesningu þá tel ég ekki ástæðu til þess að draga þær sögusagnir í efa að kröfuhafar hafi keypt sér fjölmiðlafólk til þess að grugga vatnið í aðdraganda samningana. Athyglisvert er hins vegar að sjá ykkur samfylkingarliðana éta þetta upp hrátt og án nokkurrar gagnrýni.  En það er svo sem búið að nota ykkur allt kjörtímabilið án þess að þið hafið nokkru sinni fattað það sjálfir. Af hverju ætti það að breytast núna?

En ég er væntanlega ekki að móðga neinn þegar ég segi að þessi pistill Óðins er heimskulegur en trúlega skrifaður af aðila sem veit betur. Við skulum leyfa þessu liði að eyða tíma í að grugga vatnið eins og því listir. Á meðan gerum við bara þrotabúin upp í krónum eins og lög gera ráð fyrir. Ætli það komi nú ekki annað hljóð í strokkinn ef að kröfuhafar sjá fram á að þurfa að borga raunverð fyrir gjaldeyrinn í stað þess að fá hann á sérkjörum eins og velferðarstjórnin virðist hafa lofað þeim.  

Seiken (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 20:33

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Láttu ekki svona Magnús Helgi, það er ekki allt rétt sem er í Viðskiptablaðinu frekar en Mogganum.

Það er hægt að semja um allt ef viljinn er fyrir hendi og báðir samningsaðilar hljóta góðs af samningunum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.5.2013 kl. 20:36

3 identicon

Magnús minn þú ert farin að hljóma eins og þú sért haldinn áfallastreituröskun með uggvænlegan skammt af heift . ef fyrrverandi ríkisstjórn hefði ekki hækkað svona mikið í lyfjabúðunum hefði ég bent þér þangað .

þetta hlýtur að vera skelfileg líðan

Kaffistofugestir rákust á athyglisverða nótu um þessi mál eftir Guðmund Einarsson á Seltjarnarnesi, fyrrverandi framkvæmdastjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Færsla Guðmundar er ágætt innlegg í þá umræðu, sem að ofan var rakin.

Gefum Guðmundi orðið:

Umræðan að undanförnu um skuldaleiðréttingu heimilanna er athyglisverð fyrir ýmissa hluta sakir. Gjarnan er bent á það að ekki séu allir í greiðsluvandræðum sem urðu fyrir tjóni af völdum gömlu bankanna við hrunið. Ástæðulaust sé að gera þrotabúum bankanna að bæta tjónið gagnvart öðrum en þeim sem eru í vanskilum. Einnig sé fráleitt að bæta tjón þeirra sem skulda mikið og eiga þá líka mikið - þeir megi bara éta það sem úti frýs.

Þessi hugsun er athyglisverð og sjálfsagt að skoða hana betur, sérstaklega ættu tryggingafélögin að draga lærdóm af þessu. Ef þessi hugsun yrði látin ráða við afgreiðslu annarra tjóna en þeirra sem bankarnir ollu, þá er ljóst að unnt yrði að lækka iðgjöld af tryggingum all verulega. Þá yrðu tjón á bílum einungis bætt ef eigandinn (tjón þolinn) er í greiðsluerfiðleikum - til dæmis í vanskilum við tryggingafélagið. Einnig væri ekki ástæða til að bæta tjón á mjög dýrum bílum að fullu og gæti þá hámark tjónabóta til dæmis miðast við hóflegan fjölskyldubíl, eins og til dæmis Skoda Oktavía.

Eigendur Porsche eða RangeRover bíla yrðu að sætta sig við að fá þá aðeins bætta upp í Skódaverð. Og ef öllu er á botninn hvolft, er þá nokkur ástæða fyrir okkur, sem látum okkur nægja hóflega bíla, að borga tryggingaiðgjöld sem nægja til að bæta tjón á rándýrum lúxusbílum? Með þessu myndu iðgjöld af tryggingum bíla lækka um meira en helming og eins mætti taka önnur eignatjón s.s. húsatryggingar o.s.frv. Þetta lækkar svo aftur vísitöluna og þar með skuldir heimilanna um hálft til eitt prósent eða svo.

Einhver segir eflaust að þetta sé allt annað mál, það sé ekki hægt að bera saman tjón skuldara vegna athæfis bankanna og svo tjón á bílum eða önnur eignatjón. En er það? Urðu ekki heimilin fyrir eignatjóni af völdum bankanna og ber þeim ekki að bæta það alveg eins og tjónvaldar annars konar eignatjóna eru bótaskyldir?

sæmundur (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband