Leita í fréttum mbl.is

Margir með drauminn um að fá hér aftur árin fyrir hrun. Þetta er náttúrulega út í hött!

Íslendingar geta bara ekki lært af reynslunni:

Svo virðist sem hálfgert gullgrafaraæði hafi gripið um sig á hlutabréfamarkaði. Dæmi eru um að fjárfestar skrái sig fyrir miklu hærri fjárhæðum í útboðum en þeir eru borgunarmenn fyrir. Einn fjárfestir bauð til að mynda milljarð en var ekki einu sinni borgunarmaður fyrir 50 milljónum króna.

Viðskipti með hlutabréf í TM hófust í kauphöllinni í gær. Mikil umframeftirspurn reyndist eftir bréfunum og ruku þau upp um 32,8 prósent í gær, miðað við útboðsgengi í aðdraganda skráningar. Það sama gerðist þegar VÍS var fleytt á markað á dögunum. Til marks um áhugann hafa fjárfestar lagt fram kauptilboð í þessi tvö félög fyrir yfir 500 milljarða króna, á meðan markaðsvirði hlutafjárins nam aðeins 19 milljörðum. Fjárfestar hafa þess vegna verið reiðubúnir til að kaupa hlutabréf í þessum tveimur tryggingafélögum fyrir fjárhæð sem nemur 30 prósent af landsframleiðslu Íslands.

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins er að finna ítarlega skýringu á því óvenjulega ástandi sem ríkt hefur í kringum þessi útboð. Þar segir að fjárfestar séu farnir að skrá sig fyrir miklu hærri fjárhæðum í útboðum en þeir eru borgunarmenn fyrir. Í mörgum tilfellum hafi fjárfestar skráð sig fyrir kaupum á bréfum í útboði VÍS fyrir milljarð króna þótt ljóst væri að þeir hefðu hvorki nándar nærri nóg eigið fé né lánsloforð til að geta reitt fram slíka fjárhæð kæmi til þess að þeir fengju að kaupa milljarð í félaginu. eyjan.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband