Föstudagur, 10. maí 2013
Nú er þeir búnir að ræða saman í Reykholti, Þingvöllum og Alþingishúsinu. Flott!
Við fáum reglulega fréttir af því hvað þeir fá sér að borða hvar þeir ræða saman og allt gangi vel. Og nú á að ræða saman yfir helgina. Er svona að velta fyrir mér fyrst að allt gengur svona vel hvort að við þurfum nokkuð að sitja undir svona fréttum fyrr en þeir þá klára þetta. Nokkuð ljóst að þeim liggur ekkert á enda ágæt ríkisstjórn við völd þar til þeim þóknast að klára þetta.
Ég persónulega er mest spenntur fyrir því fyrst að þetta er allt svona létt að vita hvað lán mín og minnar fjölskyldu lækka og hvað skattarnir mínir lækka. Ef að ríkið ræður vel við þetta þá liggur mér á að fá þessa peninga. Maður borgaði þetta án athugasemda en manni dettur það ekki í hug ef að ríkið þarf ekkert á þessu að halda.
Ræða skuldir heimilanna í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Ef svona "ágæt ríkistjórn" er við völd...
Af hverju þarf þá að mynda nýja til að "gera eitthvað" ?
Góðir hlutir gerast hægt Maggi.
Vertu viss, ef þú átt rétt á að fá einhverja leiðréttingu, þá kemur hún.
En ekki frá "velferðastórnini" Hún er útbrunnin.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 12:45
Já Birgir, góðir hlutir gerast hægt en þessar leiðréttingar voru ekkert mál í kosningabaráttunni og áttu að gerast hratt samkvæmt Framsókn. Eðlilegt að við Magnús ætlumst til að þetta gerist fyrir haustið.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.5.2013 kl. 13:02
Ég persónulega er mest spenntur fyrir því fyrst að þetta er allt svona létt að vita hvað lán mín og minnar fjölskyldu lækka og hvað skattarnir mínir lækka.
Það hlýtur að standa á greiðsluseðlunum sem þú hefur fengið hvaða fjárhæðir þú hefur verið krafinn um sem ekki er heimilt að innheimta samkvæmt lögum um neytendalán. Reiknaðu bara sjálfur fyrst þú ert ekki löngu búinn að því eins og þú ættir að vera.
Ef að ríkið ræður vel við þetta þá liggur mér á að fá þessa peninga.
Ræður vel við hvað nákvæmlega? Hvaða peninga ert þú að tala um sem þér liggur á að fá? Getur verið að þú hafir misskilið eitthvað?
Maður borgaði þetta án athugasemda en manni dettur það ekki í hug ef að ríkið þarf ekkert á þessu að halda.
Tókst þú lán hjá ríkinu sem þú ert núna að endurgreiða í ríkissjóð? Hvern þurftirðu að þekkja til að fá lán þar? Ég hélt að flestir hefðu tekið lán hjá fjármálafyrirtækjum. Þú ert greinilega með eitthvað algjört sértilfelli sem hlýtur að verða að skoða sem slíkt.
Maggi. Hvernig væri nú einu sinni að þú myndir raunverulega kynna þér eitthvað mál, áður en þú ákveður að blogga um það?
Guðmundur Ásgeirsson, 10.5.2013 kl. 15:59
Samfylking lofaði 2009 aðgerðum í skuldamálum heimilanna, og sveik það.
Hún reyndi svo aftur að lofa því sama 2013, að á næsta kjörtímabili yrði að vinna í skuldamálum heimilanna.
Það má þá gera ráð fyrir að samfylkingunni þyki eðlilegt að taka sér a.m.k. 8 ár í þetta, og jafnvel næsta kjörtímabil líka, 2017-2021.
En núna þegar það er búið að reka þessa vesalings stjórn, þá á ný ríkisstjórn að klára þessi mál á nokkrum vikum...????
Sigurður (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 17:29
Stóð 100% við allt. 100%. Skuldir hafa verið niðurfelldar um hundruði milljarða. Hinsvegar var því lofað fyrir kosningar 2009 að fara ekki í flata fransóknarbjálfaniðurfærslu sem hagnast fyrst og síðast feitum framsóknarmönnum. Því var hafnað í kosningunum 2009. Og staðið við það fullkomlega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.5.2013 kl. 18:05
Eru það ekki landslög sem eiga að stjórna í dómsmálum og hæstarétti?
Því miður standa landslögin og þeirra Íslands-bókstafir í einhverjum feluleikara-stjórnendum, (fyrrverandi og núverandi). Það er ekki á góðu von, þegar lagabókstafir beygjast og sveigjast eftir pólitískri tækifæris-vindátt hvítflibba-lögbrjóta, svikara og bankaræningja.
Engin þjóð getur byggt afkomu sína á slíkum lagabókstafa-flækjufóta-dómstólum. Það hljóta allra flokka menn/konur að skilja. Starfsfólk bankanna/lífeyrissjóðanna er ekki undanþegið laganna sönnu bókstöfum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.5.2013 kl. 21:20
Ómar þegar að dómstólar þessa lands bæði í undirrétti og hæðstarétti dæma lán ólögleg og bankarnir dæmdir til að reikna þauniður þá hælir fráfarandi stjórn sér af niðurfærslum lána
Fer dæmdi ráðherrann frú Jóhanna ekki að flagga dómnum sem hún fékk fyrir brot á jafnréttislögum
og vælustrákarnir hennar Magnús og Ómar að blogga um það sem gott skref í Jafnréttismálum
sæmundur (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 23:12
Niðurfelling skulda vegna gengisdóma er sérstakur partur. Staðreyndiner að núverandi stjórnvöld (sem enn halda um landsstýrið sem betur fer og lofar maður hvern dag sem líður á meðan framsjallaelítuóvitarnir komast ekki með krumlurnur í það) stóðu að niðurfllingu skulda á þeirri stærðargráðu AÐ EINSDÆMI ER Í HEIMINUM ever.
Eg hef td. heyrt af nojurum/íslendingum sem þekktu til í bankakreppu í noregi fyrir einhverjum tugum ára (man nú ekki ártalið nákvæmlega). Þá var ekkert fellt niður af skuldum. Það voru alveg álíka aðstæður þó sjaldan sé nákvæmlega samansem merki á milli atvika.
Það má reyndar alveg spurja sig hvort núverandi stjórnvöld hafi ekki gengið of langt við að fella niður skuldir hjá fólki þó vissulega niðurfellingin hafi verið jafnframt á skynsemisnótum.
Td. í Noregi þótti prinsippatriði að gera slíkt ekki, að því er menn segja og vísa þeir líka í önnur N-Evrópsk lönd í svipuðum aðstæðum.
Það er álitið rangt í prinsippinu að gera þetta. Þ.e.a.s. að það gefi svo kolröng skilaboð og sé vont fordæmi til framtíðar. Betra sé að grípa til annarra aðgerða en beinna niðurfellingar skulda ss. í gegnum skattakerfið, vaxtabætur oþh. Sem Núverandi stjórnvöld hafa að vísu LÍKA gert afar vel að mínu mati.
Þetta loforð Framsóknar - það er bara eitthvert það fábjánalegasta hálfvitaloforð sem um getur í Vestrænum heimi. Eingöngu sett fram til að kaupa atkvæði og í raun lögbrot og nauðgun á lýðræðinu að ganga svona fíflalega fram. Eg margbenti á það fyrir kosningar og nú er eins og sumir séu að átta sig á svívirðu framsóknarræfla.
Loforð Sjallabjálfanna var svo lítið skárra. En örlítið skárra þá. Og þá aðallega vegna þess að fáir tóku það alvarlega. Það var þannig framsett að flestir reiknuðu með þeir mundu svíkja það. Þeir hömruðu heldur ekki svo á því sem Framsókn. En Loforð Frasóknar var í raun þeirra eina mál fyrir kosningar. Þeir buðu fólki pening fyrir að kjósa sig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 00:05
Ómar fráfarandi stjórnvöld hafa stórskaðað almenning með gegnarlausum skatthækkunum og hækkun ýmissa gjalda nú síðast hækkunin á lyfjakostnaði,
Fráfarandi stjórnvöld opinberuðu sig rækilega fyrir hvern þau hafa unnið með aðgerðarleysi sínu og þegjandi samþykki gagnvart skilanefndum bankana þar sem einstakir nefndarmenn hafa þegið 50þúsund íslenskar krónur á klukkutímann og allt með samþykki heilagrar Jóhönnu
sæmundur (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 00:14
Ps. dómsmál varðandi skuldir verða alltaf að hafa sinn gang. Varðandi gengisdómanna þá voru þeir mjög umdeildir og klofnaði hver einasti dómur í tvennt og stundum í fleiri parta. Á endanum dæmdu dómsstólar einhver furðulegheit sem í raun þýdu að einhverjir með gengislán fengu í raun pening gefins.
Eg segi fyrir minn hatt, að að mínu áliti hugsaði meirihluti þeirra sem dæmdu málið alls ekki til enda. Það er afskaplega skrítið að dæma þannig að lántakar þurfi ekki að borga lánsfé til baka. Það er bara mjög sérstakt.
Nú eru menn líka veð verðtryggða lánasamninga í dómsferli og fleira en eitt mál í gangi að mér skilst.
Það kæmi mér lítið á óvart ef dómsstólar færu að dæma þá ,,ólöglega" líka! Hafandi fordæmið frá gengislánahringavitleysunni - þá kæmi mér lítið á óvart að verðtryggðir lánasamningar færu líka í ,,ólögleg"-heitahítina.
Það verður hinsvegar bara að hafa sinn gang. Hugsanlega þýddi það annað hrun.
Það hringir viðvörunnarbjöllum dómur á dögunum þar sem Hæstiréttur dæmdi verðtryggðan samning ,,ólöglegan" vegna tæknilegra ástæðna. Hringir vissulega viðvörunnarbjöllum.
Meginástæðan fyrir að hæstiréttur dæmdi ,,ólöglegt" var að ekki kom nægilega skýrt fram að hluti lánsupphæðar var verðtryggður, td. að hvergi var grunnvísitala sem miðað var við og fl.
Þetta hringir viðvörunnarbjöllum að mínu mati.
Það tti alveg að vera nóg að í verðskrá viðkomandi aðila var skýrt tekið fram að lánasamningar lengri en 5 ár væru allir verðtryggðir. Auk þess sem lánasamningur ber alveg skýrt með sér hvort um er að ræða breytilega vexti eða verðtryggt.
Mér finnst þetta bara komið útí vitleysu. Það er bara verið að gefa fólki peninga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 00:17
Ps. ps. Núverandi stjórnvöld björguðu landinu m.a. með skattaaðgerðum sem höfðu jöfnunarprinsipp að leiðarljósi. Hinum veikari hlift en byrðar frekar lagðar á hin breiðari bök. Þetta er óumdeilt og upphrópanir sæmunda og sigurða breyta engi nema gera framsjalla að enn meiri fábjánum og fíflum en þegar er orðið. Og þeir mega ekki við því.
Varðandi einstök atriði í heilbrigðismálum, þá verður hvert atvik skoðað þar og bætt um ef þurfa þykir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 00:20
Í Noregi hafa einstaklingar fengið þann sjálfsagða rétt að skila lyklunum að fasteigninni, þegar svona forsendubrestur hefur átt sér stað. Þannig hefur það verið í mörg ár í Noregi.
Það er hæpin samlíking að koma með varnarræðu fyrir 110% leiðina kolbrengluðu, með dæmum frá Noregi. Dómskerfið í Noregi miklu virkara fyrir almenning, heldur en það íslenska.
Það er ótrúlegt að einhver skuli enn verja fjárglæfra-stofnanirnar umfram hag almennings á Íslandi, árið 2013!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2013 kl. 00:38
Ómar.
Það er ekki hægt að skilja þig öðvuvísi en að þér þyki það bara alveg sjálfsagt mál að fjármálafyrirtæki leggi verðbætur ofan á lánssamning, jafnvel þótt engin ákvæði um verðtryggingu séu í lánasamningi?
Og síðan um björgun landsins.
Nú raðast fram fréttir á hverjum einasta degi að það sé bara hreint ekkert búið að bjarga einu né neinu, tja nema þá bönkunum.
Hver hagfræðingurinn á fætur öðrum, ásamt reyndar Seðlabanka líka kemur nú fram og staðfesta allir sem einn að hér hafi engu verið bjargað, heldur séum við á beinustu leið í greiðsluþrot.
Að öllu óbreyttu sé það útilokað mál að við getum staðið við afborganir af erlendum lánum okkar.
Eða nákvæmlega það sem fólk eins og t.d. Lilja Mós hefur varað við allt síðasta kjörtímabil, og m.a. þú hefur gert grín að.
Allt sem hún hefur sagt, er núna að rætast.
Allar lausnir fráfarandi ríkisstjórnar hafa snúist um það eitt að fresta vandanum yfir á næsta kjörtímabil, það er ekki búið að redda einu né neinu, öðru en bönkunum.
Og síðan er rétt að minna á það einu sinni enn, fyrst þú talar um að dómsmál eigi að hafa sinn gang, að fráfarandi ríkisstjórn gekk svo langt í dekri sínu við glæpastarfssemi bankanna að hreinlega brjóta á stjórnarskránni okkar til að reyna að redda þeim nokkur hundruð miljarða í skaðabætur fyrir að upp komst um glæpi þeirra.
Og í þetta sinn voru það fórnarlömbin sem áttu að greiða skaðabæturnar, ekki glæpamennirnir.
Sigurður (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 00:44
Annaðhvort eru lán á Íslandi með breytilegum vöxtum - eða verðtryggð. Lán til lengri en 5 ára eru oftast verðtryggð. Auk þess sem lán bera með sér ef þau eru ekki með breytilegum vöxtum.
Mér finnstaæveg sérstök þessi nálgun sumra - að hægt sé að bera fyrir sig að menn hafi verið að taka lán á einhverjum þeim kjörum sem óheyrð eru í íslensku samhengi! Mér finnst það bara alveg magnað.
Að hægt sé að bera fyrir sig að menn viti ekki hvað verðtrygging er. Mér finnst það alveg stórkostulegt. Verðtryggingu sem hefur verið hérna í að verða hálfa öld.
Með lyklalög sérstaklega og Noreg - þá skal eg ekkert fullyrða um hvernig það er í Noregi. Þekki það ekki nógu vel. Hinsvegar hef ég alltaf orðið sem þumalputtareglu að hafa fullan vara á mér þegar verið er að segja hve gott skuldarar hafi það í hinu eða þessu útlandinu.
Með Noreg sérstaklega og skuldir, þá hef eg rætt við nokkra íslendinga sem þekkja til í Noregi og sumir búið þar lengi.
Þá er það þannig, norski mórallinn eða andrúmsloftið, að þeir taka helst ekki. þeir safna í sjóði! Þeir spar allt. Alltaf að spara. Þeir spara rafmagnið! Það er bara slökkt öll ljós klukkan tíu og farið að sofa. Til að spara. Þeir kynda upp með kamínum! Sem algengt var á Íslandi í eldgamladaga. Eg hef heyrt að margir íslendingar fari flatt á þessu fyrst þegar þeir flytja til Noregs. Þier bara hafa öll rafmagnstæki í gangi allan sólahringinn eins og hérna uppi - og fá þá gríðarlegan rafmagnsreikning. Átta sig ekki á að það á spara rafmagnið.
Svona er þetta, að því er virðist, að flestu leiti í Noregi. Það er allt önnur menning og mórall en hér.
Oft fylgir sögunni að tekið sé strangt á þeim sem ekki standi við skuldbindingar sínar og lántökur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 00:56
Edit: ,,þá er það þannig, norski mórallinn eða andrúmsloftið, að þeir taka helst ekki lán. þeir safna í sjóði!"
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 00:59
Ps. varðandi Noreg og ,,lyklalög", þá mundi eg efa að slík lög væri í Noregi með þeim hætti er menn tala um hér.
Einfaldlega vegna þess að eg skoðaði umræður á Alþingi í samb. við frumvarp Lilju Mós. um slík lög - og hún vísar bara í Bandaríkin. Eg hefði haldið að hun mundi vísa í fleiri lönd og alveg sérstaklega Noreg ef hún sæi fordæmi þar.
Almennt um efnið, þá stórefa eg að þessa lyklalög komi til framkvæmda.
Vegna þess einfaldlega að þau hafa augljósan galla. Þetta mun draga úr vilja banka eða fjármálastofnanna til að lána. Þettu mun leiða til strangari skilyrða ss. meiri eigin framlags og hugsanlega styttri lánstíma - auk hugsanlega sem þetta leddi til hærri vaxta í íslenska samhenginu.
Þetta er langt í frá töfralausn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 01:31
Það er ekki til töfralausn á neinu vandamáli. Þess vegna eru rökræður nauðsynlegar.
Ekki veit ég hvaðan Lilja Mós. hafði efniviðinn frá, með sinni nauðsynlegu tillögu. En það breytir því ekki að í Noregi eru mjög mörg ár síðan forsendu-svikið fólk þar í landi gat skilað lyklunum og verið skuldlaust og frjálst fólk eftir það.
Innheimtustofnanir og banka-glæponar höfðu ekki eilífðar veiðileyfi og kyrrsetningar-leyfi á þá grunlausu og blekktu, sem lentu í forsendubresti stjórnsýslukerfisins í Noregi.
Ég tek hins vegar undir þá staðreynd að rafmagnskostnaður í Noregi er gríðarlega hár. Hann er kannski álíka hár eins og rafmagns-upphitunar og rafverkefna-kostnaður á landsbyggð Íslands er í dag.
Það er óviðunandi okurverð á orkunni til almennings Íslands, í landi sem státar sig af ódýrri og endurnýjanlegri orku.
Það er margt í mörgu, og okkur er víst öllum hollt að rökræða raunveruleikann eins og hann er, án áhrifa frá flokka-furstum allra flokka. (Mér gengur því miður ekki alltaf vel við rökræðurnar, en reyni mitt besta).
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2013 kl. 02:41
Ómar Bjarki hefur verið óþreytandi, núna í á fimmta ár að verja fjármálaöflin, bæði íslensk og erlend, alveg grjótharður á því að þau séu alltaf í rétti, alveg sama hvað stendur í lánasamningum, lögum eða dómum Hæstaréttar.
Það eina sem skiptir, er vilji bankanna.
Þeir eiga alltaf að fá sínum vilja framgengt, sama hvað það kostar heimilin og landið í heild.
Sigurður (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 10:30
Nenni nú ekki að eltast bjálfabull við leigupenna Framsjalla og útrásarvíkinga svo sem einhverja sæmunda og sigurða.
En varðandi þessi lyklalög sem umtalsvert mikið hefur verið rætt um td. í aðdraganda kosninga, þá var eg nú að lesa það sem Lilja Mós sagði á þingi þessu viðvíkjandi - og það er alveg sláandi hve efnið hjá henni er lítið undirbyggt og greint hvað hún er í raun og veru að segja.
Jafnframt er alveg sláandi, að menn hafa talað eins og slíkt sé alsiða erlendis. Samt færir hún engin fordæmi nema að hún minnist á BNA. Ennfremur sem hún talar eins og lánveitendur eigi bara að taka skellinn o.s.frv. og það sé ekkert mál. Svo komu sjallarnir upp og hrósuðu Lilju í hástert fyrir þetta og tóku undir á allan hátt - án þess að hafa neitt fram að færa efnislega um málið.
Þ.a.l. verður maður að álykta að aðeins í BNA sé eitthvað álíka fyrirkomulag. Nú kannaði ég það snögglega með Google. Tóm u.þ.b. 2 min.
Að þá virðist mér sum í raun sé um allt annað kerfi að ræða. Þetta eru bara viss lán eða lán sem tekin eru með vissum hætt þar sem slíkt hefur verið mögulegt. (þó er hugsanlegt að kerfið hafi verið útvíkkað á síðari árum.)
Og mér virðist sem BNA Ríkið komi þarna inní. Það er, sennilega, einhver Ríkisstofnun sem tekur eignina og selur aftur o.s.frv.
Þannig að það er í raun Ríkið, almenningur, sem borgar brúsann. Í BNA tilfellinu eru þó, að því er virðist, einhver tryggingarfyrirtæki sem koma að einhverju leiti að þessu sem erfitt er að átta sig á skömmum tíma.
Ergo: Umræðan um þetta hér uppi, þessi lyklalög, hefur hvorki verið fugl né fiskur. Það er miklu erfiðara að framkvæma þetta en látið er í veðri vaka. Og meginkostnaður mun sennilega lenda á almenningi. Bændum, sjómönnum og hjúkrunarkonum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 12:59
Það er alveg ljóst af umræðunni hér fyrir ofan að Ómari finnst allt í stakasta lagi. Honum finnst ekkert þurfa að gera, sem getur svo sem vel verið. En hvað ætlum við að gera ef allir sem eiga í erfiðleikum með að borga, eða sjá ekki lengur tilgang í því að borga af lánunum sínum sem þeir tóku til að kaupa sér hús - ákveða að hætta að borga og fara í gjaldþrot. Hver borgar þá?? Á hverjum lendir það? Mikið hlýturðu svo að hata Framsók. Þetta kom fram í pistli hjá þér........."Staðreyndiner að núverandi stjórnvöld (sem enn halda um landsstýrið sem betur fer og lofar maður hvern dag sem líður á meðan framsjallaelítuóvitarnir komast ekki með krumlurnur í það) stóðu að niðurfllingu skulda á þeirri stærðargráðu AÐ EINSDÆMI ER Í HEIMINUM ever" Hjá hverjum? Ekki hjá mér svo er víst.
Bjarki (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 21:05
,,Stakasta lagi"? Það er sjálfsagt þannig á Íslandi að mörg vandamálin eru. Stjórnvöld eiga að vinna þannig að leitast við að jafna kjör á þann hátt að ýta undir hina verr settu en hin breiðari bök eiga að leggja meir fram til sameiginlegra sjóða. Jafnræðisprinsipp að leiðarljósi. Ekki hið gagnstæða eins og Framsjalla vilja og þeirra stefna er að stela frá fátækum og færa fé til vell stæðra framsóknar- og Sjallamanna.
Nú, varðandi húsnæðismál, þá þarf ekkert að hafa mörg orð um það. Allar skýrslur og greiningar sýna það sama. Að staðan er ekkert verri en yfirleitt áður og má kalla það kraftaverk af stjórnvöldum að reisa svo snyrtilega og skyndilega landið við úr rústum þeirra Framsjalla. Allar skýrslur og greiningar á einu máli um þetta.
Aðstoð og framkvæmd núverandi stjórnvalda við skuldsett heimili með skynsemi og jafnræðisprisipp að leiðarljósi er bara heimsfrægt. Aðeins. Heimsfrægt. Hvergi hefur önnur eins aðstoð þekkst.
Jafnframt þarf ekkert láta svona lengur. Kosningar eru búnar. það er alvitað og alkunn staðreynd að framsóknarmenn með aðstoð sjalla settu af stað menn til að lobbýja og hamra á þessu ,,skuldamál heimilanna í landinu hérna!" í própagandaskyni. Það þarf ekkert að lata svona lengur. Hafa allir séð í gegnum þetta. Má ma. nefna Marino Njálsson framsóknarmann með sitt 400 fermetra glæsihýsi og Ólaf Arnason manninn sem tók 40 milljóna eða meira lán - atvinnulaus! Eða hugsanlega hefur hann verið að vinna svart fyrir útrásarvíkinga.
Þessir og aðrir álíka ásamt sorppropagandaritum framsjallaelítunnar hérna (flestir fjölmiðlar í landinu) hafa svo djöflast með þetta og í raun eyðulögðu þeir lýðræðislegt ferli sem kosningar eru með þessum djöfulskap.
Þessi áróður smellhitti að vísu inn því sjálfhverfa og egó-sentrismi fer stórvaxandi þessi árin á Íslandi. Fólk skilur ekki heildarmyndir og samfélagslega ábyrð. Það er bara: Ég, ég, ég, me, me, me. Hugsunin nær nú ekki legra hjá umtalsverðum hluta innbyggjara stórskemdum af áróðri frmsjallafjölmiðla og illa haldinn af egó-sentrisma.
Svo er nú það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 22:11
Þessi málflutningur er farinn að minna á óþægilega mikið á "Der Untergang" hjá þér Ómar.
Seiken (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 22:32
Mér er spurn; Hvaða ríkidæmi er verið að sýna?? Eru þetta mennirnir sem eiga að stjórna landinu??
thin (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.