Leita í fréttum mbl.is

Moggi varðveitir helmingaskipti

Jóhann Hauksson skrifar á bloggið í dag:

Í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og VG var hætta á því að  áratugagamalt bandalag helmingaskipta Sjálfstæðisflokkins og Framsóknarflokksins léti undan síga.  Að minnsta kosti óttuðust innvígðir og innmúraðir að „félagslegt auðmagn“ helmingaskiptanna á vettavangi stjórnmálanna gæti gufað upp.


Þessi ótti var og er ástæðulaus. Erfingjar innvígðra og innmúraðra sitja nú og semja um nýja helmingaskiptastjórn sömu flokka. Þeir slíta ESB-viðræðum, frelsa útgerðina undan veiðigjaldi, gefa veiðileyfi á landsvæði sem rammaáætlun verndaði gegn ofstopafullum virkjunaráformum, stinga nýju stjórnarskrárfrumvarpi ofan í skúffu og fjölga ráðherraembættum.
Hið merkilega er að helmingaskiptin hafa undanfarin ár átt skjól og verið varðveitt í Árvakri sem gefur út Morgunblaðið. Þar eru stærstu eigendurnir fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins félög í eigu Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og Samherja. Fyrir hönd Framsóknarflokksins eru þar félög í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Skinneyjar Þinganess á Hornafirði. Ef eitthvað er hefur Framsóknarflokkurinn verið að styrkja sig á Morgunblaðinu. Það gerðist m.a. í fyrra þegar Þingey ehf keypti 50 milljóna króna hlut að nafnvirði í Árvakri.


Mynstrið er gamalkunnugt. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, frændi Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins, stýrir KS,  gerir út Gunnar Braga Sveinsson á þingi og handstýrir Sigmundi Davíð flokksformanni. Óskar Magnússon útgáfustjóri, Sigurbjörn Magnússon og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugssson hringsnúast í kring um veldi Ísfélagsins og Davíð Oddsson eins og þeir hafa gert í  aldarfjórðung. Enginn véfengir völd Davíðs enda er hann og Þórólfur að mynda ríkisstjórn þessa dagana og nota til þess strengjabrúður sínar. Álengdar eru fulltrúar Samherja og Skinneyjar Þinganess (fjölskylda Halldórs Ásgrímssonar). Margir voru gerendur í einkavæðingu bankanna og síðar í hópi eigenda og stjórnenda þeirra.


Erfingjarnir sitja nú sveittir við að setja saman ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu sem þarf að hafa yfirbragð þess að ekki sé verið að svíkja allt of mörg kosningaloforð og að vel sé haldið á almannahagsmunum gegn sérhagsmunum.

 


mbl.is Viðræðurnar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhann Hauksson hefur varið "miskunnsama" Samherjann hann Steingríms J. Hann hefur líka verið meira en hægri hönd kosningasvikaranna í VG.

Hann minnist lítið á hvernig Samfylkingar-krakkarnir tóku sér það vald að dæma í eigin sök fyrir Landsdómsmálið. Þau sýknuðu sinn flokk á alþingi.

Uppskrift Villtu Vinstri-stjórnarinnarinnar lofaði ekki góðu.

Ekki er ég að verja Halldór Ásgrímsson og aðra gamla sjálfskipaða kónga með þessari athugasemd. Svik við almenning munu svíða eftirminnilega, því ríki sem ekki telur sig hafa efni á að fara löglegar leiðir, er 100% gjaldþrota á allan hátt. Þó sérstaklega siðferðislega! 

Bólu Hjálmar kunni að orða svik, á eftirminnilegan hátt:

Það er dauði og djöfuls nauð,

er dyggðum snauðir fantar,

safna auð með augun rauð,

en aðra brauðið vantar.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2013 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband