Sunnudagur, 12. maí 2013
Hvaða leikrit er í gangi varðandi þessar viðræður?
Var að lesa þessa ágætu greiningu á atburðum síðastu rúma viku varðandi viðræður Bjarna og Sigmundar og hvernig fjallað er um þetta í fjölmiðlum og þeim sé markvisst stýrt.
Lesið endilega þessa grein hér eftir Ingimar Karl Helgasson í heild með skjáskotum af helstu fréttum um þessar virðræður. En í lokin segir Ingimar
Að mata fjölmiðla
Þessar fréttir af pönnukökum og vöfflum hafa verið mest áberandi af þeim fréttum sem sagðar hafa verið af viðræðum Sigmundar Davíðs og Bjarna. Það er ljóst að almenningur hefur áhuga á fréttum um stjórnarmyndun. Þeim er deilt á samfélagsmiðlum og þær renna upp listana yfir mest lesnu fréttir vefmiðlanna. Sérstaklega vinsælar eru fréttirnar um vöfflur og pönnukökur. Þessar frásagnir af mjög mikilvægum málum sem varða grundvallarhagsmuni almennings eru settar fram eins og fréttir af Eurovision sem hafa þann tilgang helstan að vera skemmtilegar.
Það er eftirspurn eftir fréttum af þessu tagi. Fólk vill vita hvaða ríkisstjórn er í spilunum og er þyrst eftir nýjustu tíðindum. En ljóst má vera, af þeim dæmum sem hér hafa verið rakin, að keyrt hefur um þverbak. Það er óhætt að segja að fréttastofurnar hafi hreinlega verið í ruglinu undanfarna rúma viku.
Það er ljóst hverjir heimildarmennirnir eru fyrir fréttum af því sem átti sér stað í sumarbústöðum sem í reynd eru hallir. Er tilgangurinn þá sá að leka innihaldslausum fréttum sem gerir þá Sigmund og Bjarna ekki einungis mannlega, heldur líka þjóðlega? Þeim er stillt upp í vinnuskyrtum með mjólkurfernu á borði, innan um vöfflur og pönnukökur í fréttum sem fjalla um hvað þeir borða. Hvaða mat þeir fá. Síðan eru þeir líka Wild boys. Er svarið að þetta sé úthugsaður spuni?
Skiptir máli hvað þeir átu, eða var verið að mata einhvern annan?
En fréttastofur elta líka vinsældir. Það skiptir fjölmiðlana máli að fólk smelli á fréttir. Þá mælist lesturinn sem selur auglýsingarnar. Er þetta eingöngu spurning um það? Má þá spyrja hvort það skipti fjölmiðla engu máli hvað lagt er á borð fyrir lesendur, bara að það sé smellt?
Ef það er skýringin má aftur spyrja: Hvers vegna tekur Ríkisútvarpið þátt í leiknum?
Ég get ekkert fullyrt um svörin við þessum spurningum. Þau gætu líka verið önnur, eða einhver blanda, sem er allt eins líklegt.
Mig langar að lokum til þess að rifja upp tvennt sem nefnt hefur verið hér að ofan. Annars vegar að fjölmiðlar hafa óhikað vitnað hver í annan um þessar ekkifréttir, auk þess sem upplýst hefur verið um hvaða heimildarmenn koma til greina, þar sem framsetning hefur verið með slíkum hætti.
Mig langar til þess að ljúka þessu langa skrifi með tveimur tilvitnunum í fréttareglur Ríkisútvarpsins sem ég vitnaði til hér að ofan, lesendum til umhugsunar.
Birting upplýsinga í öðrum fjölmiðlum leysir frétta- og dagskrárgerðarmenn ekki undan kvöð um gagnrýnið mat á sömu upplýsingum.
[...]
Frétta- og dagskrárgerðarmönnum ber að vera á verði gagnvart hverskyns tilraunum heimildarmanna eða annarra til að hafa áhrif á vinnslu frétta og tengds efnis. Þá skulu þeir jafnframt vera á verði gagnvart hugsanlegum tengslum milli veittra upplýsinga og hagsmuna heimildarmanna.
Segir tímabært að treysta Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Segir þetta ekki mest um heimskuna á fréttastofunum?
Hvaða heilvita fréttamönnum dettur í hug að senda svona rusl frá sér dag eftir dag?
Sigurður (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.