Leita í fréttum mbl.is

Hvaða leikrit er í gangi varðandi þessar viðræður?

Var að lesa þessa ágætu greiningu á atburðum síðastu rúma viku varðandi viðræður Bjarna og Sigmundar og hvernig fjallað er um þetta í fjölmiðlum og þeim sé markvisst stýrt. 

Lesið endilega þessa grein hér eftir Ingimar Karl Helgasson  í heild með skjáskotum af helstu fréttum um þessar virðræður. En í lokin segir Ingimar 

Að mata fjölmiðla

Þessar fréttir af pönnukökum og vöfflum hafa verið mest áberandi af þeim fréttum sem sagðar hafa verið af viðræðum Sigmundar Davíðs og Bjarna. Það er ljóst að almenningur hefur áhuga á fréttum um stjórnarmyndun. Þeim er deilt á samfélagsmiðlum og þær renna upp listana yfir mest lesnu fréttir vefmiðlanna. Sérstaklega vinsælar eru fréttirnar um vöfflur og pönnukökur. Þessar frásagnir af mjög mikilvægum málum sem varða grundvallarhagsmuni almennings eru settar fram eins og fréttir af Eurovision sem hafa  þann tilgang helstan að vera skemmtilegar.

Það er eftirspurn eftir fréttum af þessu tagi. Fólk vill vita hvaða ríkisstjórn er í spilunum og er þyrst eftir nýjustu tíðindum. En ljóst má vera, af þeim dæmum sem hér hafa verið rakin, að keyrt hefur um þverbak. Það er óhætt að segja að fréttastofurnar hafi hreinlega „verið í ruglinu“ undanfarna rúma viku.

Það er ljóst hverjir „heimildarmennirnir“ eru fyrir fréttum af því sem átti sér stað í „sumarbústöðum“ sem í reynd eru hallir. Er tilgangurinn þá sá að „leka“ innihaldslausum fréttum sem gerir þá Sigmund og Bjarna ekki einungis mannlega, heldur líka þjóðlega? Þeim er stillt upp í vinnuskyrtum með mjólkurfernu á borði, innan um vöfflur og pönnukökur í fréttum sem fjalla um hvað þeir borða. Hvaða mat þeir fá. Síðan eru þeir líka „Wild boys“. Er svarið að þetta sé úthugsaður spuni?

Skiptir máli hvað þeir átu, eða var verið að mata einhvern annan?

En fréttastofur elta líka vinsældir. Það skiptir fjölmiðlana máli að fólk smelli á fréttir. Þá mælist lesturinn sem selur auglýsingarnar. Er þetta eingöngu spurning um það? Má þá spyrja hvort það skipti fjölmiðla engu máli hvað lagt er á borð fyrir lesendur, bara að það sé smellt?

Ef það er skýringin má aftur spyrja: Hvers vegna tekur Ríkisútvarpið þátt í leiknum?

Ég get ekkert fullyrt um svörin við þessum spurningum. Þau gætu líka verið önnur, eða einhver blanda, sem er allt eins líklegt.

Mig langar að lokum til þess að rifja upp tvennt sem nefnt hefur verið hér að ofan. Annars vegar að fjölmiðlar hafa óhikað vitnað hver í annan um þessar ekkifréttir, auk þess sem upplýst hefur verið um hvaða „heimildarmenn“ koma til greina, þar sem framsetning hefur verið með slíkum hætti.

Mig langar til þess að ljúka þessu langa skrifi með tveimur tilvitnunum í fréttareglur Ríkisútvarpsins sem ég vitnaði til hér að ofan, lesendum til umhugsunar.

Birting upplýsinga í öðrum fjölmiðlum leysir frétta- og dagskrárgerðarmenn ekki undan kvöð um gagnrýnið mat á sömu upplýsingum.

[...]

Frétta- og dagskrárgerðarmönnum ber að vera á verði gagnvart hverskyns tilraunum  heimildarmanna eða annarra til að hafa áhrif á vinnslu frétta og tengds efnis. Þá skulu þeir  jafnframt vera á verði gagnvart hugsanlegum tengslum milli veittra upplýsinga og  hagsmuna heimildarmanna.

 


mbl.is Segir tímabært að treysta Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segir þetta ekki mest um heimskuna á fréttastofunum?

Hvaða heilvita fréttamönnum dettur í hug að senda svona rusl frá sér dag eftir dag?

Sigurður (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband