Leita í fréttum mbl.is

Nýr íslenskur texti við lagið "Wild boys" eftir Evu Hauksdóttur.

Eva Hauksdóttir skrifar á bloggið sitt í dag skemmtilegan pistil. M.a. er hún búin að semja texta sem má syngja við lagið "Wild Boys" sem Simmi og Bjarni völdu sér hjá Sigga Hlö á Bylgunni um daginn.  Eins veltir hún fyrir sér nafni á Ríkisstjón þeirra:

Svo er bara að sjá hvaða heiti mun festast við þessa ríkisstjórn. Sætabrauðsstjórnin, Hveitibrauðsstjórnin, Sveitastjórnin, Krónustjórnin, Silfurskeiðastjórnin eða Villingastjórnin. Um það ríkir mun meiri óvissa en um það hvaða kosningaloforð verða svikin fyrst.

Texti Evu er svona:

Hveitibrauðsdagar

Bjarni býður Sigmundi
í bústað uppí sveit.
Á einnar viku ástarfund
og upplýsingaleit.
Grufla á daginn, grilla á kvöldin.
Í Krónunni þeir kaupa
kjöt og rjóma og vöfflumix
og pönnukökupúlver,
nú skal plana ótal trix.
Þeir eru að stofna
silfurskeiðabandalag.

Wild boys
súpa af silfurskeið.
Wild boys
lækka skatta um leið.
Wild boys
ætla auðvaldinu
ennþá stærri sneið.

Með gras í skónum ganga
um gróin heiðalönd
ósammála um áttirnar
þó alltaf hönd í hönd.
Svanhildur með svuntuna
og sætabrauðið bíður.
Og brátt skal drukkin skál
en hvað var rætt á röltinu
er ríkisleyndarmál.
Þeir eru að stofna
silfurskeiðabandalag.

Wild boys
virkja fossafjöld.
Wild boys
grilla sérhvert kvöld.
Wild boys
ætla auðkífingum
ennþá meiri völd.

 Fyrir þá sem þurfa að rifja upp lagið þá var það svona:

 


mbl.is Formenn funda áfram í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannast hlustendur við orðið "tapsár" ??

Og þó ... kanski finnst 12,9% þetta vera fyndið. Ég efa það, samt. Það er nefninlega eitthvað svo innilega fráhrindandi við þessa örvæntingarfullu beiskju sem streymir frá vinstrinu þessa dagana.

Birgir (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 19:12

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nú varla að maður nenni að setja staf við þetta. En svona í alvöru heldur þú að það að vera ekki yfir sig glaður að hér taki við hægri sinnuð stjórn og hugsun sé að vera tapsár?!? þá er bara ekki allt í lagi hjá þér. Bendi þér á að það er bara í kortunum að hér verða miklar breytingar. Hverning heldur þú að kosningaloforðin verði borguð.  Hvaðan eiga t.d. 18 milljarðarnir sem á að létta af útgerðinni að koma, um 20 til 40 milljarðar sem eiga að fara í skattalækkanir. Nærri eflaust frá almenningi miðað við að það á að lækka skatta á fyrirtæki og auðfólk. Og þetta verður að bæta ríkinu upp einhvern vegin.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.5.2013 kl. 20:03

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. og ef ég má ekki birta hér skemmtilegar greinar svona rétt til að vera ekki alltaf að messa hér sjálfur þá skallt þú bara lesa einhver önnur blogg því ég verð líklegur til a halda þessu áfram. Svo þoli ég ekki að vera settur í hóp með öllum sem kusu Samfylkingunna því þau eru örugglega ekki sammála mér eða skrfum mínum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.5.2013 kl. 20:05

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var að gera texta undir heitinu Loforðastjórnin á bloggsíðu minni.

Á sínum tíma tók ríkisstjórn, sem mynduð var haustið 1959 sér heitið Viðreisnarstjórninn.

Það reyndust ekki áhrínsorð, heldur var þetta einhver besta ríkisstjórn í sögu landsins.

Loforðastjórnin getur orðið það líka ef vel gengur og hún hefur metið stöðuna rétt.

Ómar Ragnarsson, 14.5.2013 kl. 01:59

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég ætla ekki að koma með háðsglósur um komandi stjórn, fyrr en ég upplifi svik. Að veita aðhald og óbilandi þrýsting, til að staðið verði við þessi réttlátu og nauðsynlegu loforð og áform, er verkefni okkar almennings.

Máttur heildarinnar nýtist með friðsamlegri réttlátri gagnrýni og aðhaldi. Að hrópa: svik, áður en svik hafa átt sér stað, er ekki réttlát aðhalds-aðferð. Fordómar skila ekki neinu góðu.

En almættið algóða hjálpi þeim sem svíkja almenning.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2013 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband