Leita í fréttum mbl.is

Svona ef að Framsóknarmenn kunna ekki að leita sér upplýsingar um stöðu Íslenska ríkisins

Þá eru hér ágætar leiðbeiningar sem Björn Valur hefur takið saman fyrir þá um hvar sé hægt að leita þeirra á netinu:

Fyrir áhugasama er hins vegar ógrynni af gögnum og efni um ríkisfjármálin að finna á veraldarvefnum. Hér eru nokkur dæmi:
Á vef fjármálaráðuneytisins má finna nokkur stutt myndbönd um ríkisfjármálin, nokkurs konar byrjendakennslu sem getur gagnast þeim sem vilja byrja að kynna sér þessi mál.
Á heimasíðu fjármálaráðuneytisins er sömuleiðis að finna ýmiss konar fróðleik um fjárlög 2013 sem ætti einnig að geta gagnast einhverjum.

Í frumvarpi til fjárlaga 2013 er ítarlega fjallað um stöðu ríkisfjármálanna. Þar kemur m.a. fram að „Vonir manna um skjótan bata í efnahagsmálum á alþjóðavísu hafa dvínað“ (bls. 9) og það muni óneitanlega hafa áhrif á efnahagsmál hér á landi. Á sömu síðu segir að „Á árunum eftir bankahrunið og fram til ársins 2010 naut ríkissjóður ekki lánstrausts á alþjóðlegum mörkuðum“ en nú sé staðan hins vegar betri vegna markvissrar vinnu við að skapa traust alþjóðasamfélagsins á Íslandi.
Á bls. 10 er m.a. farið yfir skuldastöðu ríkisins í máli og myndum. Þar kemur m.a. fram að „Áætlað er að skuldir hins opinbera að sveitarfélögum meðtöldum hafi numið 1.616 mia.kr. í lok árs 2011 eða sem nemur 99% af VLF.“

Á heimasíðu DataMarket er að finna aðgengilegar upplýsingar og greiningar á fjárlögum ársins sem fróðlegt er að skoða fyrir þá sem hafa áhuga og jafnvel atvinnu af að fjalla um þessi mál. Til gamans má geta þess að einn eigenda DataMarket er Frosti Sigurjónsson, þingmaður framsóknarflokksins og arkitektinn að efnahagstillögum flokksins. Hæg heimatökin hjá formanninum að nálgast þessar upplýsingar hjá félaga Frosta.

Landsbankinn fjallaði ítarlega um fjárlagafrumvarp 2013 um miðjan desember sl. Þar er m.a. getið um þann óumdeilda árangur sem hefur náðst í fjármálum ríkisins frá Hruni jafnframt því sem bent er á ýmsa veikleika og fyrirsjáanlega erfiðleika, m.a. vegna mikilla skulda, vaxtagreiðslna, Íbúðalánsjóðs o.m.fl.
Að lokum má svo rifja upp að undir lok árs 2011 var haldin stór alþjóðleg ráðstefna hér á landi um efnahagsmálin á Íslandi, Hrunið, úrvinnslu þess og horfur til framtíðar. Það gæti verið athyglisvert fyrir þá sem ekki hafa enn áttað sig á efnahagslegum erfiðleikum Íslands að eyða smá tíma í að rifja upp það sem fram kom á þessari ráðstefnu. Það má gera hér.
Það má því víða leita fanga fyrir þá sem vilja kynna sér stöðu efnahagsmála á Íslandi, að ekki sé nú talað um þá sem ættu að vita betur, eins og formaður framsóknarflokksins á að gera.


mbl.is Framsóknarmenn fara yfir málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver er að ljúga?

Hver er lögbundin skylda fjölmiðla í lýðræðisríki?

Að sinna bankræningja-glæpamafíu, og svíkja alla aðra þjóðfélagsþegna, á öllum stigum stjórnsýslunnar, á glæpsamlegan hátt?

Hvernig eru fjölmiðlalögin?

Hvað á að gera við opinbera fjölmiðla sem brjóta sínar lögboðnu upplýsingaskyldur, með ólöglegum pólitískum áróðri?

Það er verkefni okkar almennings að finna það út, og hafna lögbrotum hins opinbera svikakerfis. Þegar kerfið svíkur alla aðra en mafíuna, þá verður almenningur að vinna nauðsynlegu verkin.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2013 kl. 18:54

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Merkilegt nokk að þá hélt RÚV fram tölum um +3,7 milljarða pósitífan ríkisreikning (sama tala og Jóhanna hamraði á).

Raunstaðan er aftur á móti MÍNUS 58,5 milljarðar um áramót.

Það er hægt að sjá inni á hagstofa.is

Óskar Guðmundsson, 14.5.2013 kl. 19:10

3 Smámynd: rhansen

það verður þakkarvert að losna við Gömlu stjórnar laupana ,en skammirnar eftir þá halda áfam að verða til vandræða ...en það var fyrirfram vitað !!   En vinsta fólk ætti að fara ser hægt i orðaflaumi og bulli ..og ætla bera Björn Val fyrir sannleikanum  ...hjálpi mer !!

rhansen, 14.5.2013 kl. 21:09

4 identicon

Hvaða ólöglegur pólitískur áróður hefur RÚV verið að flytja?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband