Leita í fréttum mbl.is

Skattar ættu að verða þannig að þeir virkuðu jákvætt á aukna verðmætasköpun?

 

Um skatta sagði Sigmundur að þeir ættu að verða þannig að þeir virkuðu jákvætt á aukna verðmætasköpun! Hvað þýðir það?

Hér í gamladaga þ.e. fyrir svona um 20 árum hefði ég túlkað þessi orð þannig: Þá á að lækka skatta a fyrirtæki og fjárfesta. Um leið og þeim verður velt yfir á almenning.

Og svo væri gaman að vita hvaða verðmæti hann ætlar að auka svona í hvelli? Á að breyta fiski í gull? Eða á að rjúka í virkjanir Og hver á að nýta þá orku? Alvega er mér fyrirmunað að sjá öll þau gríðarlegu verðmæti sem hægt sé að skapa svona í hvelli. Nema þá að það eigi að auka hér veiði umfram ráðleggingar. Gefa einhverjum orkuna. Og þetta skilar okkur engu strax nema kannski bólu en ekkert til framtíðar.

Nú er það aðallega ríkissjóður sem er í slæmri stöðu og erlendar afborganir af lánum ríkisins, sveitafélaga, banka og fyrirtækja sem er erfið í fyrirsjáanlegri framtíð. Virkjanir kalla á mikil kaup erlendis frá og til þess þarf gjaldeyrir. Fiskur er veiddur hér ein mikið og kvötinn segir til um. VIð getum ekki fullunnið hann þar sem þá fær hann á sig toll í þeim löndum sem við seljum mest til. Þannig að ég sé ekki þó að það verði keypt ný skip fyrir jú gjaldeyrir til að veiða sama fiskinn hvernig það hjálpar okkur varðandi útflutingusverðmæti. Helst að það fækki þeim mönnum sem þarf til að veiða hann. 

Og segjum að vermætasköpun aukist með tímanum. Hvernig ætlar hann að brúa bilið varðandi ríkisbúskapin á meðan að skattar veða lækkaðir og þar til að aukin fjárfesting fer að skila hærri sköttum? Við vitum að fyrirtæki skila engum sköttum á meðan að fjárfestingar eru að borga sig  upp. Og nota uppsafnað tap jú eins og þau mögulega geta um árabil.  Á að taka lán fyrir sköttum sem vantar upp á meðan það stendur yfir.  Vona að þeir fái nú einhverja fjármála sérfræðinga til að fara yfir þetta aðra en vini sína og jafnaldar. Einhverja sem þekkja til ríkisreksturs. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú reyndar þanning að fyrirtæki borga ekki skatta, heldur gera viðskiptavinir þeirra (öðru nafni almenningur) það. Skattar eru eins og hver annar kostnaður sem fyrirtæki þarf að standa straum af og þegar þeir hækka, hækkar kostnaður framleiðslunnar sem í flestum tilfellum þýðir hærra verð á framleiðslunni til kaupenda.

Erlendur (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband