Leita í fréttum mbl.is

Væntingar fólks um kosningaloforðin og hvenær þau verða uppfyllt.

 

Hef svona sterklega á tilfinningunni að Bjarni og Sigmundur Davíð myndu óska sér að væntingar til stjórnar þeirra væru ekki alveg svona mikilar.

Þ.e. að fólk reiknar með þessum umbótum þeirra lækkun lána, skatta og aukinnni vinnu og launa strax. Enda hafa þeir ekki talað lítið um fráfarandi ríkisstjórn hafi tekið sér of langan tíma í að framkvæma. 

"Of lífið of seint" hefur maður nú heyrt þá segja frá 2010.

Þeir eru því búnir að boða í raun að þessar aðgerðir hljóta allar að verða komnar í framkvæmd á næsta fjárlagaári. Það bara hlýtur að vera. Ekki ætla þeir að fara að draga aðstoðina við heimilinn um lengri tíma sem þeir sögðu að þyrftu hjálp strax og helst í gær. Það er það sem fólk reiknar með.

Semsagt að stjórnarsáttmálinn hlýtur að ganga út á:

  • Lækkun lána heimila upp á að jafnaði um 20%
  • Hækkun persónuafsláttar um allt að 50 þúsund ef þeir ætla að taka upp eitt skattþrep aftur. Og tekjuskattur hlýtur þá að verða um 39%
  • Fjölgun starfa strax á næsta ári á heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum um allt land.
  • Afnám sérstaks veiðigjalds 
  • Lækkun á virðisauka eða einföldun á því kerfi.
  • Eins verðu slumma sem verður sett væntanlega í örva fjáfestingar.
  • Og fólk reiknar með góðri hækkun á kaupmætti og/launum í næstu samningum. 

Og þeir hljóta að gera sér grein fyrir að fylgst verður með því að álögur á almenning verði ekki hækkaðar því að þjóðinn á persónulegt loforð frá framsókn að skattgreiðendur þurfa ekkert að borga aukalega fyrir allt þetta.

Sé reyndar fram að ríkissjóður verður rekinn með halla þá næstu árin en þeir virðast ekki hafa áhyggjur af  því. Er svona að velta fyrir mér hvort að ríkissjóður verði þá rekinn á auknum skuldum sem verða settar á raðgreiðslur til næstu 10 ára. Og treyst á að aukin umsvif auki að lokum tekjur ríkisins. 

Finnst furðulegt annað en að aðrar þjóðir hljóti mjög að horfa til okkar næstu árin. Því ef þetta tekst hjá sovna skuldugri þjóð án þess að við förum gjörsamlega yfir brúnina þá eru þetta ný viðmið fyrir heiminn. Það þýðir ekkert fyrir menn að benda á að eitthvað af þessu hafi verið gert t.d. í USA því að þeir hafa jú alþjóðlega viðrukendan gjaldmiðil sem þeir geta prentað að vild og gengur um allann heim.


mbl.is Stjórnarsáttmáli er langt kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Matthíasson

Það er ekki hægt að vera meira sammála þér nafni,  því staðreyndirnar munu tala sínu máli.  EN!!  Ég sjálfur stórefast um að starfsvetfanngur okkar mun koma heill út eftir svona útreið háttsetra flokksgæðinga hægriflokkana.

En eins og staðan er,  þá verður maður að vona,  Framsókn var bara með besta tilboðið í seinustu kosninum,  svo má deila um innihaldið eftir nokkur ár.   Kv Magnús Matthíasson

Magnús Matthíasson, 17.5.2013 kl. 12:04

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jam maður bara skilur ekki að þetta sé hægt. M.a. að ná í eignir frá öðrum og ráðstafa fyrir ákveðna hópa. Skil alvega að menn geta ekki komist burtu með þessar krónur en skil ekki hvernig við gerðum skuldir okkar að peningum bara svona. Þ.e. ef ég skulda 400 milljónir og fæ skuldina lækkaða í 100 milljónir þá skulda ég áfram.  Þ.e. er í mínus.  Og þó að afboranir af þeirri skuld séu lægri þá eignast ég ekki 300 milljónir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.5.2013 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband