Leita í fréttum mbl.is

Maður veltir fyrir sér tilganginum!

Sko maður veltir fyrir sér eftirfarandi.

Ísland er 330 þúsund manna þjóð. Af hverju þarf að fjölga ráðherrum? Svona eins og þeir hafa starfað hér um áratugaskeið þá virðist þetta þannig uppbyggt að hver ráðherra ber ábyrgð á sínum málaflokk og hefur þar haft nokkuð sjálfstæði um hvaða mál hann leggur áherslur á og hvernig þau frumvörp til breytinga eru sem frá ráðuneytunum koma.  Svona í ljósi allra þeirra breyttu áherslna sem væntanleg ríkisstjórn boðar hefði maður haldið að best væri fyrir þá að hafa þetta minni og samheldari hóp. 

Rökin fyrir að skipa Velferðarráðuneyti upp vegna stærðar viðfangsefna er þó skiljanlegt að hluta þó að við vitum að í sjálfu sér eru það starfsmenn ráðuneytis sem vinna vinnuna það er ráðherra sem leggur línurnar og tekur stærstu ákvarðanir.  Og verra er að þessir málaflokkar eru svo nátengdir að það er vont að mörgulbiti að slíta þá í sundur. 

En ég get ekki skilið að dómsmálaráðuneyti þurfi að verða sérráðunneyti aftur. Bara næ því ekki. Það hlýtur bara að vera til að skapa stöðu fyrir ákveðin þingmann.  

Og svo ef menn ætla að fara  flutninga á málefnum milli ráðuneyta þá eru þeir örugglega að kalla yfir sig mánuði eða misseri þar sem að mikð óöryggi og tafir verða á málum á meðan að nýtt skipulag er að taka gildi og viðkomandi ráðuneyti eru að aðlaga sig nýjum hlutverkum.  

Því verður fróðlegt að heyra skýringar þeirra á þessu. 

Maður er nú engin sjálfspíningarmaður og vill að okkur farnist vel. En finnst allt um upphaf þessarar ríkisstjórnar minna mig á öllu fyrri ævintýri íslendinga. 

  • Allur þessi gróði sem við ætlum að hafa kröfuhöfum. Minnir mig á hlutabréfabóluna hér fyrir hrun. 
  • Finnst það sem stjórnarflokkarnir boða minna mig á Decode ævintýrið. Þar sem voru margar góðar hugmyndir sem búið er að framkvæma og almenningur leggja mikið fé í en fyrirtækið aldrei skilað hagnaðir og búið að tapa fé sínu nokkrum sinnum. Frábært starfsfólk og sklað flottum og gagnlegum uppgvötvanir en enginn kunni að láta þetta skila sér rekstralega.

En vonandi gengur þetta allt upp! Hef samt á tilfinningunni að atvinnurekendur og fjármálaöflin séu nú búin að ná stjórn á landinu. Það verði gert eitthvað í upphafi svona fyrir almenna kjósandann um leið og létt verður öllum þeim sköttum og kvöðum sem hægt er á fjármálamarkaði, fjárfesta og fyrirtæki. Og þeim síðan smátt og smátt velt yfir á fólkið. En það er þá okkar að fylgjast með því hvað þessir félagar eru að gera. Og gera fólki viðvart. Maður á eftir að skoða launaseðla fyrir og eftir skattabreytingar og sjá hverju það munar t.d. Maður á eftir að fylgist með að stjórnvöld fari ekki þegjandi og hljóðalaust með okkur í ógöngur. 

Því eins og ég sagði þá eru líta hugmyndir oft vel út á pappír en virka svo ekki í raunveruleikanum. 

T.d. hefur maður varla heyrt af því að erlendir kröfuhafar í nokkru landi hafi fjármagnaði skuldaniðurfellingar. Maður hefur heyrt af því að þeir hafa lækkað kröfur sínar í einstökum löndum en ekki fjármagnað lækkun skulda annarra einstaklinga eða fyrirtækja.  Ég skil að þeir séu tilbúnir til að slá af eign sinni til að komast út úr krónunni. Og um leið mund krafa á ríkið lækka en ekki að þar verði til peningar til frjálsra afnota fyrir skuldugt ríki.  En flott ef þetta tekst. Þeir eru búnir að lofa því. 

Eins fæ ég ekki skilið að öll þau útgjöld sem þeir félagar hafa boðað fyrir kosningar og lækkun skatta eigi að ganga í nánustu framtíð.  Sýnist að ef allt er tekð þá séum við að tala um tekjutap ríkisins vegna þessa upp á um 60 til 80 milljarða á ári.  Það er ljóst í mínum huga að það má ekki auka neyslu hér á landi að neinu ráði því þá eyðum við gjaldeyrir og af honum verðum við að eiga nóg næstu árin til að borga af lánum.  Og því skil ég ekki hvar þeir ætla að ná í alla þessa "breikkun skattstofna"? Þetta gæti verið raunhæft til lengdar en sé ekki að þetta sé annað í dag en boðun þess að skuldasöfnun ríkisins eigi að halda áfram. Og það þýðir að við erum að velta skuldum á börn og barnabörn okkar. 

Þetta allt verður gaman að sjá útskýringar á. Og þá vonandi frá mönnum sem vit hafa á þessu. Ekki drengjum sem koma úr auðugum fjölskyldum, eru sterkefnaðir sjálfir og hafa ekki þurft að lifa að ráði á tekjum sem almenningur hefur. 


mbl.is Ný stjórn tekur á sig mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert annað en feluleikur að vera með fáa ráðherra ,en síðan hver ráðheraa með einn til tvo aðstoðarráðherra jafnvel á hærri launum. Einnig fullt af aðstoðarmönnum með ígyldi ráðuneitisstjóra. Þetta stundar núverandi ríkisstjórn feluleikja og myrkraverka.

Jon Birgisson (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 09:16

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

þar sem þú ert sósíalisti Magnús Helgi þá skil ég mjög vel að þú teljir að setja völd á frárra hendur sé betra fyrir lýðræðið en það er nákvæmlega ekki svoleiðis - ef þú ætlar að vera með einhvern skæting - slepptu þá að svara þessari ath.semd.

Óðinn Þórisson, 18.5.2013 kl. 10:37

3 identicon

Fækkun ráðherraembætta á sínum tíma var aðför að þrískiptingu ríkisvaldsins, þeirri sömu þrískiptingu og er hornsteinn upphafs vestrænar lýðræðismenningar, grundvölluð í Frakklandi þar sem hún síðan er tryggföst, flutt yfir til Bandaríkjanna, þar sem hrófl við henni er kallað mannréttindabrot og fangelsisvist viðurlög við þeim ráðherrum sem ógna henni. Þrískipting ríkisvalds felur í sér að dómsvald, framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið séu að sem mestu leyti algjörlega aðskildir hættir, sem ekki megi hafa óhófleg áhrif hver á annan. Þannig verður mögulegt að draga ríkisstjórnir fyrir dóm, framkvæmdarvaldið getur verið hindrað frá valdnýðslu af löggjafarvaldinu og svo framvegis. Þetta er grundvallaratriði til að um lýðræði geti verið að ræða. Óhófleg valddreifing á of fáar hendur er einkenni einvelda og kóngavalds og slíks. Kóngurinn, eða annar einvaldur, fór með bæði löggjafar, dóms og framkvæmdavald. Þannig er það líka þar sem ríkir skuggalegt flokksræði eins og á tímum kommúnista, allt valdið safnast á einar hendur, löggjafarvaldið getur ráðskast með dómsvaldið og svo framvegis. Í Bandaríkjunum er talað um "system of checks and balances" (valdskerðingu hvers hluta ríkisvaldsins fyrir sig) sem grunnforsendu lýðræðis, en þannig hafa þeir þróað lýðræðishugmyndina eins og hún barst þeim frá Frakklandi. Öll þróuð lýðræðisríki hafa með sambærilegum hætti þróað þessa aðgreiningu, hvert á sinn hátt. Í nýjum lýðræðisríkjum eins og Íslandi hefur þessi aðgreining ekki verið fyllilega tryggð. Að taka burt sérstakt embætti dómsmálaráðherra er aðför að þessari þrískiptingu, fjöreggi lýðræðisins. Ný lýðræðisríki eru alltaf í hættu að verða undir ógn klækja - og bragðarefa sem aðhyllast fasískari stjórnmálaheimspeki, en fela hana ýmist undir hægri- eða vinstriham. Einn slíkur stjórnmálamaður var Jóhanna Sigurðardóttir sem margoft ógnaði dómsvaldinu og hóf aðför að þrískiptingu ríkisvaldsins og sópaði valdinu á óhóflega fáar hendur. Hún sóttist einnig að því að setja sérstakar ómannúðlegar reglur um dómstóla og dómsvöld og á allan hátt gera vald dómsstóla sem minnst. Það er eðlilegt þeim sem fer á móti lögum og reglum að hugsa svo og sameiginlegt öllum glæpamönnum sem dæmi. Íslandi hefur of lengi verið stjórnað af eins konar glæpamönnum, oftast hægrimönnum sem aðhyllast glæpastarfsemi, en einnig meintum "vinstrimönnum". Það er vegna glæpa þeirra sem þeim hugnast að fremja og ólöglegra lagaklækja sem þeir vilja hafa í frammi sem þeir reyna að takmarka vald dómstóla sem mest og frelsi dómara um leið. Og það er skammarlegt og aðför að þjóðinni, lýðræðinu og frelsi mannkynsins. Ég bjóst við öllu hinu versta en fagna því skrefi ríkisstjórnarinnar nýju að skipa á ný sérstakan dómsmálaráðherra, til að undirstrika að dómsstólar séu sérstakt fyrirbæri, aðgreindir frá öllu öðru, sem skuli hafa völd til að setja löggjafarvaldinu og framkvæmdarvaldinu skorður, þurfi þess við, svo einstaklingar geti óhræddir sótt rétt sinn gegn ríkinu ef svo ber undir. Slíkt jafnvægi er hjarta lýðræðisins. Að enginn einn sópi að sér of miklum völdum. Að spyrða saman dómsmálaráðuneytið og hið mun veigaminna og ómikilvægara samgöngumálaráðuneyti var liður Jóhönnu sem lengi hefur verið óvinur samviskufrelsis dómara og dómsvalds, og viljað koma yfir þá böndum á einhvern hátt, í að gera lítið úr þessu embætti. Jafn fráleitt hefði verið að sameina embætti forsætisráðherra og embætti yfirmanns skúringarmála alþingis! Fráleitt og fyrirlitlegt! Í heilbrigðu eðlilegu lýðræðisríki er embætti dómsmálaráðherra nánast jafn viðamikið og mikilvægt og forsætisráðherrans. Alvöru lýðræðisríki eins og Frakkland og Bandaríkin leggja mikið upp úr að svo sé. Því gat Nixon verið sóttur til saka á sínum tíma og eins Clinton, þó það hafi farið betur. En eðlilegt er að telja að Jóhanna hafi líklega verið að reyna með því að gera lítið úr  þessu embætti og dómstólum yfirhöfuð og valdi þeirra, að koma upp þannig umhverfi hér að hún og hennar valdsvið væri hafið yfir lög og reglu, frjálsara til að gera hvað sem þeim sýndist og valtra yfir allt og alla en miðaldapáfar eða keisarar fornaldar. Svívirða og glæpur gegn lýðræðinu! Gott að vita hér sé aftur að komast á lög og regla. Justitita er blind! Allir jafnir fyrir lögum! Hún sér ekki flokkshollustu manna, embætti þeirra eða þjóðfélagsstöðu. Hún getur dæmt skúringarmanninum sigur gegn forsætisráðherranum í krafti blindu sinnar. Á hana er ekki hægt að bera fé. Hún sér ekki auðinn. Hún heyrir ekki skjall. Hún er blind og sanngjörn. Hana reyndi Jóhanna að drepa! Svei þér fyrir það, Jóhanna! Svei og skömm! Gott að vera laus við óvin réttlætisins.

Þorgeir (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 11:16

4 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Þótt Íslendingar séu lítil þjóð, þá eru 12-13 ráðuneyti ekki of mikið. Í Danmörku t.d. er enginn málaflokkur svo lítill að ekki sé ráðuneyti fyrir því. T.d. er bæði sjálfstætt matvælaráðuneyti og sjálfstætt fjölskylduráðuneyti.

Eins og bent hefur verið á, þá fól fækkun ráðuneyta hér á landi enga hagræðingu í sér, því að það "gleymdist" að segja upp þeim tugum embættismanna, sem urðu verkefnalausir. Heilbrigðiskerfið var fjársvelt með tilheyrandi lokunum deilda og uppsögnum nauðsynlegra starfsmanna, en svo lifðu ónýtir embættismenn áfram í ráðuneytunum með atvinnu- og launaöryggi. Dæmigerð Samspilling.

Austmann,félagasamtök, 18.5.2013 kl. 12:22

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi fjölgun ráðherra er eingöngu til að getað raðað fleiri sjallabjálfum á jötuna.

Skiptingin verður sennilega 4 framsókn og 6 sjallabjálfar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2013 kl. 16:28

6 identicon

Það getur nú varla verið verra en að hafa flugfreyjusamfylkingarbjálfa sem Forsætisráðherra og Jarðfræðing sem fjármálaráðherra svo ég svari nú bara í sama dúr og bjálfinn hann Ómar!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 17:55

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Verra? Það er dýrara!

Því fleiri sjallabjálfar á þjóðarkjötketilsgarðanum hámandi í sig feitu bitana - því dýrara fyrir almenning.

Þeir eru þurftarfrekir þeir sjallabjálfarog éta alveg óskaplega. Og ekki eru framsóknarmenn betri að því leiti sem dæmin sanna.

Það er veruleg hætta á að Framsjallar verði búnir að éta almenning út á gaddinn eftir nokkur misseri. Veruleg hætta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2013 kl. 18:06

8 identicon

Reyndu að læra að lesa Ómar Bjarki og lestu svo eitthvað af viti. Þá skilurðu kannski hvaða RISASTÓRU hagsmunum hann Sigmundur er að þjóna með að koma á sérstöku embætti dómsmálaráðherra á ný, hagsmunum sem ná langt út fyrir flokkinn hans, þessa þjóð eða hann sjálfan. Við erum að tala um hagsmuni menningar heimsins, hagsmuni lýðræðishefðar vesturlanda, hagsmuni almennings um allan heim. Aðeins þegar þrískipt ríkisvald, kirfilega aðgreint, hefur verið tryggt og það sem Bandaríkjamenn kalla "system of checks and balances" verið útfært á þann veg að aldrei meir geti völd sópast á of fáar hendur og aldrei geti einn maður farið með of mikið vald á of mörgum sviðum, aðeins þá getur menningarstig mannkynsins og siðferðisþroski þróast með þeim hætti að ófriðaröldur lægi, ógnir eigingirninnar þverri og mannkynið eigi sér von um líf næstkomandi aldir, en ekki eyðingu í glórulausu kjarnorkustríði egóflippara sem vilja sópa að sér völdu og meina aðgreiningu valdsins. Sigmundur er að berjast fyrir fjöreggi lýðræðsisins, aðgreindu ríkisvaldi, fjöreggi sem Jóhanna sem virðir ekki lög og reglu, dómstóla né réttlæti, reyndi að mölva og í svaðið traðka og koma hér á fasisma. Hún vissi ekki betur, velmeinandi en illagefin, illaupplýst og fáfróð. Sorglegt þegar menn takast á við embætti sem þeir hafa ekki þekkingu til að gegna. Ef þú ætlar að fara um hættulegt svæði þá verður það engu betra þó Móðir Teresa leiði þig um slóðir og hættuleg gljúfur. Velmeinandi vanviti getur ekkert gott gert á hættutímum. Innfæddur frumstæðingur sem þekkir staðarháttu, þó illameinandi væri og illmenni, myndi gera þér meira gagn sem leiðsögumaður. Sigmundur á eftir að sanna hvaða hjartalag hann hefur að greyma og hversu trúr hann þorir að vera samvisku sinni og hversu langt hann þorir að seilast eftir háleitun óeigingjörnum þrám, en þekkinguna hefur hann, þó enn í molum. Hróflaðu aldrei við því sem ekki má hrófla við Sigmundur. Hugsaðu í öllum málum hvað myndi Jóhanna gera? Og gerðu eitthvað gáfulegra. Hugsaðu svo "Hvað myndi Össur nú gera?" og gerðu akkurat öfugt! Þá verður landið á góðri leið og góðir tímar framundan og Ísland skráð í lífsins bók á tímum þegar margar þjóðir marka sín eigin endalok með gjörðum sínum og fá ekki að tilheyra framtíðinni...og er það vel!

Nature (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 18:16

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Haa? Það er sem eg segi, að þó margir sem hafi fallið fyrir lýðskrumi SigmundarDavíðs og þeirra Framsjalla, myndu hvort sem er alltaf kjósa Framsókn sama hvað - þá eru líka menn og konur sem eins og virðast hafa tekið trú á Sigmund Davíð. Séu með lítið skurðgoð af honum í myrkrakompu og tilbiðji hann þar.

Þetta er bara óhugnalegt. Það er eitthvað óhugnalegt trúarofstæki við marga fylgjendur Sigmundar Davíðs og þeirra framsjalla.

Það er auðvitað margt sem spilar inní. Td. má nefna hinn ljóta leik Sigmundar að ýta undir og spila á al-óraunhæfar hugmyndir sem hafa verið í gangi hérna undanfarin misseri. Það er virkilega ljótur leikur sem þeir framsóknarmenn hafa staðið fyrir.

En þar er að vísu ekki sög framsóknarmanna einna um að ræða. Sum svokölluð ,,ný framboð" léku líka þennan leik. Bjóða eitthvað al-óraunhæft og svo fráleitt á allan hátt - að maður táraðist bara yfir því að lesa lýðskrum þeirra Sigmundar og hvernig þeir fóru allta beint í manninn en eigi málefnin. Táraðist bara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2013 kl. 18:41

10 identicon

Þú ættir nú að hugleiða málefnin en eigi mennina, Ómar. Trúarofstæki? Skurðgoð? Er ekki nógu ómálefnanlegt að hálf þjóðin hafi kallað Samfylkinguna trúfélag, og stórhluti hennar trúað að hún væri trúfélag! Það er grafalvarlegt mál að spyrða saman ráðuneyti dóms- og samgöngumálaráðherra. Dómsmálaráðherra er yfirmaður dómsvalds, sem er eitt af þremur mikilvægustu hlutum ríkisvaldsins, og á að vera aðskilið og sjálfstætt. Háttvirtur dómsmálaráðherra á ekki að þurfa að skipta sér af vegaframkvæmdum í 105 og öðrum smámálum. Dómsvaldið er ekki síður mikilvægt en vald framkvæmda og löggjafarvalds í gamalgrónum lýðræðisríkjunum og það var krafan um aðskilið dómsvald sem gerði lýðræðið og þróun þess mögulega, annars væru hér "heldri menn" enn valltrandi yfir allt og alla í krafti auðs og ætternis. Aðeins með aðgreiningu dómsvalds frá öðru valdi var hægt að stoppa þá. En Jóhanna gerði lítið úr þessu háa embætti með að gera það sem aukabúgrein samgöngumála. Jafn fráleitt og ef hún sjálf hefði um leið þurft að sinna ráðherraembætti samstarfsráðherraembætti Norðurlanda. Fávitaskapur og ekkert annað. Og vanvirðing við dómsvaldið og mikilvægi laga og réttar! Dómsvaldið á að vera það sjálfstætt að sjálfum forsætisráðherra stafi af því mátuleg ógn og því veiti sjálfstæði þess honum aðhald sem öðrum. Jóhanna reyndi að koma í veg fyrir þetta með að færa óhóflegar byrgðar á dómsmálaráðherra með að klyfja hann með samgönguþrasi og gera hann óstarfhæfan og það var ekki í fyrsta skipti sem hún fór upp á móti sjálfstæði dómstólanna og samvisku frelsi þeirra. Svoleiðis gerir ekki manneskja sem er vel að sér um eigin menningu og skilur tilurð og tilgang lýðræðis, sögu þess, þróun og forsendur. Það er ekki gott að hafa illa menntaða manneskju í þessu embætti. Jóhanna var ekki bara illa skóluð, sem er ekki endilega hræðilegt, heldur mjög illa lesin og sneydd forvitni og sjálfstæðri hugsun sem eru grunnforsendur þess að geta orðið menntaður einstaklingur fær um að takast á við erfið störf af þessu tagi. Að vera velmeinandi ágætismanneskja dugar ekki til. Alvarlega greindar- og sjónskertur maður með gullhjarta er samt óhæfur flugstjóri eða skurðlæknir. Illa menntaður maður á aldrei að gegna þessu embætti.

Eyvindur (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 00:00

11 identicon

Er ekki hægt að útiloka bjánaskrif eins og þessi Ómar stundar. þetta er slík fáviska að líklegast er þetta Gnarr kjósandi. Ár samvinnu og málefnalegrar umræðu eru nú að hefjast eftir úthreinsun á Alþingi. Best að svara þessum fíflaskrifum engu ef ekki má hreinlega sturta þessu án birtingar.

Jón Birgis (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 07:26

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eyvindur, ég held þú sért að misskilja hugtakið þrískiptingu valdsins. Það felst í

  1. dómsvaldi (dómstólum)
  2. löggjafarvaldi (Alþingi)
  3. og framkvæmdavaldi (foreta, ráðherrum, sýslumönnum, lögreglu o.þ.h.)

Þrískipting valds hefur ekkert að gera með það hvort eitt eða fleiri ráðuneyti eru á hendi hvers ráðherra. Það hefur augljóslega aðeins að gera með samþjöppun innan framkvæmdavaldsins.

Vandamálið hefur verið að ráðherrar eru jafnframt alþingismenn og af þeim sökum er þrískipting valdsins ekki eins ótvíræð og hún þarf að vera.

Theódór Norðkvist, 19.5.2013 kl. 15:03

13 identicon

Ómar Bjarki er kjósandi Samfylkingarinnar.

 Ráðherraembætti dómsmálaráðherra og dómstólanna er tengt. Eitt af hlutverkum hans er að tryggja hlutleysi og sjálfstæði dómstóla og að önnur embætti setji því ekki stólinn fyrir dyrnar. Allt hans starf á að hafa þetta til hliðsjónar ásamt öðru. Þetta er ekki embætti sem hæfir að sinni um leið því allra ómikilvægasta af ráðherraembættum, sem eru samgöngurnar. Það er bara að kasta skít í lögin að púsla þetta saman. Eins og að lögreglustjóri ætti líka að sjá um klósettþrif.

Pétur (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 21:39

14 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Hvað sem varðar þrískipting valds, þá er ekki sama hver er dómsmálaráðherra. Það hefur verið stórhættulegt fyrir þjóðina að hafa ólýðræðislegan og valdasjúkan stalínista eins og Ögmund sem dómsmálaráðherra, mann sem á frekar heima meðal elítunnar í Norður-Kóreu en hér á íslandi.

Austmann,félagasamtök, 20.5.2013 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband