Leita í fréttum mbl.is

Framkvæmdastjórn ESB tekur ekki undir orð forsetans: Íslandi standa allar dyr opnar

Hvernig væri að Bjarni Ben, Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð mundu biðjast afsökunar að hafa reynt að ljúga að þjóðinni í fréttum í kvöld og á Alþingi í gær.

Auðvita vita ESB menn að viðræðurnar eru á leið í frost eða slit en það er óþarfi fyrir þessa æðstu menn Íslands að ljúga að okkur að það sé ESB að kenna. Segja bara eins og er -  Simmi, Bjarni og Ólafur vilja ekki í ESB og eiga þá bara að taka ábyrgðina á því en ekki kenna öðurm um. 

„Sú ákvörðun að hefja aðildarviðræður við Ísland var einróma samþykkt af öllum aðildarríkjum sambandsins. Sú ákvörðun er enn í gildi,“ segir Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu forseta Íslands að innan ESB sé ekki lengur áhugi á að ljúka aðildarviðræðunum.

[...]

 

Stano segir við Eyjuna að Evrópusambandið sé tilbúið til áframhaldandi viðræðna við Ísland, þrátt fyrir ummæli forsetans í gær.

"Við berum fulla virðingu fyrir afstöðu ríkisstjórnarinnar og vilja íslensku þjóðarinnar, en framkvæmdastjórnin er þess fullviss að ESB verði tilbúið með afstöðu í samningaviðræðunum sem tekur mið af sérstöðu Íslands um leið og staðið verður vörð um regluverk sambandins og gerir íslensku þjóðinni kleift að taka upplýsta ákvörðun, þegar þar að kemur. Skuldbinding Evrópusambandins þess efnis, sé það vilji íslensku ríkisstjórnarinnar, er óbreytt." eyjan.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Eisernes Holz" : wooden iron: klassísk skilgreining á incompatibilities eða ósamrýmanlegum mótsögnum.

Nákvæmlega það sama á við um þessi skraut+skrökyrði talsmanns ESB:

"... afstöðu í samningaviðræðunum sem tekur mið af (1) sérstöðu Íslands um leið og (2) staðið verður vörð [= staðinn verði vörður] um regluverk sambandsins ..."

Þetta er EKKI MÖGULEGT nema það "að taka mið af sérstöðu Íslands" merki bara pínulítið mið í einhverju óverulegu eða bara til takmarkaðs tíma. Það, sem þarna er grunnatriði, er regluverk sambandsins, og það mun standa óskert, enginn afsláttur. Það er það, sem stendur þarna!

En svo er bætt við sjálfsþægu skrautblaðri þeirra sem geyma sitt milljónahundraða eða milljarða-áróðursfé í handraðanum: "og gerir íslensku þjóðinni kleift að taka upplýsta ákvörðun, þegar þar að kemur."

Og Maggi Helgi rekur upp sitt ESB-trúa spangól einu sinni enn.

Jón Valur Jensson, 8.6.2013 kl. 02:59

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ein ágæt kona orðaði ESB-inngöngu Íslands eitthvað á þá leið, að það væri eins og að leigja sér herbergi í brennandi húsi, að ganga í ESB.

Skynsöm kona, blessunin hún Þóra Arnórsdóttir. Ég hef alltaf haft mikla trú á þeirri persónu.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.6.2013 kl. 10:03

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, gott þetta hjá Þóru! Þarna sýnir hún þó, að hún er dóttir hans pabba síns.

Jón Valur Jensson, 8.6.2013 kl. 13:23

4 identicon

Við hverju bjóstu Magnús? Að maðurinn hefði kost á að segja: "Við erum að aðlaga Íslendinga en við viljum hins vegar ekki fá þá inn í sambandið!" Og í framhaldinu yrði hann spurður: "Af hverju er ESB þá að aðlaga þá?"

Það er hreint ekki svo ólíkegt að ÓRG hafi rétt fyrir sér í þessu, að það hafi runnið upp fyrir toppnum í ESB að samfylkingin hafi blekkt framkvæmdastjórnina með því að halda því fram að áhugi á inngöngu í sambandið væri mikill á Íslandi. Þegar hið sanna kemur svo í ljós þá óski framkvæmdastjórnin í raun ekki eftir frekari fordæmum þess að hægt sé að hafna sambandinu í lýðræðislegum kosningum.

Hvað eittvert möppudýr í Brussel velur að segja um þetta í viðtali við fjölmiðil ofan úr norðuríshafi þarf ekkert að hafa með sannleikann að gera. 

Seiken (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband