Laugardagur, 8. júní 2013
Icesave ekki næstum lokið
Athyglisverður pistill Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann m.a.
Fyrst er að líta til þess að í kröfuhafahópi gamla bankans sitja á fleti fyrir ríkisstjórnir Bretlands og Hollands vegna Icesave-skuldarinnar. Með öðrum orðum: Það mál er afturgengið. Steingrímur J. Sigfússon staðhæfði á Sprengisandi í byrjun vikunnar að Icesave-málið væri nú að leysast af sjálfu sér. Ósk Landsbankans um samninga sýnir að það er rangt. Nú þarf enn einu sinni að semja fyrir hönd skattgreiðenda við ríkisstjórnir þessara landa.
Í þessu sambandi er líka eðlilegt að spurt sé: Lofuðu ekki forseti Íslands og núverandi forsætisráðherra að Icesave væri úr sögunni með þjóðaratkvæðinu? Lofuðu þeir ekki aftur að það væri úr sögunni með EFTA-dómnum? Svarið er: Jú, þeir gerðu það; en sögðu ósatt.
Og síðar:
Eins og sakir standa er líklegt að ekki reyni á hótunina. En það breytir ekki hinu að hótun ber að setja fram í styrkleika en ekki veikleika. Viðsemjendunum þarf með öðrum orðum að vera ljóst að Íslendingar séu fúsir og sáttir að búa við þær aðstæður sem framkvæmd hennar myndi kalla yfir þá.
Þegar að er gáð er ekki víst að svo sé. Varanleg viðskiptahöft munu koma með meiri þunga niður á Íslendingum sjálfum en kröfuhöfunum. Hvert ár í höftum er dýrt fyrir þjóðarbúskapinn. Þetta vita kröfuhafarnir og ríkisstjórnir Bretlands og Hollands. Samt sem áður má ætla að þeir sem hlut eiga að máli líti svo á að allir hafi hag af lausn málsins.
Ef gjaldeyrishöftin eru varanlegur veruleiki á að viðurkenna þann veikleika en ekki halda hinu fram að þau séu hástig fullveldisréttarins í átökum við illa innrætta útlendinga. Fyrstu stóru utanríkispólitísku mistök Íslands voru að hóta Bandaríkjunum með uppsögn varnarsamningsins. Þeir fóru og við stóðum ekki við hótunina, enda hefði það verið andstætt þjóðarhagsmunum.
Þriðja pólitíska hliðin sem vert er að líta á í þessu samhengi er að samningar við kröfuhafa duga ekki til að afnema höftin. Þar þarf miklu meira til. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að neita að horfa á og ræða aðra kosti í gjaldmiðilsmálum en krónuna þrengir stöðu Íslands og gerir landið þar af leiðandi of háð velvild kröfuhafanna. Við svo búið er hæpið að staðhæfa að fullveldisréttinum sé beitt til hins ýtrasta til að verja íslenska almannahagsmuni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Icesave er úr sögunni. Svavars-icesave-þjóðsvikasamningurinn og sá
síðari hefði gert þjóina gjaldþrota í dag. Þessi Landsbankaskuld sem þú
vísar til Magnús minn voru enn ein pólitísk afgjöp Steingríms og Jóhönnu.
Hefðum ALDREI þurft að yfirtaka þennan LBI-vixill ef þau skötuhjú hefðu
haft bein í nefinu til að verja íslenska hagsmuni. Þess vegna á að m.k að
leiða þau tvö fyrir dómsstóla fyrir þjóðarsvik. Og þótt fyrr hefði verið!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.6.2013 kl. 16:03
Ég tek undir þetta með Guðmundi Jónasi. Þið tapsáru Icesave-greiðslusinnarnir ættuð ekki að voga ykkur að reyna að gera ykkar hlut skömmustulausari með því að tala um þetta skammarlega skuldabréf Steingríms og Jóhönnu, þvílíkir ratar sem þau voru á valdastóli og svikarar við málstað þjóðarinnar í Icesave-málinu þar að auki. Og Þorstein Pálsson á að taka af launaskrá ríkisins tafarlaust sem "samninga"-mann Íslands um Össurarumsóknina, sem gerð var í umboðsleysi og með ólögmætum hætti og gegn vilja þjóðarinnar og á heima í ruslakörfu Alþingis. Hafró-meðvirki kvótakerfissmiðurinn, Icesave-áróðurspredikarinn og ESB-sinninn Þorsteinn ætti bara að flytja sig yfir í Evrópusambandið, t.d. í klettahelli á Spánarströnd eins og Jón Baldvin.
Jón Valur Jensson, 8.6.2013 kl. 16:54
Það er alveg ótrúlegt, og orð fá því varla lýst, hve óskaplegum skaða þjóðrembingar og forseta-framsjallaflónin hafa skaðað þetta land og lýðinn er það byggir og valdið landinu álitshnekki í hvívetna.
Og svo er núna upplýst og staðfest að þeir sögðu þjóðinni ósatt (þ.e. lugu, skrökvuðu)
Maður spyr sig um innræti slíkra einstaklinga. Vega að landi sínu á svo illgirnislegan hátt og skaða og meiða - og ljúga svo eins og drekka vatn ofan í kaupið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.6.2013 kl. 17:02
Mikið langar þessa menn eins og Magnús að klekkja á saklausum löndum sínum. Þvílíkur óþverra hugsanagangur. Er Þorsteinn Pálsson enn á launaskrá,? því verður að breyta tafarlaust,fleiri slíka ná svipta launum,með því væri hægt að rétta hlut þeirra sem urðu illa fyrir barðinu á útrásar-banka genginu.
Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2013 kl. 17:10
Það verður sennilega einhver bið á því að þú skiljir muninn á einhverju fyrirtæki úti í bæ, og svo ríkissjóði.
Skuldavanda Landsbankans má leysa á dagsparti með því einu ða setja hann í þrot.
Málið dautt.
En landsmönnum tókst sem betur fer að koma í veg fyrir ríkisábyrgð á draslinu, jafnvel þótt Steingrímur hafi þarna reynt að svindla sér fram hjá vilja þjóðarinnar.
En slagnum að fá ríkisábyrgð á Icesave, honum er lokið.
Það er alveg á hreinu.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 17:16
Ef ég þarf að velja milli hafta, eða taka þúsund miljarða króna lán í erlendri mynt til að tryggja hagsmuni erlendra kröfuhafa, þá er það auðvelt val.
Við setjum þá bara lög um að þrotabúin skulu gerð upp í íslenskum krónum, og þeir fá þá ekki neitt.
Mun skárri lausn en lausn vinstri manna að taka bara góða myntkörfu og borga seinna.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 17:20
Icesave er ekki lokið. Og það vita flestir. Líka þeir sem hertaka ríkisstjórnir þjóða í gegnum banka/lífeyrissjóði.
Verk síðustu ríkisstjórna í Evrópu eru skólabókardæmi um slíkar nútíma-hertökur valda-aflanna. Siðblindu topparnir í PÍRAMÍDANUM eru með eldgamalt plan, sem þeir vinna ennþá eftir.
En greiðsluvilji/greiðslugeta blekktra/rændra verkamanna/kvenna/gamalmenna/öryrkja, úr öllum stéttum í Evrópu og víðar, er að ljúka.
Þrælaskatts-greiðslum til ólöglegra banka/lífeyrissjóðs/húsnæðismálastofnana, (og hvað þetta heitir nú allt, sem er á ólöglegu kennitöluflakks-pappírunum), er brátt lokið.
Þrælahald bankaglæpona er ekki í boði lengur. Hvorki hér á landi né í öðrum EES-ESB-löndum. Það er hreinlega ekki lengur innistæða fyrir slíku Þrælahaldi, á nokkurn hátt.
Réttlát sókn er eina vörnin sem virkar, gegn siðlausu bankasýslu-stjórnuninni, sem stundar það að blekkja og misnota heiðarlegt velviljað vinnufólk.
Það þarf heiðarlega náungakærleiks-hugsjón og kjark í varnarbaráttuna, og ekki síst SAMSTÖÐU. Þeir sem hafa upplifað stríð, og að vera neyddir í stríð og hörmungar af ýmsum toga, vita og skilja þetta betur en þeir sem ekki hafa þá bitru og erfiðu reynslu.
Og það er eðlilegt.
Við þurfum öll að læra að fyrirgefa, og bera klæði á vopnin.
Friður verður aldrei metinn til fjár, því hann er ómetanlega dýrmætur.
Ófriður er einungis þeim "kostum" gæddur að sundra, múta, hóta, kúga, svíkja, pynta og drepa.
Hvernig höldum við dýrmæta friðinn?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.6.2013 kl. 17:51
Það hittir fyrir Framskóknarmenn að leysa þetta mál núna..eiginlega grátlega fyndið.
Jón Ingi Cæsarsson, 8.6.2013 kl. 18:11
Það er gott að þetta gleður þig Jón Ingi.
Hins vegar er málið grafalvarlegt vegna þess að þessi skuldabréfaflétta, sem virðist hafa verið sett á svið til þess að koma gjaldeyri framhjá höftunum til Breta og Hollendinga, kostar þjóðarbúið ca. 100 milljarða af gjaldeyri umfram það sem réttur þrotabús gamla Landsbankans kveður á um. Þetta er auðvitað hin raunverulegi kostnaður við ESB umsóknina.
Það sem er hins vegar verst í þessu er trúlega það að þetta getur sett landið endanlega á hausinn, en ef rétt hefði verið gengið frá málum af hálfu stjórnvalda þá hefði engin áhætta fylgt uppgjöri gamla bankans eftir sigur í Icesave dómsmáli.
Það er þó von í þessu öllu saman og hún felst í því að gera upp þrotabú Landsbankans í krónum og þvinga búið þar með til þess að greiða raunverð fyrir gjaldeyrinn í stað þess að afhenda hann, umfram skyldur, á seðlabankagengi.
Ég er hins vegar tæplega sá eini sem hefur áhyggjur af því hvaða samninga aðra norræna velferðarstjórnin gerði við þessa kröfuhafa og ekki hafa verið birtir ennþá. Í því samhengi er bráðnauðsynlegt að fá gerðar opinberar fundargerðirnar af fundunum sem stjórnvöld áttu með Hollendingum, Bretum og Deutsche Bank á tímabilinu febrúar til júní 2009.
Seiken (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 19:37
Eg vil benda á að skynsamlegt er að taka allt með miklum fyrirvara er forsetaframsjallaflón segja hér. Umtalsverðar líkur á að þeir séu að segja ósatt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.6.2013 kl. 19:56
Ómar Bjarki, þú ættir að hafa vit á að hafa þig hægan og gera þig ekki frekar að athlægi. Endlaust mæltirðu með öllum Icesave-svikasamningum Steingríms og Jóhönnu. Jafnvel léttasta gerðin, Buchheit-samningurinn, væri nú búinn að kosta okkur 65 milljarða króna bara í vexti, m.v. aprílbyrjun þessa árs, og allt í evrum og pundum, sem við eigum ekki til, og svo myndi meira bætast við, sjá HÉR!.
Jón Valur Jensson, 8.6.2013 kl. 20:17
Ég er reyndar á því eftir að hafa skoðað málið vel að farsælast hefði verið að borga Icesave. Þetta segi ég vegna þess að orðspor landsins hefur hefur orðið fyrir alvarlegum skemmdum.
Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 20:26
Helgi Bjarna.
EFTA dómstóllinn hafnaði öllum kröfum breta, hollendinga og ESB í þessu máli.
Það sparaði okkur vissulega miklar fjárhæðir, en mikilvægasta niðurstaðan er auðvitað að það var staðfest fyrir dómi að krafan var tilhæfulaus og ólögvarin.
Þeir sem hafa alvöru áhuga á að verja orðspor Íslands hljóta þá virkilega að fagna því að við vorum hreinsuð að þessum kröfum fyrir dómi.
Hefðum við borgað hefðum við aldrei fengið dóm frá EFTA sem hreinsaði orðspor okkar af ásökunum sem voru svo alvarlegar að bretar beittu hryðjuverkalögum gegn okkur.
Að þú skulir ekki sjá mikilvægi þessa dóms fyrir orðspor okkar er miður.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 20:46
Þetta skuldabréf var greiðsla fyrir eignir sem fóru í nýja Landsbankann. Hefði verið rétt að stela þessum eignum? Á hvaða siðferðisstig er þjóðin kominn?
Aftur á móti skil ég ekki röksemdir Þorsteins Pálssonar um að við séum að greiða Icesave. Greiðslurnar vegna Icesave dragast auðvitað frá eignum kröfuhafanna og eru því ekki baggi á þjóðinni. Vandinn stafar af því að það vantar gjaldeyri.
Sveinn R. Pálsson, 8.6.2013 kl. 21:14
Þetta er bara alls ekki rétt hjá þér Sigurpður. Við erum hvort sem er að borga þetta með eignum Landsbankans nú. Í stað þess að borga bara strax það sama og við erum að borga núna þá vorum við alveg þversum og ulluðum á erlenda innistæðueigendur. Við þurftum að borga þeim hvernig sem á er litið svo af hverju kláruðum við ekki bara dæmið strax og héldum andlitinu?
Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 21:35
Því miður skilja ekki margir, að Ísland var í þeirri sérstöku stöðu, að geta mótmæltIcesave-bankaglæpa-ferli, (sem var í boði stórgallaðs og götótts EES-regluverks), með þjóðaratkvæða-greiðslu.
Ég bið almættið algóða um að sú atkvæðagreiðslu-niðurstaða hjálpi bankarændum almenningi í EES-ESB-Evrópu.
Ástæðan fyrir að ég sagði nei í "Icesave", var sú, að neiið mitt gæti hjálpað almenningi í EES-ESB-Evrópu, gegn bankaglæpa-veldinu. Þetta snýst fyrst og fremst um almennings-réttindi Evrópu-búa gegn bankaræningja-"réttindum".
Ef einhver trúir því ennþá, að sundrung innan Evrópu-ríkja hjálpi einhverjum, þá á sá hinn sami margt ólært.
Heiðurskonan Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn að enginn væri eyland, og það er hverju orði sannara. Heimsbyggðin (sjálfstætt hugsandi, og upplýstur almenningur), þarf bara að læra að standa saman að réttlæti og friði í heiminum.
Evrópa er ekki eyland, heldur er Evrópa hluti af heiminum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.6.2013 kl. 21:53
Talsverð hætta á fylgjedur forseta og framsóknar, altso, séu að segja ósatt.
Varðandi Icesaveskuldina, samninga og skuldarbréf, þá hangir það dæmi allt saman. Landsbankinn er í Ríkiseigu. Þetta skuldarbréf er komið samtals eitthvað í um 400 milljarða - á vöxtum. Það er bæði búið að borga vexti og af höfuðstólnum af þessu skuldarbréfi. Það er bara almenningur sem borgar þegar upp er staðið.
Það sem er í raun verið að gera er - að það er verið að borga icesaveskuldina uppí topp plús vexti.
Um þetta efni verður núna að semja ma. við B&H ríki. Að þessu koma þó fleiri aðilar.
Þetta hangir allt saman að mínu mati - og þorsteinn veit það augljóslega. þ.e.a.s. að þegar samið var um icesave á sínum tíma, þá augljóslega hafa menn líka haft þetta 400 milljarða skuldarbréf í huga og þróun og fjármögnun þess. þetta veit þorsteinn enda er hann vel tengdur.
Eitt af ,,stóru málum" framsóknar og sjalla verður því að semja um icesaveskuldina. Það verður að semja um álíka samninga og voru í bígerð á sínum tíma með einum eða öðrum hætti.
Þegar það gerist - þá mun samt verða allt önnur umfjöllun um efnið í fjölmiðlum framsjallaelítunnar en tíðkaðist síðustu ár. Þjóðrembingar margir sem sköðuðu landið einna mest með fíflagangi - þeir virðast ekki einu sinni hafa greind til að átta sig málinu og þegar að framjallafjölmiðlar mata þá ekki - á eru þeir barasta úr leik og skipta engu máli.
Þessir samningar um icesaveskuldina munu því, sennilega, ganga þokkalega hljóðalaust fyrir sig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.6.2013 kl. 23:15
Helgi Bjarnason.
"Við" erum ekki að borga eitt né neitt.
Landsbankinn er hlutafélag, og kemur ríkissjóði9 ekkert við.
Landsbankinn er á leið í greiðsluþrot að óbreyttu, og best væri að hann færi þá leið.
Kröfuhafar fá hann þá bara í fangið aftur, og málið dautt.
Kemur ríkissjóði ekkert við, og "við" borgum ekki neitt.
Sveinn Pálsson.
Nýji Landsbankinn tók ekki yfir neinar erlendar eignir, en skuldabréfið erí erlendri mynt.
Ef þetta skuldabréf væri í íslenskum krónum, eins og eignir sem voru yfirteknar væri ekkert vandamál í gangi.
Það er nóg til af þessu krónurusli í landinu.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 23:41
LOL. Landsbankinn hlutafélag og kemur ríki eigi við?? Hahaha.
Ja, nema að því leiti að: ,,Íslenska ríkið á nú 98% í bankanum og Landsbankinn hf. heldur á 2% hlut."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2013 kl. 00:10
@Sveinn R. Pálsson.
Það er eitt að gefa út skuldabréf sem réttmæta greiðslu fyrir yfirteknar krónueignir og annað að gefa það út í erlendri mynt sem er það sem gerðist. Munurinn á þessu tvennu er ca. 100 milljarðar af gjaldeyri (á SÍ gengi) sem er ekki til.
En þetta var jú hluti af plani Samfylkingarinnar að rýra kjör landsmanna með því að greiða alla reikninga sem ESB veifaði, til þess að koma þjóðinni í samabandið til þess að "bæta kjör hennar"?!?
Til þess að útfæra þetta "snilldarplan" þá stólaði samfylkingin á áróður viljalausra verkfærra í blogheimum sem hafa reynt linnulaust í 4 ár að hneppa þjóðina í þessa skuldafjötra. Flestir þeirra tóku sjálfsagt þátt í þessu í raun án þess að hafa hugmynd um hvaða þeir voru að styðja.
Niðurstaðan af þessari heimskulegastu pólitísku sjálfseyðingarárás allra tíma liggur núna fyrir. Flokkurinn er með fylgi af sömu stærðargráðu og önnur jaðarframboð.
En er virkilega enginn innan ykkar raða sem getur hugsað heila hugsun til enda? Hvernig hefði staðan verið ef tímaröð atburðarrásarinnar hefði verið snúið við? Skuldir leiðréttar og hrunmál kláruð og svo sótt um í ESB í framhaldinu?
Seiken (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 07:44
Það er allt í lagi að minna á að það eru a.m.k. 2-3 ár síðan Seiken byrjaði að vara við og vekja athygli á þessu skuldabréfi Landsbankans og hvaða afleiðingar það myndi hafa síðar.
Sem hefur allt gengið eftir, eins og flest annað sem frá honum kemur.
Sigurður (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 10:25
Ómar Bjarki skýrði málið reyndar ágætlega á einfaldan hátt: "Íslenska ríkið á nú 98% í bankanum og Landsbankinn hf. heldur á 2% hlut." Það versta er að hann bara skildi ekki hvað hann sagði.
Já, Landsbankinn er nefnilega hlutafélag, ekki ríkisstofnun, og skuldir hans koma ríkissjóði, eða landslýð, því eigi við frekar en skuldir gömlu bankanna koma hluthöfum sínum við. Ef hluthafar bæru ábyrgð á skuldum hlutafélags, eins og Ómar Bjarki og fleiri virðast halda, væri fyrir löngu búið að hirða eignir af öllum skráðum hluthöfum bankanna upp í skuldir þeirra, í beinu hlutfalli við hlutafjáreign hvers og eins. En það hefur að sjálfsögðu ekki verið gert því ábyrgð hluthafa takmarkast við hlutaféð sem upphaflega var lagt fram, eða andvirði þess hlutar sem keyptur var á skráðu gengi. Sama gildir með ábyrgð íslenska ríkisins, hún nær einungis til stofnframlagsins við stofnun Landsbankans, alls 122 ma. króna samkvæmt skýrslu SJS til Alþingis á vordögum 2011.
Við uppgjör hlutafélags, þ.m.t gömlu bankana, eiga hluthafar að fá greitt út sbr. hlutafjáreign sína, ef eitthvað er eftir til greiðslu eftir að allar kröfur á búið hafa verið greiddar. Hlutafé er nefnilega aftast í kröfuröð.
Varðandi 2% hlut Landsbankans í sjálfum sér á nú að fara gefa hann lykilstjórnendum bankans fyrir vel unninn innheimtustörf, m.a. á ólöglegum gengistryggðum lánum og fyrir að draga lappirnar vegna leiðréttinga í kjölfar dóma Hæstaréttar vegna sambærilegra lána.
Nei, í þrot með þetta glæpafyrirtæki og það strax!
Erlingur Alfreð Jónsson, 9.6.2013 kl. 10:52
Að sjálfsögðu koma skuldir félags sem ríkið á ríkinu við. Að sjálfsögðu. Landsbankinn er bara ríkiskassinn. Skiðtir ekkert máli hvort hann er í vinstra eða hægra horni ríkiskassanna. Í báðum tilfellum er um að ræða að hann er ofan í kassanum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2013 kl. 11:26
Spurðu þá hluthafa bankanna hvort þeir ætli nú ekki að fara borga skuldir þeirra. Spurðu sérstaklega t.d. BTB, Jón Ásgeir, Sigurð Einarsson, Hreiðar Má Sigurðsson, svo nokkrir séu nefndir. Athugaðu hvað þeir segja.
Spurðu Kristján Arason hvort hann beri ekki ábyrgð á skuldum 7-hægri og ætli að borga. 2 milljarðar í skuld og engar eignir fundust í búinu.
Láttu ekki svona Ómar!
Erlingur Alfreð Jónsson, 9.6.2013 kl. 12:58
Ómar minn,
Kynntu þér nú aðeins málin.
Það fer ekki króna úr ríkissjóði við það að setja Landsbankann í þrot.
Landsbankinn, eða kröfuhafar hans eiga enga heimtingu á einustu krónu úr ríkissjóði þótt bankinn fari í þrot.
Þetta á nú flest fólk að þekkja um hlutafélög, allavega fólk sem er komið á fullorðinsár.
Sigurður (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 13:17
Sko, eg trúi ekki að fólk eigi erfitt með að skilja hvað það þýðir að eitthvað sé í ríkiseigu. Það að ríkið eigi 98% í Landsbanka - þýðir bara að ríkið ber ábyrgð á skuldbindingum umrædds banka - og gróða ef svo ber undir.
Ríkið er allt annað en hlutafélag útí bæ. Ríkið er alltaf = ríkiskassinn. Allt sem ríkið á = ríkiskassinn í heild.
Það að margar ríkiseigur er hólfaðar svona niður innan ríkiskassanns, það á rætur að rekja til ákveðinnar tísku sem kom upp ekkert fyrir mjög löngu og breitir ekkert þeirri heildarmynd að allt er þetta nú ofan í ríkiskassanum.
Ríkið, við, þjóðin, bændur, sjómenn & hjúkrunarkonur - eru að borga icesaveskuldina alveg á fullu með einum eða öðrum hætti.
Nú, vegna þess að landið er fátækt af alvöru gjaldeyri, þá verður augljóslega að semja um þessa skuld langt inní tímann.
Sjáiði til, eg hef barasta fylgst með umræðunni um þetta skuldarbréf. Umræðan um væntanlega endursamningu afborgunarskilmála er sláandi líkur - líkur hverju? Jú, Icesasamningum! Slánadi líkur.
Það þýðir ekkert fyrir ykkur að láta svona. Þorsteinn Pálsson veit þetta vel. Eg var einn af fáum á Íslandi sem sá fyrir, og lá ekki á þeirri skoðun minni og fullvissu, að engin leið væri fyrir Ísland að komast hjá því að borga þessa skuld. Þessi skuld yrði alltaf borguð og jafnframt borguð af ríkinu ásamt vöxtum.
Skaðakostnaðurinn sem hefur orðið af fíflangangi forseta, þjóðrembinga og framsjalla er alveg óskaplegur. Óskaplegur og óheyrilegur. Og maður skilur ekki hverskonar innræti þarf til, til þess að menn ráðist svona á land sitt og lýðinn og þröngvi skaðakostnaðarklafa á bak landsins og lýðsins með ofbeldi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2013 kl. 14:10
Þetta er rangt hjá þér Ómar.
Samkvæmt skráningu í fyrirtækjaskrá er Landsbankinn hlutafélag og 3.mgr.1.gr. hlutafélagalaga hljóðar svo:
"Hlutafélag merkir í lögum þessum félag þar sem enginn félagsmanna ber persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins."
Hvorki ríkissjóður eða landslýður ber því neina ábyrgð á skuldbindingum Landsbankans eða annarra hlutafélaga, hvorki Icesave eða einhverju skuldabréfi á milli gamla og nýja Landsbankans.
En ég tek heilshugar undir lokaorð þín hér að ofan, þ.e. síðustu setninguna, en heimfæri á þig sjálfan enda hafa skrif þín um Icesave borið slík merki að ráðist er á land og lýð með upphrópunum um þitt eigið ágæti en endalausa fávisku annara.
Erlingur Alfreð Jónsson, 9.6.2013 kl. 14:46
Enda er ríkið ekki ,,persóna". það er ríkiskassinn! Hvorki meira né minna. Ríkiskassinn á 98% af landsbankanum. Þ.e.a.s. almenningur. Þjóðin.
Allar skuldbundingar Landsbankans - eða gróði, er = skuldbindingr Ríkiskassanns = almennings. Sjómenn, bændur og hjúkrunarkonur bera ábyrgð a skuldbindingum Landsbankanns.
Þetta er alveg oumdeilt og á ekki að þurfa að skýra svona út fyrir fólki. Ríkiskassinn er alltaf í ábyrgð fyrir því sem hann á. Það þýðir ekki að stjórnvöld séu ábyrgð eða þær persónur sem stýra ríkinu. Það er ríkiskassinn! Og ríkiskassinn er sjómenn, bændur og hjúkrúnarkonur sem þið öfgamenn, forsetaflón og framsjallabjálfar tróðuð á skaðakostnaði með ofbeldi og ofstaopa - að því er virðist bara útaf illu innræti. Og sennilega líka vegna einhverrar lygiáráttu þvi nú er upplýst og staðfest að þið forsetaframsjallaflónin sögðuð ósatt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2013 kl. 15:50
Og ps. annars er eg ekki hissa á því því að þið framsjallar rústuðu hérna landinu. Þið skiljið ekki hvað ríkiskassinn merkir. Haldið að það sé bara hægt að stofna eitthvað hf - og enginn borgar!
Allt sem ríkið á, sama í hvaða formi, er auðvitað á ábyrgð Ríkiskassanns. Og ríkiskassinn er sjómenn, bændur og hjúkrunarkonur etc.
Það að borga icesaveskuldina svona, gegnum hf félag, það er bara ákveðið form á að láta ríkiskassann, almenning, borga nefnda skuld.
Icesaveskuldin verður alltaf borguð plús álag.
Það sem eftir stendur er hriklagur skaðakostnaðarklafi sem öfgamenn, forseti og framsjallar tróðuð á bak þjóðarinn og framtíðarkynslóða.
Svona er þetta nú bara.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2013 kl. 15:55
Það voru nú Steingrímur J. og Jóhanna sem báru ábyrgð á því, að skuldabréf nýja Landsbankans til þess gamla var haft í erlendum gjaldeyri, þegar hins vegar öll rök voru til að hafa það í krónum, sbr. innlegg Sigurðar hér kl. 23:41 í gærkvöldi.
En lokakaflinn í sorgarsögu Icesave-skriffinnskuafskipta Ómars Bjarka Kristjánssonar er nú hafinn, og ósigur hans blasir við, þótt hann berji hausnum enn sem ákafast við steininn.
Vitaskuld er nýi Landsbankinn eign ríkissjóðs. En theoretískt getur ríkið einungis úr þessu (1) grætt á honum//fengið greitt upp í stofnkostnað af honum, ef einhver kaupir eitthvað af hlutabréfum ríkisins í honum eða ef arðgreiðsla fer fram, eða (2) einungis tapað að hámarki sínu 122 milljarða króna stofnframlagi til hans, aldrei neinu umfram það.
Nokkrir menn sérstaklega: Sigurður, Seiken og Erlingur Alfreð Jónsson, eiga hér miklar þakkir skildar fyrir að leiða sannleikann í þessum málum jafn-skýrt í ljós og raun ber vitni.
Jón Valur Jensson, 9.6.2013 kl. 17:12
Eg bendi á að umtalsverðar líkur geta verið á að þjóðrembungar og forsetaframsjallaflón séu að segja ósatt. Í raun er tilgangslaust að eltast við ósannindaflaum þessara fóla en háttalag þeirra gegn landinu og lýðnum er með slíkum ósköpum að orð fá tæplega lýst. Þröngvuðu skaðakostnaðarklafa á bak landinu og lýðnum - og sögðu síðan ósatt án þess að blikna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2013 kl. 18:21
Það er alltaf jagn gaman að horfa á þetta :)
http://www.youtube.com/watch?v=JVvfzdhqwqU
Sigurður (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 21:35
"Þröngvuðu skaðakostnaðarklafa á bak landinu og lýðnum ..."
(Ómar Bjarki útnesjamaður.)
En þetta var nákvæmlega það sem Icesave-greiðslusinnarnir reyndu á Alþingi og allt þeirra aula- og hræðsluhyggju- og páfagaukalið út um allt þjóðfélagið -- og þeirra gleiðkjöftugastur Ómar nokkur Bjarki Kristjánsson í utanverðum Seyðisfirði.
En maðurinn kann ekki að skammast sín og kallar aðra "fóla"!!!
Svo má gjarnan benda á þessar greinar hér:
Þjóðin upplifði Samfylkinguna sem málsvara viðsemjandans í Icesave-málinu
og: Þau studdu hinn ömurlega Icesave-II-samning og líka Icesave-III-samninginn!
og: Áfram-hópurinn og hans hættulegi blekkingaráróður gekk beint gegn ótvíræðum rétti Íslands.
Jón Valur Jensson, 10.6.2013 kl. 01:39
Landsbankinn er hlutafélag í eigu ríkisins. Ríkið ber ekki ábyrgð á skuldum Landsbankans.
Landsbankinn á fyrir skuldum og því er ekki hægt að setja hann í þrot. En þegar skuldir hafa verið greiddar á ríkið rest.
Samningar um skuldirnar voru ekki samþykktir og því skuldar Landsbankinn ennþá Icesave. Hefði samningur verið samþykktur hefði umsamin skuldarupphæð lent á ríkissjóði en heildarskuldin hefði einnig lækkað um ríflega 800 milljarða. Og Landsbankinn er nú þegar búinn að greiða meira en það sem ríkið hefði þurft að greiða. Þannig að í dag væri Icesave greitt, ríkið ætti skuldlaust það sem Landsbankinn nú skuldar og hefði getað rekið rúmlega tvo Landspítala fyrir það sem greitt hefur verið umfram samningana sem voru felldir.
Icesave er ekki hálfnað en hefði getað verið búið.
Espolin (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 17:31
Meðan ríkið á 98% Landsbankans - þá eru skuldir landsbankans á ábyrgð ríkisins. Þetta er ríkisbanki.
Það að Landsbankinn eigi fyrir skuldunum er svo önnur umræða. Landsbankinn á fyrir skuldunum ef hann getur endursamið um afborganir langt, langt fram í tímann.
Þetta lendir allt á ríkiskassanum, almenningi, með einum eða öðrum hætti til lengri tíma litið.
Það hefði verið miklu betra og hagstæðara fyrir landið og lýðinn að semja um efnið eins og siðuðu landi sæmir. Samningar voru um að eignir bankans borguðu - rétt eins og núna.
Það að setja mál í slíkan vitleysisferil aðeins af því að framsóknarmenn sáu tækifæri til að koma höggi á stjórnvöld og forseti sá tækifæri að hífa upp vinsældir sínar sem voru á þeim tíma í ræsinu - sínir alveg ótrúlegt innræti og ábyrgðarleysi. þessum mönnum er skítasama um landið og lýðinn. Það eina sem skipir máli fyrir þeim er eitthver lýðskrumsvitleysa til afla sér skamtímavinsælda.
Svo er enn önnur umræða hve margir innbyggjarar, aðallega þjóðrembingar, kolféllu fyrir þessari vitleysu og rembingsbulli. Það er það sem er það óhugnalega í málinu og hringir viðvörunnarbjöllum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2013 kl. 19:40
Ómar Bjarki: Nú man ég ekki betur en að þú hafir sagt að við myndum tapa IceSave málinu fyrir dómstólum, að "innbyggjarar" gætu sjálfum sér um kennt þegar hinn alvitri EFTA dómstóll myndi slá okkur niður í öllum okkar hroka og láta okkur borga allt heila klabbið.
Nú spyr ég, einfaldlega af því hvernig þú hagar þér í umræðunni; varst þú að LJÚGA þegar þú sagðir þetta, varstu að reyna að slá ryk í augu fólks og ná þínu fram með hræðsluáróðri, blekkingum og lygum? Af því að þú ert svo illa innrættur?
Eða var þetta einfaldlega það sem að þú trúðir á sínum tíma? Hélstu að það besta í stöðunni, bæði fyrir land og lýð væri að semja um IceSave af því að þú varst þess fullviss að dómstóllinn myndi dæma okkur í óhag og það yrði verra fyrir okkur en samningaleiðin?
Hlutirnir eru ekki svona svart/hvítir og þú ert ekki eitthvað skínandi ljós visku og réttlætis í þessu máli. Hvernig væri að gefa fólki smá sjéns og hætta að vera svona sjúklega hortugur alltaf í þínu máli?
Maynard (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 23:10
Það var aldrei aðalatriði hjá mér hvort lagatæknilega væri rétt landið sýndi ábyrgð varðandi þessa ljóstu skuld sem stofnaðist af þessu ljóta og illa innrætta framferði ykkar Framsjallaflóna.
Aðalatriðið var að það væri siðferðilega rétt og það að semja um efnið myndi haganst landininu miklu, miklu, miklu mun betur heldur en að svíkja og stela eins og Framsjöllum er tamt.
Það gengur svo fullkomlega eftir. Það hagnast landinu og lýðnum miklu mun betur að sýna lágmarkssiðferði. Það kemur líka í ljós að þessi skuld ykkar sjalla verður alltaf borguð. Það er vegna ljótleikans í tilurð skuldarinnar.
Nú, varðandi dóm Páls Hreinssonar hjá EFTA, þá er almennt viðurkennt samþykkt að sá dómur fór ekkert eftir Evrópulögum. Öllum málsmetandi mönnum finnst dómurinn forkastalegur og beinlínis ganga þvert á dómafordæmi og Evrópureglur.
Það sem dómurinn hinnsvegar dæmir ekki um eða víkur sér undan að gera er, að dæma um hvort ísland beriþá ábyrgð uppí topp. Þ.e.a.s. að Ísland beri skylda til að greiða allar innstæður uppí topp rétt eins og gert var með innlendar innstæður.
Reyndar má alveg lesa það útúr dóminum. Þ.e. að dómurinn víkur frá lágmarkstryggingunni og innstæðutryggingarsjóði. Dómurinn er í raun að afnema þessa lágmarkstryggingu og neytendavernd sem almenningur hefur. (Og það er mikið áhyggjuefni fyrir Íslendinga.)
Hinsvegar virðist dómurinn vera að segja að fyrst að meðferð innstæðna var með þeim hætti sem raun var með neyðarlögunum svokölluðu, þ.e. innstæður settar í forgang og eignir bankans látnar dekka þær - þá verði að sýna jafnræði þar milli erlendra og innlendra innstæðna.
Það er nákvæmlega það sem síðan er verið að vinna eftir. Ísland, ríkiskassinn, almenningur, sjómenn, bændur OG hjúkrunarkonur eru að borga þessa Icesaveskuld Sjalla UPPÍ TOPP plús álag í gegnum Landsbankann sem er 98% í eigu ríkisins og þ.a.l. almennings.
Það er nú svona sem þetta liggur. Það að einhver framsóknarfól og þjóðrembingsbjálfar hafi ekki greind til að skilja málið - það verður alltaf irrelevant varðandi staðreyndir málsins.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2013 kl. 23:52
Jú, vitaskuld fór EFTA-dómurinn eftir lögum (sjá hann sjáfan)
Og hvernig getur/gat það verið "siðferðilega rétt" að láta þjóðina bera ábyrgð á einkabanka, sem lög kváðu á um, að ríkið bæri EKKI ábyrgð á?
Ómar Bjarki heldur hér ennfremur áfram að taka ekkert tillit til eðlis hlutafélaga og til hlutafélagalaganna. Honum er fyrir mestu, virðist mér, að endurtaka sínar gömlu lygar, reyna að bjarga eigin fési með endalausri affrægingu málstaðar okkar, þótt EFTA-dómurinn sýknaði þjóðina og ríkið algerlega, og við þurftum ekki einu sinni að borga málskostnað fyrir dómnum.
Jón Valur Jensson, 11.6.2013 kl. 00:43
Það er siðferðilega rétt vegna ljótleika í tulurð málsins. Tilurð skuldarinnar. Við tilurð umræddrar skuldar þá voru erlendir aðilar fullvissaðir um að lágmarkstrygging væri virk og landið stæði við umrædda skuldbindingu. Í framhaldi var eðlilegt og siðferðilega rétt að semja um efnið. Það hvernig haldið var á málum með neyðralögunum svokölluðu undirstrikaði þessa siðferðalega skyldu enn frekar.
Nú, fljótlega varð ljóst að ekkert eða nánast ekkert myndi lenda beinlínis á ríkinu því eignir bankans dekkuðu þessa skuld með tímanum. Í þjóðrembingsofsanum sem kynntur var upp af framsóknarfólum og forseta í leit að skyndivinsældum eftir að hann datt árassinn í útásarvíkingaræsið - þá var aldrei hlustað á rök og staðreyndir. Menn bara bjuggu sér til eitthvað og eitthvað útí loftið, þúsundir milljarða um morguninn og þrjúþúsund milljarða um kvöldamatarleitið. Alþingishúsið og þjóðvegirnir til London. Allt eftir þessu. Þ.e. bullumræða tröllreið landi og lýð og þar stóðu framsóknarfól, útrásarklappstýra og þjóðrembingar að verki.
Eina viræna sýnin á málið var að setja þessa skuld í heildarsamhengi skulda sem stofnuðust við hrunið. Þessa skuld yrði alltaf borguð uppí topp. Vegna eðli málsins.
Það að ríkið semdi beint og milliliðalaust um efnið, um þessa lágmarksskuldibindingu sem lofað var - það hefði gert landinu og lýðnum miklu mun léttara undir fæti. Það að upphefja fíflagang - það þýddið að þröngvað var á bak innbyggjara allra skaðakostnaðarskuldaklafa sem alveg er ófyrirséð hvar endar. Við sjáum afleiðingarnar nú þegar á umliðnum misserum í minni hagvexti, hærri vöxtum, erfiðara að endurfjármagna lán etc. etc.
Stóru mistökin eða það sem gerði margir gerðu sér einna erfiðast fyrir með, var að átta sig aldrei á að lagalegir orðhenglar og lagatækni allrahanda skipti í engu máli þessu viðvæikjandi. Vegna þess að að málið átti sér siðferðilega hlið. Siðferðilega hlið sem gerði allar lagaþrætur í raun marklausar.
Þessvegna, vegna siðferðilegu hliðarinnar, er Ísland að borga þessa skuld uppí topp plús álag með einum eða öðrum hætti.
Núna er verið að semja um þetta 400-500 milljarða skuldarbréf alveg tugi ára fram í tímann. Man ekki alveg í augnablikinu ártalið en minnir að nefnt hafi verið 2030 því viðvíkjandi.
400-500 milljarða skuld sem Landsbanki sem er 98% í eigu Ríkisins og þ.a.l. almennings ber ábyrgð á.
Þetta er ekkert annað en Icesavesamningurinn kominn heill á húfi og aldrei hressari.
Svona er þetta bara og því fær ekkert breytt.
Það sem mun ske hinsvegar þegar framsjallar fara að semja um þetta, þá verður umfjöllun fjölmiðla framsjalla með allt öðrum hætti en tíðkaðist síðustu 4 ár og fáir munu taka eftir því að verið er að semja um icesaveskuldina.
Þorsteinn Pálsson fattar það hinsvegar. Þð er í sjálfu sér merkilegt. Og hann segir frá því - við litla eftirtekt eða æsing, að því er virðist. Það er eins og öllum sé bara sama þá verið sé að semja um að Icesaveskuldin verði borguð, ekki bara lágmarkið, nei uppí topp plús álag.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.6.2013 kl. 01:17
Mikið er nú skemmtilegt að lesa þessa vitleysu. Hversu vitlaus þarf maður að vera til að átta sig ekki á því, eftir allar þessar ábendingar, hvernig ábyrgðir virka í hlutafélögum. Oft hef ég séð Ómar Bjarka skrifa af slíkri fáfræði að ekkert er hægt að gera annað en að skella uppúr en hér tekur nú steininn úr. Þegar forystuhollustan er orðin slík að menn leggja nafn sitt við svona mikla vitleysu, og þræta svo fyrir vitleysuna, þá held ég að réttast væri fyrir viðkomandi að leggja lyklaborðið á hilluna og lesa frekar meira en að skrifa.
Eins og ítrekað hefur verið bent á þá er Landsbankinn hf. hlutafélag og því bera eigendur Landsbankans hf. enga ábyrgð á skuldbindingum hlutafélagsins. Skiptir þar engu hvort íslenska ríkið, Reykjavíkurborg, Hagar hf. eða Ómar Bjarki eigi það hlutafélag, ábyrgð hluthafa takmarkast alltaf við hlutafé þeirra í félaginu.
Nú útskýri ég þetta bara eins og ég útskýrði þetta fyrir syni mínum þegar hann var 6 ára:
Segjum sem svo Ómar Bjarki að þú hefðir keypt 98% hlut í hlutafélaginu Latibær hf. árið 2007 fyrir 100.000 krónur. Í dag væri staðan sú að skuldir Latabæjar umfram eignir væru 1 milljarður króna og félagið gjaldþrota. Þá myndi ábyrgð þín takmarkast við þessar 100 þúsund krónur sem þú ert þegar búinn að leggja í félagið með því að kaupa 98% hlut í því. Hlutur þinn tapast en að öðru leyti eru engar kröfur til staðar gagnvart þér sem hluthafa.
Kröfum Breta og Hollendinga var hafnað fyrir dómstólum og því ljóst að rétt var að hafna greiðsluskyldu ríkisins. Það hefði verið slæmt að gera ríkiskassann, almenning, sjómenn, bændur OG hjúkrunarfræðinga (hjúkrunarfræðingar eru ekki bara konur) ábyrga fyrir skuldbindingum hlutafélags.
Aðalsteinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 14:04
Sko, um þetta er tvennt að segja aðallega. Og reyni eg að hafa eins stutt og mögulegt er. Aðalatriðin.
1. Það sem dómur Páls gerði var, að hann tók þá undarlegu afstöðu, og eitthvað sem enginn hafi búist við eða fært fram, að hann ýtir til hliðar lágmarkstryggingu samkvæmt dírektífi 94/19. Það er þetta sem vekur svo mikla hneykslan og furðu allra málsmetandi manna.
Að dómurinn segir að fyrst ekki var greitt úr innstæðutryggingarsjóðnum - þá sé lágmarkstryggingin irrelevant! Þetta er alveg stóralvarlegt fyrir íslendinga. Þetta þýðir þá að það er engin lágmarkstrygging hér á landi.
Nú nú. þegar dómurinn hefur sagt þetta, þá dregur hann fram og bendir á að innstæður hafi verið meðhöndlaðar með sérstökum hætti. þ.e. settar sem forgangskröfur. Í framhaldi má svo skilja dóminn sem hann sé að segja að erlendir aðilar eigi rétt á sömu meðhöndlun og þeir innlendu. Þó vissulega dómurinn dæmi ekki um það því spurningin fjallaði ekki um það.
Þessi furðulega nálgun dómsins þýðir þá að Ísland verður ábyrgt fyrir öllum innstæðum uppí topp - rétt eins og á Íslandi. Eða þ.e.a.s. að ríkinu beri skylda til að sjá svo um að eignir bankans fari jafnt til innlendra sem erlendra aðila. Nú, það er fyrir löngu ljóst að Ísland stórlega oftók eignir til íslenska Landsbankans þegar hann var endurstofnaður. Við erum að tala um á núvirði eitthvað 500 milljarða sennilega. þetta er bara Icesaveskuldin með einum eða öðrum hætti.
Vissulega er það svo að fyrst að Ísland á að borga allt uppí topp, þá koma fleiri að þessu með kröfur en aðeins B&H ríkið. Það eru sveitarfélög í B&H, gamalmenni og sjúkrhús sem íslendingar nöppuðu peningum af o.s.frv. Það verður að borga þetta allt til baka plús álag náttúrulega.
2. Ríkissjóður er ekki eins og hver annar Nonni útí bæ. Það skiptir engu máli í hvaða formi hann á eitthvað. Eða á ríkið kannski ekki Landsvirkjun og ber ábyrgð á skuldbindingum þess? Það er bara blæbrigðamunur á milli eignarhalds ríkis á Landsbanka og Landsvirkjun. Þegar ríkið á eitthvað - þá ber það ábyrgð á spuldingingunum. Ríkiskassinn = almenningur. Sjómenn, bændur og hjúkrunarkonur.
Það er alveg furðulegt að sjá menn, ítrekað, neita þessu. Og þá getur maður betur skilið afhverju það varð hér hrun. Það er eitthver furðuleg ábyrgðarleysistíska sem kom með helvítis nýfrjálshyggjufylleríi þeirra framsjallafóla sem bókstaflega rústaði öllu hérna. Bæði efnahagslega, vitsmunalega og siðferðislega. Landið í rjúkandi rúst eftir þá framsjalla og þeirra frjálshyggjuspillingu á landi oglýð.
Ef fram heldur sem horfir - þá hefur maður verulegar áhyggjur af því að landið missi bara sjálfstæðið. Elítuspillingin verði stjórnlaus með ítrekaðri rústalagningu Það var það sem gerðist á Nýfundnalandi. Stjórnlaus elítuspilling.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.6.2013 kl. 15:43
Ómar Bjarki: "Við tilurð umræddrar skuldar þá voru erlendir aðilar fullvissaðir um að lágmarkstrygging væri virk og landið stæði við umrædda skuldbindingu."
"Skuldin" var innistæðurnar, það sem menn gömbluðu með því að leggja inn á hávaxtareikninga án þess að hafa margra ára viðunandi reynslu af því, hvort þeir væru örugg fjárfesting.
HVERJIR fullvissuðu þessa erlendu aðila um "að lágmarkstrygging væri virk og LANDIÐ stæði við umrædda skuldbindingu"? Ef bankamennirnir gerðu það, þá er það þeirra brot, þeirra glæpur, en ekki á ábyrgð ríkisins.
Ef einhverjir pólitíkusar og ríkisstofnanamenn fóru eftir á að tala á þann veg, þá eru þeir sennilega brotlegir líka, t.d. hugsanlega Jón Sigurðsson, fv. formaður stjórnar FME, EN ... þeir höfðu ekkert umboð til að skuldbinda landið á þann hátt, sem mótstríddi stjórnarskránni, án þess að setja þetta inn í fjárlögin.
Ef einhver pólitíkus hefur verið ábyrgur hér, er það sennilega fyrst og fremst annar krati til viðbótar, Björgvin G. Sigurðsson, viðskipta- og bankamálaráðherra, sjá hér: http://www.althingi.is/altext/136/s/0503.html
En ríkið ber enga ábyrgð á klaufaskap hans -- það er óheimilt að skuldbinda ríkissjóð með ráðherrabréfi, skrifuðu undir pressu og ógnunum sem studdust ekki við nein lög, enda sýknaði EFTA-dómstóllinn okkur algerlega.
En landsdómur þarf að taka "frammistöðu" þessa ráðherra til athugunar, eins og raunar fleiri úr evrókrataflokknum, að ógleymdum Steingrími J.
Jón Valur Jensson, 11.6.2013 kl. 17:54
Fyrir þá sem vilja læra meir um skuldir Landsbankans og þær tryggingar sem skuldabréf kröfuhafa bera, bendi ég á skýringu nr. 21 á bls. 21 í árshlutauppgjöri frá 31. mars 2013. Þetta má nálgast á vef bankans.
Andri Geir Arinbjarnarson, 11.6.2013 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.