Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar spurningar varðandi aukna fjárfestingu í sjávarútvegi:

1. Nú er held ég allur kvóti veiddur. Og allur fiskur sem er veiddur er seldur erlendis. Hvernig mun aukin fjárfesting skila okkur meiri gjaldeyrir?

2. Fjárfesting í nýjum skipum. Hvernig kemur hún til með að skila okkur auknum gjaldeyrir næstu árin? Nú eru þessi skip smíðuð erlendis og því hefði ég haldið að þau kostuðu okkur gjaldeyrir. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf að endurnýja skipin. Og ég geri mér grein fyrir að ný skip auka hagkvæmnina en varla skapa þau ein og sér okkur gjaldeyrir a.m.k. ekki á meðan verið er að borga þau.


3. Vissulega skapa nýjar vinnslustöðvar örugglega hagkvæmni fyrir eigendur og það er hægt að fækka starfsfólki en hvernig skapa þau okkur aukinn gjaldeyrir eða aukið útflutningsverðmæti. Við megum ekki fullvinna fiskinn svo hann lendi ekki í tolli hélt ég.

4. Geri mér grein fyrir því að fjárfesting eykur hagkvæmni og afrakstur eigenda og skapa vinnu hjá fyrirtækjum sem veita afleidda þjónustu. En sé ekki nema að þetta sé að mestu í íslenskum krónum.
Það sem ég er að furða mig á nú þegar að B og D eru að lækka tekjur ríkisins af veiðum þessara aðila og minnka þó það sem þessi fyrirtæki skila okkur sem eigum þennan fisk. En það væri gaman að einhver sýndi mér hvernig við almenningur mundum græða á aukinni fjárfestingu. Nú veit ég að það var a.m.k. þannig að meira en helmingur þeirra sem vinna í fiskvinnslu eru erlendis frá því Íslendingar vilja ekki vinna við þetta.


5. En á ný ef við veiðum allan fisk sem er ráðlagt að veiða, seljum hann allan erlendis nú þegar. Hvernig má það vera að aukin fjárfesting í nýjum tækjum  auki gjaldeyrisstreymi til landsins til að borga erlendar skuldir? Bara næ því ekki. Erum við ekki nú þegar að fá allann þann gjaldeyrir hingað sem við getum náð inn miðað við að við getum ekki fullunnið fiskafurðirnar til að ná í meiri verðmæti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þar kom að við urðum sammála.

Gleðilega þjóðhátíð!

Árni Gunnarsson, 17.6.2013 kl. 10:53

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ný hönnun skipa dregur úr olíunotkun, sem er stór þáttur í kosnaði þjóðarbúsins, eins er megnið af stærri skipaflota smíðað milli  1960-1970 línuskipin og 1970-1990 togararnir.  Viðhald á stáli í þessum skipum verður sífellt meira og oftar þarf að skipta um stálplötur í skrokkunum. Það væri hagkvæmast að endurnýjun skipana væri jafnt og þétt, ekki endurnýja 20-30 skip á 30 ára fresti öll í einu.

Fjárfesting í landvinnslu skilar betri nýtingu hráefnis sem eykur útflutnings tekjur,  það eru alltaf meira og meira af fiskinum full unnið og sér unni, sem áður fór kannski í mjölvinnslu.  Mest af þessari fjárfestingu verður eftir innanlands,  tæki og tól flest smíðuð innanlands

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.6.2013 kl. 11:48

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Til að útskýra vitleysuna sem var í fyrri lögum um sérstakt veiðigjald og hvernig sú gjaldtaka var útfærð. Lestu vel og vandlega:

Fjárfesting í Sjávarútvegi til að auka mikið verðmætasköpunina er/var ekki hagkvæm fyrir starfandi útgerðir eða nokkura útgerð sem kæmi á eftir þeim.

Tökum öfgafult dæmi. Útgerðin Fiskibátur Hf. ákveður að fjárfesta í verksmiðju sem býr til efni úr slori og öðrum úrgangi úr fiski, sem notuð yrðu í fegrunarefni og líftækni iðnaði. Þetta yrði alveg rífandi tekjur í þessu og útfluttningsverðmæti á sjávarfangi myndi aukast við þetta úr 260 milljörðum í 360. Þessi eina útgerð myndi græða mikið því þessar miklu tekjur myndu dreifast á þorskígildiskíló á allar aðrar útgerðir í landinu.

Þannig myndu kannski trillusjómenn þurfa að borga meira í sérstaka veiðigjaldið en sem næmi aflaverðmæti þeirra vegna þess að skatturinn er deildur út jafnt á allar útgerðir eftir þorskígildisstuðli, reiknaðan útfrá heildar verðmætum als sjávarfangs. Þannig yrði það í raun og veru hagur allra annarra útgerða að selja þeim ekki afurðir (slor) því þeir færu á hausin við tilkomu þeirra.

og til bæta við öðru dæmi: ég og þú stofnun fiskvinnslu (án útgerðar) og förum að flytja inn fisk í gámum frá Barentshafi. Verðmæti útfluttnings á þessum fiski reiknast inn í stofn á sérstaka veiðigjaldinu og telst þar með sem sameiginleg auðlind landsmanna. fiskur innfluttur frá öðru ríki sem aldrei hefur komið inn í íslenska lögsögu.

sérðu enga vitleysu í þessum lögum sem þú svo þráir að halda í?

Lög Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna um veiðigjöld hygla stórum útgerðum með fiskvinnslur sem hafa mikla hagræðingu í rekstri. þannig deilist skatturinn af hagnaði HB Granda og Samherja á allar litlu útgerðirnar. Þessi lög voru beinn hvati til þess að fara í massíva hagræðingu, þe. fækka útgerðum og bátum niður í það sama og HB Grandi er að stunda.

3000 landverka fólk og 2600 sjómenn í vinnu hjá 8 fyrirtækjum. það hefði verið afleiðing af þeirri stefnu sem þú Magnús aðhyllist, þó þú viljir ekki horfast í augu við afleiðingarnar af þeirri stefnu. enda er afneitun á staðreyndum ansi algeng.

Fannar frá Rifi, 17.6.2013 kl. 12:44

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

"reiknast inn í stofn af sérstaka veiðigjaldinu....." Sammála því að flækjur í þessum lögum eru líkastar óráðsrugli í dauðadrukknum alka. Hinsvegar er að mínu mati sjálfsagt að innheimta, t.d. við löndun þokkalegt leigugjald til ríkisins, þó ekki væri nema til að standa straum af kostnaði við landhelgisgæslu og margt það annað sem tengist opinberum afskiptum af útgerð. Um upphæð þessa gjalds má deila og ekkert við það að athuga að vægja þeim útgerðum tímabundið sem af einhverjum eðlilegum sökum lenda í greiðsluvanda.

Árni Gunnarsson, 18.6.2013 kl. 08:09

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og svo legg ég til að glæpavæðing verði ekki tilgangur ríkisafskipta af útgerð. Útgerðarmenn eru áreiðanlega ekki hneigðari til lögbrota en annað fólk en stundum finnst mér að reglur Fiskistofu séu blátt áfram til þess settar að veiða menn.

Árni Gunnarsson, 18.6.2013 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband