Þriðjudagur, 18. júní 2013
Enn á ný um meintar auknar tekjur með lækkun veiðileyfagjaldsins, aukna fjárfestingu og aukin hagvöxt.
Menn keppast við að segja okkur að hagvöxtur og tekjur ríkisins eigi eftir að hækka við lækkun veiðigjalda. En lesið þetta
Fjárfestingar
Sú fullyrðing að veiðigjöld muni draga úr æskilegri fjárfestingu er vægast sagt undarleg frá hagfræðlegu og rekstrarlegu sjónarmiði. Með henni virðist höfðað til þeirrar barnslegu trúar sumra stjórnmálamanna og bankahagdeilda að fjárfesting sé alltaf af hinu góða og hún ráðist bara af því hvað marga aura þú ert með í vasanum. Hvorugt er rétt. Fjárfesting er ekki æskileg nema hún auki framleiðslu og verðmæti meira en sem nemur kostnaði við fjárfestinguna. Þegar litið er á fjárfestingarþörf í sjávarútvegi er langt í frá augljóst að svo sé og að mörgu að hyggja öðru en aldri skipa, sem er u.þ.b. það eina sem nefnt hefur verið til rökstuðnings fyrir aukinni fjárfestingu.Veiðar eru háðar aflamagnstakmörkunum. Stækkun fiskveiðiflotans eða aukning veiðigetu skipa breytir ekki aflamagni eða verðmæti aflans og er ekki rök fyrir aukinni fjárfestingu, Líklega er veiðigeta flotans þegar meiri en þörf er á. (Endurnýjun hans af hagkvæmniástæðum getur hins vegar verið ástæða til fjárfestinga.) Stækkun flotans hefur ekki aukið aflamagn í för með sér og því er augljóst að hún getur ekki leitt til hækkunar á tekjum af veiðigjöldum eins og haldið hefur verið fram.
Krafa um auknar fjárfestingar í sjávarútvegi vekur ýmsar spurningar. Að frátöldum fáum síðustu árum var fjárfesting sjávarútvegsfyrirtækja mikil. En hún var ekki í rekstrarfjármunum nema að litlu leyti. Hún var í kvótakaupum, hlutabréfum og stofnframlagi í fyrirtæki m.a. erlendis. Hún var ekki fjármögnuð nema að litlu leyti af fé frá rekstri heldur af lánsfé. Lánsfé var þannig notað til að fjármagna útborgun á arði (beint og með sölu á kvóta) og til að taka þátt í spákaupmennsku. Af hverju var ekki fjárfest í skipum og öðrum rekstrarfjármunum, sem nú er talin sár þörf á? Á þjóðin að afsala sér tilkalli til arðs af auðlind sinni nú til að fjármagna þessa gjörninga?
Fjárfestingar í atvinnurekstri er að jafnaði ekki fjármögaðar að fullu með fé úr rekstri heldur með lánsfé að hluta. Til að fá lánsfé þarf fjárfestingin að vera arðbær. Álagning veiðigjalda skv. gildandi lögum breytir því ekki að fjárfestingin í sjávarútvegi sé arðbær. Áður en til sérstaka veiðigjaldsins kemur er búið að gera ráð fyrir góðri ávöxtun á því fé sem lagt er fram. Rekstrarhagnaður umfram það hefur verið mikil síðustu ár og færir útgerðinni drjúga viðbót. Þegar verr árar lækkar sérstaka veiðigjaldið og fellur brott þegar umframarður er ekki til staðar. Þannig er tryggt að veiðigjöldin skerða ekki æskilega fjárfestingu í greininni.
Sala á kvóta á háu verði á undanförnum árum er merki um að umframhagnaður í fiskveiðum hefur verið mikill. Með veiðigjöldunum ætti verð á kvóta að vera lægra en ella og tilflutningur aflaheimilda til nýrra aðila eða í hagræðingarskyni að vera auðveldari, lánsfjárþörf minni og vaxtakostnaður lægri. Minni fjárfesting til kvótakaupa er því æskileg. Fjárfesting, bara af því að nægir fjármunir eru fyrir hendi eða vegna þess að arðsemi er svo mikil að lánsfé verður ódýrt, er ekki æskileg. Afleiðingin verður offjárfesting og röng fjárfesting t.d. í kaupum á kvóta í þeim tilgangi að tryggja valdaðstöðu á markaði.
Fullyrðingar um að veiðigjöldin dragi úr æskilegum fjárfestingum í sjávarútvegi eru í besta falli vafasamar og það að halda því fram að lækkun veiðigjaldanna leiði til aukinna tekna er fullkomin rökleysa.Sjá hér
Velferðin grundvallast á hagvexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.