Leita í fréttum mbl.is

Er Ísland meira fullvalda en t.d. Þýskaland?

Nú eru að verða liðnir 2 mánuðir frá kosningum er það ekki um 4% af kjörtímabilinu og miðað við hvað lá á að koma öllum breytingum á fyrir kosningar þá finnst mér þær allar í skötulíki og helst þær sem fólk vill ekki sjá.
Helst að maður lesi um að allir fjölmiðlar séu vinstri sinnaðir og ráðist ómaklega að öllu sem ný stjórn ætlar að gera. Alþjóðastofnanir þykjast vita betur en Sigmundur og svo er er klifað á tískuorðinu fullveldi þetta og fullveldi hitt.

Menn tala eins og Íslands sé eina fullvalda ríkið í heiminum. En þó eru varnir okkar í höndum samþjóðalegs bandalags Nató síðan hvað 1948. Og við tökum við flestum lögum um viðskipti frá ESB. Við erum bundin af samþykktum SÞ og þurfum að hlýta þeim. Og EFTA og enn fleiri alþjóðlegum stofnunum. Svo erum menn að halda því fram að við séum í dag fullkomlega fullvalda. Við gætum ekki einu sinni varið það að á okkur væri ráðist án þess að treysta á aðrar þjóðir. Bæði á þetta við hreinlega vopnaða áráss nú eða fjármálalega nema við séum með höft. Ef hér væru ekki höft í dag gætum við varla varist því ef einhver vildi leika sér með gengi krónunnar.

En menn halda áfram að bulla um að okkur sé best að standa ein og gera allt sjálf.

En menn búnir að stein gleyma að þróun okkar frá því að vera ein fátækasta þjóð í Evrópu um 1940 fyrir í það að vera með þeim ríkustu er einmitt vörðuð þátttöku okkar í samstarfi þjóða. T.d. varð hér risastökk með inngöngu okkar í Norrænuráðið, EFTA og svo ESB. Við nutum góðs af hernáminu, Marshall aðstoðinni og svo samskiptum okkar við Bandaríkin.
Með inngöngu í ESB gæfist okkur kostur á að hámarka arð okkar af fiskinum með því að fullvinna hann hér án þess að hann yrði þá tollaður innan ESB. Það getum við ekki dag.

mbl.is Ólafur Ragnar heimsækir Þýskaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þýskaland er dáið.

Jón (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 03:16

2 identicon

Það framdi sjálfsmorð 1944.

Jón (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 03:16

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Magnús Helgi, þú hefur sennilega ekki tekið eftir því að það eru Þjóðverjar sem ráða öllu því sem þeir vilja ráða í ESB.  Hins vegar ef við lítum t.d. til Kýpur, sem er nær Íslandi að stærð og mannfjölda, þá eru þeir undir hælnum á Brussel valdinu.

Samanburður þinn, í fyrirsögninni, á ekki við rök að styðjast.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.6.2013 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband