Leita í fréttum mbl.is

Framsóknarleiðin ófær?

Hér setur Gunnar Tómasson fram athugasemdir sínar varðandi leið Framsóknar að ná í fullt af peningum til kröfuhafa og deila þeim á fólk sem keypti íbúðir fyrir 2008. Hann sýnir fram á að við eigum nú ekki á vísan að róa og engir ókeypis peningar þar. Helst að um nærri beina peningaprentun yrði að ræða:

En peningahagfræði er flókin og erfitt að rökstyðja fræðilega afstöðu í málum sem þessu þannig að gagn sé að fyrir allan almenning.

Mér datt því í hug að setja upp einfalt dæmi þar sem kjarni málsins ætti að vera flestum skiljanlegur.

1. Íslenzk stjórnvöld boða lækkun verðtryggðra húsnæðisskulda um 400 milljarða.

2. Erlendir kröfuhafar eiga eftirfarandi eignir:

a. Tvo viðskiptabanka, 200 milljarðar.

b. Kröfur á Íbúðalánasjóð, 100 milljarðar.

c. Ríkisvíxla, 100 milljarðar.

d. Bankainnstæður, 100 milljarðar.

e. Gjaldeyrir utan Íslands 2.000 milljarðar.

3. Yfirtaka stjórnvalda á lið a. án endurgjalds eykur ríkiseignir í mynd hlutafélaga um 200 milljarða.

4. Yfirtaka stjórnvalda á liðum b. og c. og d. bætir hreina skuldastöðu ríkissjóðs um samtals 300 milljarða.

5. Tilraun stjórnvalda til yfirtöku á e. býður heim langvarandi dómsmálum innanlands og utan.

6. Yfirtaka b. og c. skilar engu reiðufé í ríkiskassann.

7. Yfirtaka d. skilar 100 milljörðum í ríkiskassann en hefur engin áhrif á peningamagn í umferð.

8. Notkun andvirðis d. til skuldaleiðréttingar eykur peningamagn í umferð um 100 milljarða.

9. Notkun andvirðis d. er því jafngildi peningaprentunar af hálfu Seðlabanka Íslands.

10. Um áhrif sölu tveggja banka á fjárhagslegan og greiðslujafnaðar stöðugleika fer eftir atvikum.

11. Innlendar eignir kröfuhafa upp á 500 milljarða (a.-d.) skapa 100 milljarða „svigrúm“.

12. „Svigrúm“ sem Seðlabanki Íslands getur skapað með pennastriki/peningaprentun.

Það er ábyrgðarhlutur að (a) vinna kosningar með endemis rugli, og (b) hafa skuldsett heimili landsins að ginningarfíflum í kjölfarið. Sjá hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir ákaflega leitt að horfa upp á Gunnar Tómasson tæta af sér trúverðugleikann undanfarna mánuði.

Hann hefur staðið sig gríðarlega vel í að upplýsa landsmenn um hitt og þetta í efnahagsmálum frá hruni, en nú virðist hann vera orðinn bullandi pólitískur og sendir frá sér hverja þvæluna á fætur annarri.

Í frysta lagi hafa íslensk stjornvöld ALDREI líst því yfir að þessar aðgerðir kosti 400 miljarða, eða að þeir ætli að ráðstafa 400 hundruð miljörðum í þessar aðgerðir.

Þetta er fyrsta rangfærslan hjá honum.

Liður 4 inniheldur svarið við því hvernig á að fjármagna leiðréttingarnar, en Gunnar gefur sér að ríkið hirði þennan pening.

Það er vissulega hægt, en núverandi ríkisstjórn stefnir að því að skila þessum peningum aftur til upprulalegra eigenda, þ.e. lántakenda.

Liður 5 er alger þvæla.

Það er enginn lagalegur munur á því að yfirtaka þessar innstæður eða kröfur á íbúðalánasjóð eða ríkið.

Lagalega séð er þetta nákvæmlega sama aðgerðin, fyrir utan það að það hefur aldrei staðið til að yfirtaka eitt né neitt án samninga, þannig að allt tal um dómsmál er rakalaust bull í manninum.

6 liðurinn er svo alveg ótrúlegur, frá hagfræðingi, að það skili engu fé í ríkiskassann að kröfuhafar afskrifi 200 miljarða kröfur á íbúðalánasjóð og ríkisvíxla?

Peningakröfur á ríkissjóð, beint eða óbeint?

Þetta eru 200 miljarðar sem að óbreyttu yrðu teknir úr ríkissjóði, og ekki bara teknir úr ríkissjóði heldur vilja að auki breytast í erlendan gjaldeyri og eru stór hluti af svokallaðri snjóhengju og ástæða þess að við getum ekki aflétt höftum.

Og maðurinn er hagfræðingur?

Í lið 7 gefur hann sér svo að það skili 100 miljörðum í ríkiskassan, enn og aftur talar hann um að ríkið eigi að hirða þennan pening, og aftur hundsar hann þá staðreynd að þarna er snjóhengjan lækkuð um 100 miljarða til viðbótar, því þetta eru líka eignir sem annars vildu fara úr landi í formi erlends gjaldeyris sem við eigum ekki til.

Í liðum 7 og 8 talar hann um að ef ríkið notar þessa 100 miljarða hafa það engin áhrif á peningamagn í umferð, en ef heimilin nota þessa peninga þá aukist peningamagní umferð um 100 miljarða.....???

Í lið 9 talar hann um að það að nota krónuinnstæður erlendra kröfuhafa jafngildi því að prenta peninga í seðlabankanum?

Var einhver að tala um vúdú hagfræði?

Í lið 11 virðist það ekki gefa ríkinu neitt svigrúm ef erlendir kröfuhafar afskrifa kröfur á það upp á a.m.k. 200 miljarða, það stendur bara ekki steinn yfir steini í þessu bulli Tómasar.

Í 12 lið talar Gunnar svo um að það jafngildi peningaprentun í Seðlabankanum að nota þessar eignir kröfuhafa innanlands, í stað þess að greiða þær úr landi í formi erlends gjaldeyris sem landið á ekki til????

ÉG meina það virkilega, að það er átakanlegt að horfa upp á Gunnar Tómasson fara svona með trúverðugleika sinn í pólitískum tilgangi sínum.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 11:42

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þar sem að liðir b og c eru skuldir ríkisins við þá sem hafa keypt ríkisvíxla og lánað Íbúðalánasjóð þ.e. skuldabréf sem eru með ríkisábyrgð þá skapar það ekkert svigrúm nema að skuldir lækka hjá ríkinu og Íbúðalánasjóð. Það skapar enga peninga til ráðstöfunar. Eignir í bönkum verða ekki til reiðu nema að ríkð fái þá og finni síðan einhverja kaupendur.  Gunnar hefur einmitt bent á að trúverðuleiki hans verði rakkaður niður af þeim sem trúa þessu blindandir. 

400 milljarða fá menn út með því að segja: Verðtryggð lán í dag eru um það bil 1200 milljarðar. Menn tala um að að frá 2007 hafi verðtryggð lán hækkað um 30 til 40% þau voru þá um 800 milljarðar 2008 og hafa því hækkað um 400 milljarða. Sem gerir að ef að á lækka þau niður í það sem var fyrir hrun þá eru það 400 milljarða lækkaun. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2013 kl. 12:07

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo væri rétt að vita hvaða pólitíska tilgang Gunnar Tómasson hefur? Nú var hann ekki í framboði. Sbr.

Í beinni útsendingu á Stöð2 daginn fyrir kosningar var Sigmundur Davíð spurður um viðbrögð hans við umsögn minni. Hann vísaði henni á bug sem pólitískum áróðri en taldi það ekki vera ámælisvert þar sem ég væri í framboði (fyrir Lýðræðisvaktina). Þar var um misskilning að ræða; ég var formaður uppstillinganefndar XL en ekki í framboði.

Þ.e. hann var viðloðandi starf XL en sá flokkur er ekki að Alþingi og er ekki í umræðunni núna. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2013 kl. 12:10

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hefur eitthvað spurst til svokallaðs Frosta?

Framsókn? Loll.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.6.2013 kl. 12:32

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eðlilegt að Gunnar taki til hendi í áróðurstríðinu verandi flugumaður AGS hér á landi. Hvað ætli hann fái í sporslur fyrir greiðann?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.6.2013 kl. 12:46

6 identicon

Sammála Sigurði her áður ...leiðnlegt að sja Gunnar Tómasson ..lækka fyrri standard sinn ..tekk i trekk !

Rhansen (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 16:54

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sem sagt allir sem bend á hugsanlega villur í málflutningi Sjálfstæðismanna og Framsóknar eru útsendarar hins illa? Ætli Gunnar viti bara ekki meira um þetta en framsókarflokkurinn og sjálfstæðismenn í heild sinni.  Veit ekki um nokkurn mann þar sem hefur staðið í að semja við körfuhafa um að hluta til ríkisbréf og skuldir og ná að breyta þeim í í peninga sem sama ríki getur notað í annað! A.m.k. ekki nokkur að þeim sem hafa kynnt þessa leið. Hugsanlega hinsvegar nokkrir þar sem eru tilbúnir að skuldsetja ríkð eða prenta peninga gegn því að fá bankana ódýrt báða 2.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2013 kl. 17:07

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki það að ég sé alltaf sammála Gunnari en það er að mínu mati vit í því sem hann segir enda segja þetta flestir sem mest eru í þessu máli. Menn mega ekki gleyma að t..d meðal kröfuhafana eru lífeyrissjóðir. Þessar krónueignir eru  eins og Gunnar segir

Tvo viðskiptabanka, 200 milljarðar. Það eru ekki peningar og verða það ekki fyrr en þeir yður seldir. Og hverjir fá að kaupa þá og geta borgað 200 milljarða á borðið. ?

b. Kröfur á Íbúðalánasjóð, 100 milljarðar. Íbúðalánasjóð vantar nú þegar fjármagn til að verða ekki gjaldþrota.

c. Ríkisvíxla, 100 milljarðar. Þ.e. þetta eru bréf um að ríkið skuldi þeim sem þau eiga ákveðna upphæð. Ef þeir fella þetta niður þá skuldar ríkið aðeins minna en fær ekki nokkur pening. Þetta er svoan svipað og ef lán er fellt niður á fyrirtæki þá á það ekki 100 milljarða það skuldar bara aðeins minna

d. Bankainnstæður, 100 milljarðar. Þetta væri möguleik á að ríkð gæti nýtt sér en ótrúlegt að kröfuhafar gefi það bara allt saman eftir

e. Gjaldeyrir utan Íslands 2.000 milljarðar. Það er reiknað með að þeir fái það allt þ.e. erlendir kröfuhafar. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2013 kl. 17:14

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Magnús,þó ég sé enginn sérfræðingur og veit nokkuð lítið um þessi mál þá hefur mér skilist að þau séu nokkurn veginn á þennan veg:Þessi Jöklabréf(samheiti á eignum kröfuhafanna) eru í íslenskum gjaldeyri svo þau eru inni í gjaldeyrisforðanum.Ef borgaðar yrðu þessar kröfur að fullu þýðir það minnkun á gjaldeyrisforðanum.Þetta þýðir peningaprentun ef gjaldeyrisforðinn er ekki nægur fyrir.Ef samið er um afslátt af kröfunni um segjum 10% og 90% yrði borgað til kröfuhafa en 10 %færu til að leiðrétta lán yrði nákvæmlega sama peningaprentun í gangi.Munurinn á þessu tvennu er samt sá að hluti greiðslunnar fyrir losun gjaldeyrishaftanna er notað til niðurfellingar skuldar innanlands.Sem er jákvætt.Það besta sem ég tel að ætti að gera er að byrja á því að semja um þessa greiðslu eða hreinlega yfirtaka þessi bréf(sem er vel hugsanlegt) og byrja á því að losa um gjaldeyrishöftin.Síðan mætti greiða bætur til lántakenda sem urðu fyrir sannarlegum skaða vegna hrunsins í áföngum.Smátt og smátt til að sporna gegn peningaprentun og veikingu krónunnar.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.6.2013 kl. 17:38

10 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Þeir ætla að byrja á að gefa út risavaxin gúmmítékka sem innleystur verður í Seðló og peningarnir sendir til fasteignakaupenda (sem ranglega eru kallaðir "heimilin í landinu"). Síðan verður séð til með hvenær og hvernig þessi gúmmítékki verður fjármagnaður, við munum ekki sjá þann hluta af þessu máli fyrr en seinna og líklega mun vandinn lenda á barnabörnunum.

Mikilvægt er að greiðslurnar verði upp á borðinu og hægt verði að sjá hver fær hversu mikið, á svipaðan hátt og skattskráin er opin öllum.

Sveinn R. Pálsson, 23.6.2013 kl. 19:00

11 identicon

Já, það er gaman að þessu.

Nú er það ekki svo að framsóknarleiðin sé gallalaus en ef síðuhöfundur heldur að hann sé kominn með Gunnar Tómasson með sér í lið þá leyfi ég mér að draga það í efa en það er þó kannski rétt að gera ekki hagfræðingnum upp of skoðanir.

En Gunnar hefur t.d. látið hafa eftir sér (facebook, 7. maí kl. 18:11) að hann telji skiptigengisleiðina vera EINU leiðina út úr okkar ógöngum samanber þessa færslu frá Rakel Sigurgeirsdóttur:

http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1301932/

Þá telur Rakel sig skynja það að Gunnar Tómasson tali fyrir TARP sjóði eða einhverju slíku en ég veit það svo sem ekki fyrir víst. 

En eitt aðal vandamáli við framsóknarleiðina eins og hún er kynnt núna (sem verður ekki endilega ofan á) er að það er mögulega verið að fara að semja um að skuldsetja ríkið fyrir gjaldeyri svo að kröfuhafar sem ríkið skuldar engan gjaldeyri komist úr landi. Þegar því síðan er lokið þá á eftir að leysa upphaflega snjóhengjuvandann upp á ca. 400 milljarða.

Það er í þessu ljós sem ég held að við ættum að skoða innlegg Gunnars Tómassonar um þetta mál. Hann vill leysa þetta allt á einu bretti eins og margt skynsamt fólk hefur lagt til (t.d. Róbert Wessman, Lilja Mósesdóttir og Friðrik Jónsson).

Seiken (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 19:21

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sveinn,þú talar um að fasteignakaupendur séu ranglega nefnd heimilin í landinu.Það er rétt að því leiti að nokkur hluti þjóðarinnar býr í leiguhúsnæði.Flestar barnafjölskyldur búa í sínu eigin húsnæði.en það eru ekki allir fasteignaeigendur sem eiga í vanda(mismunandi hvenær menn keyptu).En vandi fjölskyldna sem eiga í greiðsluvanda kemur að mestu leiti til út af greiðsluvanda á húsnæðislánum.Ég er á móti flatri niðurfellingu heldur eigi að miða við hvernig hvert lán hækkaði á vissu tímabili kringum hrunið 2008.Og það er að sjálfsögðu engum til bóta að framkvæma þessa leiðréttingu með þeim hætti að verðbólga og gengishækkun fylgi með.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.6.2013 kl. 21:39

13 identicon

"...400 milljarða fá menn út með því að segja:"

Tóma vitleysu.

Þetta er einhver heimatilbúinn grautur, og kemur ekki frá núverandi ríkisstjórn.

Þessi upphæð er tóm þvæla, aldrei hefur verið talað um að lækka þessi lán niur í sömu tölu og þau voru fyrir hrun.

Bara tómt bull.

Sigurður (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 00:09

14 identicon

Ég er ekki að segja að þessar tillögur ríkisstjornar, og þá sérstaklega framsóknar séu eina, eða besta leiðin.

Eflaust er hægt að finna á henni galla, en Gunnar bendir ekki á þá í þessum pistli sínum.

Það stendur ekki steinn yfir steini í þessari gagnrýni hans.

Sigurður (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 00:17

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Merkilegur fýr þessi ,,sigurður".

Hérna hefur hann langa lengi talað um að fella þyrfti niður skuldir flatt og þá var alltaf haft í huga 20% niðurfelling framsóknar sem þeir komu upp með á sínum tíma og/eða ,,leiðrétta" verðbólguhluta verðtryggðra lána.

Nú, svo koma framsjallar í stjírn efir að hafa boðið pening fyrir atkvæði.

Hvað gerist hjá ,,sigurði"? Jú, það þarf ekkert að gera!

Þetta er nefnilega málið, að þessi umræða um niðurfellingu skulda hefur verið svakalega própagandakennd. Alveg skipulagður áróður í mörg ár og sérstakir hópar á vegum framsóknarflokksins.

Þessir hópar eru nú allir horfnir og nú þarf bókstaflega ekkert að gera fyrir heimilin í landinu hérna!

Þessi hugmynd um hringekjusjóðinn - að þessi hugmynd þýðir bara skuldsetningu ríkisins fyrir þeirri upphæð.

Þetta er ekki ,,bara peningaprentun" þessi hugmynd. Öll peningaprentun þýðir skuldsetningu ríkisins.

Galin hugmynd og þá svona fræðilega á pappírnum hún sé sennilega framkvæmanleg - þá eru afleiðingarnar margar og miklar til baga fyrir fjármál ríkisins - og eg er bara ekki að sjá að nokkur samþyggi svo galna tillögu. Eg á eftir að sjá það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.6.2013 kl. 00:34

16 identicon

Eini áróðurinn sem við þurfum að hafa áhyggjur af í samhengi við skuldamál heimilanna Ómar eru tilraunir ykkar jafnaðarmanna til þess að sakvæða almenning í landinu til þess að geta stolið þessu fé. Sá áróður var einfaldlega andsamfélagslegur og sýndi að ykkur er nákvæmlega sama um afdrif fólks eða að velferð þess sé að minnsta kosti fórnandi fyrir pólitísk markmið.  Svona hugsa í raun bara valdhafar í alræðisríkjum.

Og svo langt genguð þið í þessari niðurrifsstarfsemi að meira að segja vinstri grænir þingmenn voru farnir að viðurkenna það í kosningabaráttunni að það að leiðrétta ekki skuldir heimilanna rétt eftir hrun hefðu verið mistök. Og erum við þá að tala um þingmenn í flokki sem er ekki laus við tengingu við alræðis-stjórnmálastefnur. Firringu ykkar samfylkingarliða lauk hins vegar ekki einu sinni þó að flokknum hefði verið praktískt séð eytt í kosningunum.

Og svarið er "já", þetta er orðið flóknara núna af því að þið klúðruðuð þessu. Og svarið er líka "já" að það er ekki endilega gefið að framsóknarleiðin sé sú besta til þess að vinda ofan af þessu, en þeir eru þó að minnsta kosti að reyna á meðan þið eruð ennþá á fullu í sjálfseyðingu og niðurrifi.

En allt tal um að það að nota innistæður, sem ríkið kann að taka yfir frá kröfuhöfum, til þess að færa niður höfuðbækur lánasafna sé ígildi peningaprentunnar er rangt.  M.ö.o. það er rétt hjá þér Ómar að framsóknarleiðin er fræðilega séð fær en staðan sem síðasta stjórn skildi okkur eftir í er hins vegar það alvarleg að það verður að leita að heildstæðri lausn á margþættum vanda, þar sem skuldamál heimilanna er einn angi, eins og Friðrik Jónsson hefur marg sinnis bent á.  Sú lausn gæti t.d. verið skiptigengisleið.

Seiken (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 08:14

17 identicon

Eitt finnst mér alveg makalaust í þessari umræðu og það er það að um leið og það var farið að tala um að leiðrétta mætti / ætti stökkbreytt verðtryggð lán heimilanna þá byrjaði kórsöngurinn og hann söng og syngur enn: það er  ekkert hægt að gera - má alls ekki -  þarf ekki  -  Þá fer allt á hvolf, verðbólgan hækkar og svo videre. Fyrir hverja er þessi kór að syngja?? Er það virkilega svo að það sé bara hægt að afskrifa og færa niður lán fyrir þá sem skulda marga milljarða en ekki venjulegt fólk?? Þeir sem hér eru verða að svara því.

Bjarki (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband