Leita í fréttum mbl.is

En Framsókn veit þetta svo miklu betur.

Íbúðalánsjóður:

Sé litið til neyslukönnunar Hagstofunnar og reglna um greiðslumat þá hefur ákveðinn hluti landsins ekki efni á því að kaupa sér þak yfir höfuðið og líklega ekki heldur efni á því að leigja sér húsnæði. Verði eingöngu boðið upp á óverðtryggð lán til húsnæðiskaupa mun þessi hópur stækka umtalsvert vegna hærri greiðslubyrði óverðtryggðra lána.

Tilgangur verðtryggðra jafngreiðslulána var einmitt sá að lækka húsnæðiskostnað eins og kostur var til þess að sem flestir gætu komið sér þaki yfir höfuðið, jafnvel þótt þessu fylgdu ókostir á borð við mikla skuldsetningu almennings sem leitast við að fá eins há lán og greiðslugeta leyfir. Þess vegna telur Íbúðalánasjóður æskilegt að boðið verði upp á bæði óverðtryggð og verðtryggð íbúðalán til húsnæðiskaupa, en að neytendur séu vel upplýstir um kosti og galla hvers láns fyrir sig. Enn fremur telur sjóðurinn að ekki eigi að bjóða lengri lán en til 30 ára nema í undantekningartilvikum og að skoða eigi að setja skorður við því hversu hátt hlutfall greiðslubyrði lána megi vera af ráðstöfunartekjum heimilis. Sjá hér

Seðlabanki:

Niðurstöður rannsókna sérfræðinga Seðlabankans sýna að almenn niðurfærsla verðtryggðra húsnæðislána er dýr og óskilvirk aðgerð til að koma til móts við þann hóp heimila sem glímir við hvað mestan vanda, þ.e. þann hóp heimila sem glímir bæði við greiðslu- og skuldavanda. Hætta er á að svigrúm til að bregðast við vanda þeirra yrði skert sökum kostnaðar við almennu niðurfærsluna.

Seðlabankinn talar jafnaframt um „meintan forsendubrest“ í umsögn sinni.

Vandséð er að hugtakið forsendubrestur eigi við í þessu tilfelli, enda er það kjarni verðtryggingar að raungildi afborgana og eftirstöðva sé óháð sveiflum í verðbólgu. Það er því ein af forsendum verðtryggðs láns að nafnvirði lánsins breytist með óvæntum sveiflum í verðlagi. Ætla má að langvarandi reynsla Íslendinga af verðbólgu og verðtryggingu lána geri það að verkum að þekking á þessu samhengi sé útbreidd. Sjá hér

Samtök atvinnulífssin:

Í umsögn SA segir að ekki verði gert lítið úr skuldavanda heimila og er skilningur á aðgerðum til að koma til móts við hann, einkum hjá þeim sem eru verst settir. Hins vegar verði ekki litið framhjá því að þegar hafi verið gripið til margvíslegra úrræða og aðgerða af hálfu stjórnvalda og fjármálafyrirtækja, meðal annars 110 prósent leiðarinnar, hækkunar vaxtabóta og sérstakra vaxtabóta sem fjármagnaðar voru með sköttum á lántakendur og lífeyrisþega.

Áhyggjur SA snúa fyrst og fremst af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á stöðu ríkissjóðs og efnahagslífið. Stórfelld niðurfærsla skulda heimila hlýtur að hafa víðtæk áhrif á efnahagslífið, t.a.m. aukna einkaneyslu, aukinn innflutning og viðskiptahalla, og getur stuðlað að veikara gengi krónunnar, vaxandi verðbólgu og hærri vöxtum. Verði þróunin sú verður afnám gjaldeyrishafta enn fjarlægara en ella. Sjá hér

ASÍ leggur áherslu á þá sem líka haf orðið illa úti úr þessu svo sem leigjendur og fleiri hvort ekkert eigi að gera fyrir þá?

 

En Frosti veit þetta svo miklu betur enda hefur maðurinn menntun, áratuga reynslu í að fást við vandamál skuldugara ríkja,  stýring á gengi gjaldmiðla og niðurgreiðslum á skuldum (eða ekki) og hann segir :

Nú er þetta ekki ætlað til þess að koma til móts við þann hóp sem glímir við mestan vanda, það er nefnilega á misskilningi byggt. Aðgerðir til þess eru annars eðlis. Þetta eru svokallaðar almennar aðgerðir til leiðréttingar á forsendubresti sem allur almenningur varð fyrir,

Smá viðbót

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja vara við erfiðleikum við höfuðstólslækkun lána frá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. Niðurfæslu þeirra lána þurfi að mæta með framlögum frá almenningi eða með niðurfærslu skulda íbúðalánasjóðs sem í reynd væri að mestu leyti á kostnað lífeyrissjóðanna.

Samband íslenskra sveitarfélaga og Alþýðusamband Íslands benda á fleiri hópa en húsnæðiseigendur sem hafi orðið fyrir áhrifum efnahagshrunsins. Leigjendur eru sérstaklega nefndir í þessum sambandi.

 


mbl.is Niðurfærsla lána óskilvirk og dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er einfaldlega misskilningur.

Almenn niðurfærsla er ekki fyrir "bara þá verst settu".

Hún er almenn, sem þýðir hún gagnast sem flestum.

Seðlabankinn heyrir ekki undir velferðarráðuneytið, heldur er þetta æðsta stofnun landsins í peningamálum. Þess vegna er mikill söknuður að því að fá ekki að heyra sjónarmið stofnunarinnar um þessa tillögur,, frá sjónarhóli peningamála. En því er ekki að dreifa.

Umsögnin missir því einfaldlega marks.

Greining á röngu vandamáli.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2013 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband