Leita í fréttum mbl.is

Þegar menn lofa öllu fyrir alla, þá verða menn að taka afleiðingu þess!

Sko ríkisstjórn sem er mynduð af flokkum sem lofuðu öllu fyrir alla fyrir kosningar geta bara ekki kvartað yfir því að allir bæði þeir sem lentu í minni hluta á Alþingi og allir hinir rukki þá um allt fyrir alla og helst meira.  Þannig að nú vill fólk:

  • lægri lán,
  • hærra kaup,
  • lægri skatta,
  • aukin umsvif,
  • lægra atvinnuleysi
  • aukna þjónustu.
Þetta eru nærri orðrétt heildarloforð þessara flokka.

Þeir sögðu aldrei að þetta yrði skoðað á kjörtímabilinu, heldur að ráðist yrði í þetta strax eftir kosningar. Og nú er það okkar bæði þeirra sem kusu þá og þá sem þurfa að búa við að þeir náðu meirihluta að rukka um þetta ef að þeir hafa einhverjar raunhæfar leiðir að þessu sem kosta almenna skattgreiðendur ekki hækkanir og verri lífskjör. Þannig blasir þetta við mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Verð reynar að bæta því við að ég hef kannski í fyrri færslum deilt á Eygló Harðar ómaklega. Hún er þó eini ráðherran sem virkilega vatt sér í að framfylgja loforðum sem hún gaf fyrir kosnignar og eftir að hún varð ráðherra. Engin annar hefur staðið undir væntingum sem kjósendur gerðu til þeirra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.6.2013 kl. 14:47

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er það með Eygló - ég man ekki eftir loforðum í skrefum

Rafn Guðmundsson, 26.6.2013 kl. 17:08

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

"Nærri orð rétt", hversu nærri er það?

Það er nú ekki nema rúmmur mánuður síðan það voru stjórnarskipti, eigum við ekki að gefa þessu fólki til 31. desember að sýna hvað það gerir og býr í þeim?

Nú ef það eru einhver kosningasvik sem koma fram eftir þann dag, þá má ganga á þessa Ríkisstjórn og ásaka um kosningasvik, en fyrir þann tíma þá er þetta bara æsingar og lýðskrum um kosningarsvik.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 26.6.2013 kl. 22:34

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þegar siðblindir halda sjálfum sér partý og reyna að gera það sem þeir kunna ekki, þá laskast partý umhverfið verulega.

Þannig fór með öll loforð og heitstrengingar, ábyrgðarmanna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, sem enn hefur ekki tekið til eftir sig. En það tekur tíma að laga til eftir svona partý hjörð.

Stór vandi í þessu máli er að allar smíðar voru einkanlega lagaðar undir rassa Jóhönnu og Steingríms, en þau rassför passa ekki fyrir þá sem vilja gera öðrum gagn.     

Hrólfur Þ Hraundal, 27.6.2013 kl. 12:38

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta sagði Sigmundur Davíð í mars mánuði eftir að minnihlutastjórn Jóhönnu tók við:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur harðlega fyrir aðgerðaleysi. Ríkisstjórnin er minnihlutastjórn og ver Framsóknarflokkurinn hana falli.

Gagnrýni Sigmundar Davíðs birtist í pistli hans á Eyjunni. Hann segir að ríkisstjórnin verði að taka sig taki og skila því sem henni er ætlað og var mynduð til. Þá segir Sigmundur Davíð:

„Hver af skilyrðunum fyrir tilvist sinni hefur ríkisstjórnin uppfyllt? Hún hefur dregið lappirnar í stjórnlagaþingsmálinu, hún hefur ekki komið með lausnir til að bregðast við vanda heimilanna og atvinnulífs og nú hefur komið í ljós að kjördagurinn hefur ekki einu sinni verið kynntur formlega.

Nú ætti þingið að ákveða að þingrof fari fram 12. mars í samræmi við ákvörðun um að kosningar verði haldnar 25. apríl og sammælast um að fram að þeim degi verði tíminn nýttur til að gera ráðstafanir svo að efnahagslíf þjóðarinnar verði ekki rjúkandi rúst þegar nýtt þing tekur til starfa.“

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.6.2013 kl. 15:30

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta kemur allt saman anda bara með nefinu og njóta sumarsins í góðu skapi.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 27.6.2013 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband