Leita í fréttum mbl.is

Enginn sérfræðingur sammála ríkisstjón varðandi skuldamál heimila.

En eins og venjulega veit Sigmundur Davíð betur. OECD segir skv. þessari frétt:

 Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) telur þá flötu lækkun lána sem boðuð hefur verið ekki ráðlega og tekur undir þá gagnrýni Seðlabankans að slík lækkun myndi að mestu nýtast þeim sem ekki ættu í erfiðleikum með afborganir. Stofnunin sagði það mun árangursríkara að takmarka lækkanir við þau heimili sem ættu erfitt með að standa í skilum.

Og um Sjálfstæðisleiðna:

Stofnunin telur heldur ekki ráðlegt að gera afborganir af húsnæðislánum frádráttarbærar frá skatti. Benti David Carey, hagfræðingur OECD á slæma reynslu landa á borð við Holland af slíku fyrirkomulagi og sagði mörg þeirra landa sem stuðst hefðu við slíkt kerfi hafa afnumið það. Hann nefndi til dæmis að fyrirkomulagið í Hollandi skerti tekjuskattstofn ríkisins um þriðjung og hvetti til þess að heimilin greiddu síður niður lán sín og fjárfestu þess í stað, sem leiddi til aukinnar áhættu fyrir heimilin í landinu.

Þess í stað lagði stofnunin til húsnæðistengd fjárframlög ríkisins til þeirra sem ættu erfitt með að standa undir húsnæðiskostnaði og greina þannig ekki á milli þeirra sem keyptu eða leigðu húsnæði.

Þetta síðsta er nú nákvæmlega það sem unnði var að með því sem var kallað Húsnæðisbætur í tíð fyrri stjórnvalda.  

Eins þessi leið hans Sigmundar um allt að 800 milljarða sem ná mætti af kröfuhöfum. Eina landi sem ég veit að hefur veirð í svipaðri stöðu varðandi kröfuhafa. Argentína. Þeir hafa staðið í stríði við kröfuhafa þess lands í um 13 ár og hún stendur enn. Það er nefnilega það sem maður hræðist. Við lentum í hruninu 2008 vegna manna sem höfðu fundið sér Íslenskrar leiðir til að geta Ísland að fjármálaparadís og engir aðrir skyldu snillina. En úps óvart eru erlendar stofnanir sem hafa marg oft skoðað þessar leiðir og vita á þeim kosti og galla. En Sigmundur Davíð þarf ekkert að hlusta á aðra. Hann er svo víðlesin og klár að hann veit allt betur. 

 


mbl.is Flöt lækkun lána ekki ráðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fullyrðingin sem er sett fram í fyrirsögninn er einfaldlega ekki í samræmi við staðreyndir. Hér til dæmis umsögn um málið þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að ráðast í þessar aðgerðir til þess að tryggja fjármálastöðugleika heimilanna og hún er eftir sérfræðinga.

http://www.althingi.is/dba-bin/erindi.pl?lgt=142&dbnr=57

Guðmundur Ásgeirsson, 27.6.2013 kl. 21:31

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hver er að biðja um - og af hverju ert þú að fjalla um - málefni sem er ekki er verið að vinna eftir - "20% flatri niðurfellingu"

Það er verið að ræða þingsályktunartillögu í 10 liðum um margar nálganir málsins - en ekki "20% flata niðurfellingu"

Er ekki réttara hjá þér - og OECD - að fjalla um málið eins og það liggur fyrir?

Kristinn Pétursson, 28.6.2013 kl. 04:49

3 identicon

Samfylkingin, og Seðlabankastjórinn hennar eru ekki enn farin að skilja út á hvað tillögur ríkisstjórnarinnar ganga

Fyrverandi ríkisstjórn vinstri manna hafði eingöngu áhuga á að leiðrétta hjá þeim sem skuldsettu sig mest og tóku allt að láni án þess að legga krónu út sjálfir í nokkurn skapaðan hlut.

Fólkið sem tók bókstaflega ALLT á lánum.

Núverandi ríkisstjórn hins vegar stefnir að því að allir sem urðu fyri verðbólguskotinu fái samskonar leiðréttingar.

Að eitt gangi yfir alla.

Að fólki sé EKKI refsað fyrir það að sýna ráðdeild og hagsýni í peninga og skuldamálum heimilisins.

Þetta er sanngirnis og réttlætismál, og því kannski eðlilegt að samfylkingarmenn skilji ekki þessa hugmyndafræði, það var jú samfylkingin semn setti á lög sem brutu á stjórnarskrá lýðveldisins til þess að reyna að redda bönkunum afturvirka vexti sem áttu að skila bönkunum hundruðum miljörðumn frá fólkinu í landinu í hreina eignaupptöku.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 08:50

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framstetning Framsóknar í aðdraganda kosninga var almenn flöt niðurfelling og ekki hægt annað að skilja það sem 20% niðurfellingu af samhenginu - að minnsta kosti! Að minnsta kosti 20% en hugsanlega meira.

Auðvitað voru framsóknarmenn og sigmundur bara að ljúga því til að kaupa atkvæði útá.

Jafnframt sýnir þetta, að allt tal framsóknar síðustu 4 ár í stjórnarandstöðu - var lygi. Alltsaman.

Það er athyglisvert að horfa á útsetningar frá alþingi núna og sjá þessa framsóknarmenn þegar þeir hafa flett af sér fótósjoppaðri grímunni. Snautlegir og sigmundur sá snautlegasti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.6.2013 kl. 10:37

5 identicon

Ef það væri nú eina ruglið frá erkirugludallinum honum Ómari að rugla saman kosningaloforðum 2009 og 2013.

M.v. allt bullið frá þessum manni þá er nú ekki mikið að hanns minni geri villur upp á 4 ár.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband