Leita í fréttum mbl.is

Nokkir vafasamir punktar í röksemdum Forseta

Skv skýringum hans þurfa þingmenn að beita málþófi til að hann setji mál í Þjóðarakvæðagreiðslu. Sbr.

Þegar Alþingi fjallaði um þetta mál, ólíkt þeim málum sem ég hef áður vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu, fór þriðja umræðan bara fram á dagsparti. Ég man ekki nákvæmlega hvað það var, einn eða tveir eða þrír klukkutímar. En um hin málin þrjú, fjölmiðlamálið og Icesave-málin bæði, stóðu dögum og vikum saman, í bæði annarri og þriðju umræðu, harðar deilur á Alþingi,“ 

Og svo hreinlega fer hann ekki rétt með þegar hann talar um 3 milljarðalækkun þvií greinagerð með frumavarpinu segir:

Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum fyrir aflaheimildir geti orðið á rekstrar- og greiðslugrunni fyrir þessi ár samkvæmt frumvarpinu borið saman við forsendur fjárlaga 2013 og ríkisfjármálaáætlunarinnar:


2013

2014
mia. kr. rg. grgr.
rg. grgr.
Ríkisfjármálaáætlun 13,5 12,6
16,2 14,5
Eftir breytingar 10,3 11,7
9,8 9,8
Munur -3,2 -0,9
-6,4 -4,7

 Og einnig segir þar:

Þegar litið er til lækkunar veiðigjaldanna í 9,8 mia. kr. á næsta fiskveiðiári, eins og kveðið er á um í frumvarpinu, má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum lækki um 3,2 mia. kr. á rekstrargrunni 2013. Þegar metin eru áhrif breytinga veiðigjalda á tekjur ríkissjóðs 2014 skiptir einnig verulegu máli hvert veiðigjaldið verður á fiskveiðiárinu 2014/2015. Ef gert er ráð fyrir að gjaldtakan verði sú sama í krónum talið á því fiskveiðiári, eða alls 9,8 mia. kr., þá má áætla að tekjur ríkissjóðs á rekstrargrunni árið 2014 geti lækkað um 6,4 mia. kr. árið 2014 frá því sem reiknað var með í fyrri ríkisfjármálaáætlun.

Svo hlýtu Ólafur að viðurkenna að það er gjá milli þings og þjóðar núna eins og í fyrri málum sem hann hefur vísað lögum til þjóðarinnar. En nú er telur hann nóg að segja að stjórmálamenn verði að ná sátt vði þjóðina um fiskveiðauðlindinga og arðinn af henni. Ekki mikil áhugi á að vilji þjóðarinnar nái nú fram. 

 


mbl.is Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er misnotkun á þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar ó-upplýstar og pólitískar undirskriftir vilja krefjast afstöðu þjóðar, með fjölmiðla-ó-upplýstri stöðu mála!

Það er ekki hægt að leyna almenningi og alþingi, hvernig raunveruleikinn er í raun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2013 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband