Leita í fréttum mbl.is

Svona sparnaður bítur okkur í rassinn fljótlega.

Minnir að þetta hafi verið áætlun sem unnið var að því að útfæra í nærri ár. Mikið af atriðum sem auðsjáanlega hefðu skilað okkur arðsemi á komandi árum auk þess sem þær stuðla að aukningu í greinum öðrum en þessu gömlu og stöðnuðu. Þarna m.a. nýsköpun og rannsóknir sem m.a. er eins og orðana hljóðan sprotafyrirtæki og frumkvöðlar. En auðvita byrjar stjórnin á að skera niður tekjustofna sem áttu að standa að þessu og koma um leið í veg fyrir sennilega einhver þúsundir starfa og auk þess afleiddum störfum.  Og versta er að ávinningur af þessum störfum hefðu væntanlega sýnt sig á næstu árum.
"Meðal verkefna sem fjárfestingaáætlunin gerði ráð fyrir voru aukið fjármagn í skapandi greinar, ferðaþjónustu, Græna hagkerfið, rannsóknar- og tækniþróunarsjóði og fjárfestingar í samgöngumannvirkjum og fasteignum. Í fjármálaráðuneytinu er verið að fara yfir þessi fjárfestingaloforð. Alls óvíst er því hversu mikið af þeim verður hrundið í framkvæmd."

Okkur veitt nú ekki af vegna þeirra samninga sem við stöndum að fara að skapa stöf í greinum sem menga minna sem og að huga því að draga úr mengun frá þeim fyrirtækjum sem þegar starfa hér.  Eins gildir um samgöngumál og fleira. En nei byrjað á því að skera niður tekjur í þessi mál og síðan hætt við þau öll. Þessi sömu flokkar voru síðustu 4 ár að hvetja til þess að stjórnvöld veittu auknu fé í verkefni sem sköpuðu vinnu.

Það er bara kristaltært að Íslandi dugar ekki að halda að allir geti fengið vinnu við sjávarútveg, ferðaþjónustu og stóriðju. Það þarf að skapa fjölbreytni og þá þarf að ganga á undan með góðu fordæmi og sjóðum og styrkjum sem sprotafyrirtæki og frumkvöðlar geta sótt um í og hjálpa þeim fyrsta áfangan. Slíkt hefur þegar skilað gríðarlegum árangri. Mörg af okkar stærstu fyrirtækjum í dag byrjuðu þannig. 


mbl.is Fjárfestingaáætlun skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira fjármagn í ferðaþjónustu en samt getur hún ekki borgað vsk einsog aðrir og hvergi hægt að þverfóta fyrir erlendum ferðamönnum. Ég held að þegar allt er gert upp þá sé sáralítill raunverulegur hagnaður af túrisma á Ísandi.

Grímur (IP-tala skráð) 24.7.2013 kl. 23:05

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Undirstöðugreinarnar eru Sjávarútvegur , Landbúnaður og Iðnaður Magnús.Nýsköpunartækifærin felast í nýjum greinum tengdum þessum greinum.Það kom fram um daginn að hægt er að auka aflaverðmæti sjávarútvegsins um helming.Við höfum þessvegna ekki efni á að skattleggja þessar greinar í dauðann eins og gert er með veiðigjaldinu.Þar erum við að bíta okkur í rassinn.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.7.2013 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband