Fimmtudagur, 25. júlí 2013
Ríkisbákn? Hvar á að skera niður.
Hjá ríkinu starfa um 20 þúsund starfsmenn í um 16 þúsund ársverkum.
Starfsmenn ríkisins
Árið 2011 störfuðu rúmlega 21.000 manns hjá ríkinu og sinntu 16.808 ársverkum. Töluverðar sveiflur eru í starfsmannafjölda ríkisins yfir heilt ár. Þannig fjölgar starfsmönnum á sumrin vegna afleysinga en færri eru við störf yfir vetrarmánuðina.
Samkvæmt ríkisreikningi 2011 voru launagjöld ríkisins 119 milljarðar, eða 19,7% af heildargjöldum þess.
Fjölmennustu hóparnir sinna störfum á sviði heilbrigðismála, menntamála og löggæslu. Landspítalinn er stærsti einstaki vinnustaðurinn en þar starfa um 5.500 starfsmenn sem sinna um 3.800 ársverkum.
Þannig eru starfmenn á Landspítala einum um 25% af starfsmönnum ríkisins. Og ef við tökum öll sjúkrahús, heilsugæslu og hjúkrunarheimili þá geri ég ráð fyrir að yfir helmingur starfsmanna ríkisins sé bar í heilbrigðisgeiranum. Stór hópur eru svo kennarar í framhalds- og Háskólum og öðru sem tengist fræðslumálum. Síðan er lögreglan sem væntanlega er með um 5 til 10% hlut. Veit að starfsmenn í ráðuneytum beint eru um 500. Svo þegar fólk er að láta plata sig í að hér sé svakalega yfirbygging hjá ríkinu þá ætti það að skoða málin betur. Og meðal annarra orða þá hefur starfsmönnum fækkað frá hruni um upp undir 1000 minnir mig.
En þessi inngangur er til að benda á grein á visir.is í dag. Þar sem m.a. er bent á eftirfarandi fréttir sem sýna að það er kallað á aukna mönnun hjá ríkinu frekar en fækkun:
Eru ríkisstarfsmenn of margir?
Af nýlegri umræðu má ráða að uppi séu skoðanir um að ríkisstarfsmenn séu of margir, og hægt væri að ná fram sparnaði með því að skera af óþarfa fitulag með því að fækka ríkisstarfsmönnum. Erfitt er að finna vísbendingar sem styðja þessa staðhæfingu. Algengast er efni um hið gagnstæða, þ.e.a.s. að ríkisstarfsmenn séu of fáir. Nokkur nýleg dæmi:
1. Lögreglumenn landsins allt of fáir. Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent. (visir.is 27. júní 2013)
2. 55 læknanemar með tímabundið lækningaleyfi starfa á Landspítalanum í sumar. Langvinn mannekla er hluti ástæðunnar, segir formaður læknaráðs spítalans. (RÚV 20. júlí 2013)
Ekkert krabbameinseftirlit á sumrin. Þeir sem eru í reglubundnu eftirliti vegna krabbameins fengu í vor bréf frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans þar sem kemur fram að vegna manneklu og sumarleyfa verði eftirlitstímum frestað fram á haust. (ruv.is 19. júlí 2013)
3. Ekki jafn fáir starfsmenn síðan 2005. Starfsmönnum háskóla fækkaði um 140 á milli nóvember 2010 og nóvember 2011 og hafa ekki verið færri síðan skólaárið 2005-2006. (mbl.is 13. júní 2013)
Skortur á menntuðu starfsfólki. Háskólarnir eru komnir að þolmörkum vegna aukins álags án þess að starfsfólki hafi fjölgað í samræmi. (RÚV 11. apríl 2013)
Það sem styður þessi dæmi um núverandi skort á ríkisstarfsmönnum eru kannanir á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem gerðar voru 2006-7 og 2011-12 (sjá vef fjármálaráðuneytisins). Þar má finna skýrar vísbendingar um mikið og vaxandi vinnuálag innan ríkisstofnana. Sjá hér
Svo geta Vigdís og Ásmundur bullað út í það óendanlega um að það megi sko skera niður og hafa gaman af. Sé ekki hvar þau geta gert það. T.d. rekstur allra sendiráða kostar um 2 milljarða. Það er nærri það sama og þessi ríkisstjórn ætlar að láta ferðaþjónustuinni eftir af vsk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 969459
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Það eru litlar líkur á að þú verðir rekinn Magnús.Það er samt aldrei öruggt, að vera ekki rekinn.Og þannig á það að vera svo menn standi sig.En þú verður að bíða og sjá og vona það besta.Nú eða hugsa rétt.
Sigurgeir Jónsson, 25.7.2013 kl. 22:41
Það má byrja með að setja í lög að launagjöld ríkisins fari ekki yfir 100 miljarða.
Afnema styrki til bíókarla.
Afnema fæðingarörlof og bætur.
Listamannalaun lækkuð um 80%.
Svona mætti lengi telja um óþarfa eyðslu.
Kveðja frá Lagos.
Jóhann Kristinsson, 26.7.2013 kl. 06:03
Það má spyrja sig þeirrar spurningar hvað sé óþarfa eyðsla Jóhann.
Hins vegar mættu þessir blessuðu þingmenn byrja á því að fara í naflaskoðun og lækka eftirlaun til sjálfra síns til jafns við aðra í þjóðfélaginu. Taka mætti af dagpeninga til ráðherra þar sem ráðuneytin borga allan kostnaðinn og síðan fá þeir fulla dagpeninga þrátt fyrir engin útgjöld. Annar kostnaður til þingmanna og ráðherra mætti skoða, t.d. ókeypis dagblöð, allur símakostnaður greiddur o.sv.frv.
Síðan mættu þessir þingmenn líta á styrkina til bændastéttarinnar.
thin (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 11:44
Góðar hugmyndir thin.
Ég er viss um að fleiri gætu komið með eins góðar hugmyndir eins og ég og þú hðfum.
Sem sagt auðvelt að skera niður og við getum sagt þeim hvar á að skera niður sem þykjast ekki vita hvar er hægt að skera niður.
Kveðja frá Lagos.
Jóhann Kristinsson, 26.7.2013 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.