Leita í fréttum mbl.is

Ríkisbákn? Hvar á að skera niður.

Hjá ríkinu starfa um 20 þúsund starfsmenn í um 16 þúsund ársverkum.

Starfsmenn ríkisins

Árið 2011 störfuðu rúmlega 21.000 manns hjá ríkinu og sinntu 16.808 ársverkum. Töluverðar sveiflur eru í starfsmannafjölda ríkisins yfir heilt ár. Þannig fjölgar starfsmönnum á sumrin vegna afleysinga en færri eru við störf yfir vetrarmánuðina.

Samkvæmt ríkisreikningi 2011 voru launagjöld ríkisins 119 milljarðar, eða 19,7% af heildargjöldum þess.

Fjölmennustu hóparnir sinna störfum á sviði heilbrigðismála, menntamála og löggæslu. Landspítalinn er stærsti einstaki vinnustaðurinn en þar starfa um 5.500 starfsmenn sem sinna um 3.800 ársverkum.

Þannig eru starfmenn á Landspítala einum um 25% af starfsmönnum ríkisins. Og ef við tökum öll sjúkrahús, heilsugæslu og hjúkrunarheimili þá geri ég ráð fyrir að yfir helmingur starfsmanna ríkisins sé bar í heilbrigðisgeiranum. Stór hópur eru svo kennarar í framhalds- og Háskólum og öðru sem tengist fræðslumálum.  Síðan er lögreglan sem væntanlega er með um  5 til 10%  hlut. Veit að starfsmenn í ráðuneytum beint eru um 500. Svo þegar fólk er að láta plata sig í að hér sé svakalega yfirbygging hjá ríkinu þá ætti það að skoða málin betur. Og meðal annarra orða þá hefur starfsmönnum fækkað frá hruni um upp undir 1000 minnir mig. 

En þessi inngangur er til að benda á grein á visir.is í dag. Þar sem m.a. er bent á eftirfarandi fréttir sem sýna að það er kallað á aukna mönnun hjá ríkinu frekar en fækkun:

Eru ríkisstarfsmenn of margir?
Af nýlegri umræðu má ráða að uppi séu skoðanir um að ríkisstarfsmenn séu of margir, og hægt væri að ná fram sparnaði með því að skera af óþarfa „fitulag“ með því að fækka ríkisstarfsmönnum. Erfitt er að finna vísbendingar sem styðja þessa staðhæfingu. Algengast er efni um hið gagnstæða, þ.e.a.s. að ríkisstarfsmenn séu of fáir. Nokkur nýleg dæmi:

1. „Lögreglumenn landsins allt of fáir. Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent.“ (visir.is 27. júní 2013)

2. „55 læknanemar með tímabundið lækningaleyfi starfa á Landspítalanum í sumar. Langvinn mannekla er hluti ástæðunnar, segir formaður læknaráðs spítalans.“ (RÚV 20. júlí 2013)

„Ekkert krabbameinseftirlit á sumrin. Þeir sem eru í reglubundnu eftirliti vegna krabbameins fengu í vor bréf frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans þar sem kemur fram að vegna manneklu og sumarleyfa verði eftirlitstímum frestað fram á haust.“ (ruv.is 19. júlí 2013)

3. „Ekki jafn fáir starfsmenn síðan 2005. Starfsmönnum háskóla fækkaði um 140 á milli nóvember 2010 og nóvember 2011 … og hafa ekki verið færri síðan skólaárið 2005-2006.“ (mbl.is 13. júní 2013)

„Skortur á menntuðu starfsfólki. Háskólarnir eru komnir að þolmörkum vegna aukins álags án þess að starfsfólki hafi fjölgað í samræmi.“ (RÚV 11. apríl 2013)
Það sem styður þessi dæmi um núverandi skort á ríkisstarfsmönnum eru kannanir á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem gerðar voru 2006-7 og 2011-12 (sjá vef fjármálaráðuneytisins). Þar má finna skýrar vísbendingar um mikið og vaxandi vinnuálag innan ríkisstofnana. Sjá hér

Svo geta Vigdís og Ásmundur bullað út í það óendanlega um að það megi sko skera niður og hafa gaman af. Sé ekki hvar þau geta gert það.  T.d. rekstur allra sendiráða kostar um 2 milljarða. Það er nærri það sama og þessi ríkisstjórn ætlar að láta ferðaþjónustuinni eftir af vsk. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það eru litlar líkur á að þú verðir rekinn Magnús.Það er samt aldrei öruggt, að vera ekki rekinn.Og þannig á það að vera svo menn standi sig.En þú verður að bíða og sjá og vona það besta.Nú eða hugsa rétt.

Sigurgeir Jónsson, 25.7.2013 kl. 22:41

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það má byrja með að setja í lög að launagjöld ríkisins fari ekki yfir 100 miljarða.

Afnema styrki til bíókarla.

Afnema fæðingarörlof og bætur.

Listamannalaun lækkuð um 80%.

Svona mætti lengi telja um óþarfa eyðslu.

Kveðja frá Lagos.

Jóhann Kristinsson, 26.7.2013 kl. 06:03

3 identicon

Það má spyrja sig þeirrar spurningar hvað sé óþarfa eyðsla Jóhann.

Hins vegar mættu þessir blessuðu þingmenn byrja á því að fara í naflaskoðun og lækka eftirlaun til sjálfra síns til jafns við aðra í þjóðfélaginu.  Taka mætti af dagpeninga til ráðherra þar sem ráðuneytin borga allan kostnaðinn og síðan fá þeir fulla dagpeninga þrátt fyrir engin  útgjöld. Annar kostnaður til þingmanna og ráðherra mætti skoða, t.d. ókeypis dagblöð, allur símakostnaður greiddur o.sv.frv.

Síðan mættu þessir þingmenn líta á styrkina til bændastéttarinnar.

thin (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 11:44

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góðar hugmyndir thin.

Ég er viss um að fleiri gætu komið með eins góðar hugmyndir eins og ég og þú hðfum.

Sem sagt auðvelt að skera niður og við getum sagt þeim hvar á að skera niður sem þykjast ekki vita hvar er hægt að skera niður.

Kveðja frá Lagos.

Jóhann Kristinsson, 26.7.2013 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband