Leita í fréttum mbl.is

Þá vitum við það! - Ályktanir Alþingis hafa enga merkingu

Skv. þessu ályti lögfræðinga utanríkisráðuneytis eru Ályktanir Alþingis marklausar og því tilgangslausar! Sbr.

 Í bréfi til utanríkismálanefndar sem fylgir álitsgerðinni segir utanríkisráðherra að ályktun sú sem vísað sé til hafi verið samþykkt af öðrum þingmeirihluta er nú situr. Núverandi stjórnarflokkar  hafi báðir haft á stefnuskrá sinni að gera hlé eða hætta þeim viðræðum sem ályktunin fjallar um og augljóst var fyrir kosningarnar að þeir stæðu henni ekki að baki. Að fengnu þessu áliti verði ríkisstjórnin því ekki talin bundin af að fylgja þessari ályktun eftir. Af sjálfu leiði að sama gildi um heimildir ráðherra til að víkja frá því skipulagi sem vísað var til í nefndaráliti með þingsályktunartillögunni.

Og í framhaldi verið samninganefndinar leystar frá störfum. Þar með vitum við að ályktun Alþingis frá í sumar um skuldir heimila og fleiri aðgerðir eru marklausar og tilgangslausar ef að ráðherrar geta bara umgengist þær eins og þeir vilja. 


mbl.is Þingsályktun um ESB ekki bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira að segja ráðherrar eru hættir að taka mark á löggjafanum, Alþingi, og bætast því í hópinn með ekki minni spámönnum en forsetanum sjálfum.

Íslensk stjórnsýsla stefnir fjandans til, allt gert til að þjónka við útgerðina SEM Á ÍSLAND!

Undirlægjurnar (LÍÚ-pennarnir) hér á mbl bloggheiminum dansa svo með vitleysunni, gegn hóflegu gjaldi.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 13:42

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef eitthvað er ákveðið á Alþingi fyrir 15 árum síðan er þá núverandi stjórn skylt að fara eftir þeirri ályktun? Eruð þið ekki með öllum mjalla?

Jósef Smári Ásmundsson, 22.8.2013 kl. 14:27

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ert iðinn við að snúa Faðirvorinu upp á andskotann, Magnús..........

Jóhann Elíasson, 22.8.2013 kl. 14:31

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sem betur fer eru ályktanir ekki lög, og það er rétt hjá þér Magnús, ályktunin t.d. fyrir að fara í aðgerðir að hjálpa heimilunum var að finna út hversu mikið fylgi væri fyrir því á Alþingi að fara út í það og starfsrammi var settur upp.

Það kom fram að undanskydini Bjartri Framtíð að það er enginn áhugi hjá vinstri flokkunum að fara í aðgerðir til að hjálpa heimilunum, enda höfðu vinstri flokkarnir ekki gert neitt nema að útbíta heftiplástrum, so to speak, í fjögur ár, aldrei neinar varanlegar aðgerðir.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 22.8.2013 kl. 15:55

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er ískyggilegt. Eins og Jón S. bendir á, þá er þetta í línu við framkomu forsetagarms gagnvart lýðræðinu. Lýðræðið: Það er ég. Segja framsóknarmenn.

Núna eru ráðherarnir farnir að leika sama leik og forsetagarmur. Ég ræð. Ég er ráðherra.

Þetta er reyndar alveg í línu við bókstafstulkun á dönsku stjórnarskránni sem gildir hér á landi. Þar hefur Ráðherrann formlega og bókstafslega skilið, allt vald í sinni hendi

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.8.2013 kl. 16:28

6 identicon

Það er allavega ljóst að sitjandi ríkisstjórn telur lögfræðilega álitsgerð rétthærri vinnuplagg fyrir alþingismenn en ályktun Alþingis.

Hábeinn (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 17:43

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar lítill meirihluti þingmanna samþykktu að sækja um aðild að Evrópusambandinu, harðneituðu hinir sömu að leita álits kjósenda á því hvort fara ætti í þá vegferð. 

Það er grafalvarlegt mál að leyfa kjósendum ekki að koma að því máli þar sem um stærstu og alvarlegustu ákvörðun þjóðarinnar hefði verið að ræða frá stofnun lýðveldisins.  Þegar um svo stórt mál er að ræða þarf þjóðin að fá að vera með frá upphafi. 

Í vor gafst þjóðinni loks tækifæri á að gefa álit sitt á þessu máli, niðurstaðan var sú að ESB-fylkingin fékk 12,9% atkvæða, en fylkingin var eina stjórnmálaaflið sem hafði það á stefnuskrá sinni að innlima Ísland í ESB.  Ríkisstjórnarflokkarnir fengu góðan meirihluta kjósenda á bak við sig ekki hvað síst vegna þess að þeir lofuðu okkur að stöðva þessa ósvinnu, þetta dekurhlaup Samfylkingarinnar, sem hefur kostað skattgreiðendur milljarða króna.

Ef eitthvað er þá var það fyrri ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur kostað okkur ekki bara miklar fjárhæðir heldur valdið sundrungu og sundurþykkju meðal þjóðarinnar.  Hjá slíku hefði mátt komast með því að komast að því hver vilji þjóðarinnar var, en nei takk sjálfsdekrið var meira virði en þjóðarviljinn.

Ég er utanríkisráðherra þakklátur fyrir að taka einarðlega á málum og stöðva þetta glapræði og setja punktinn fyrir aftan i-ið.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.8.2013 kl. 10:20

8 identicon

Sá litli meirihluti sem samþykkti umsóknina var kosinn af meirihluta kjósenda til setu á Alþingi. Þannig ef þjóðinni gafst tækifæri á að gefa álit sitt á þessu máli í vor þá má segja að þjóðin hafi eins gefið sitt álit 2009 þegar þeir sem mynduðu þennan litla meirihluta voru kosnir.

Annars fundust mér fáir vera að hugsa um ESB í vor þegar kosið var um skuldavanda heimilanna og lækkanir skatta. Það fór jafnvel meira fyrir veiðigjaldinu en ESB í umræðunni.

Sundrungu og sundurþykkja meðal þjóðarinnar verður áfram meðan ekki er kosið um þetta mál. Sjálfsdekrur utanríkisráðherra með pantaða niðurstöðu álitsgerðar ætlar að vera meira virði en bæði þingsályktun Alþingis og þjóðarviljinn.

Gústi (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 11:48

9 identicon

Gústi voru þingmenn VG kosnir á þing 2009 vegna þess að þeir væru harðir á því að ganga í ESB eða höfðu lofað kjósendum því að þeirra fyrsta verk yrði að sækja um ESB?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 12:26

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Skiptir engu hvort að ESB ferlið væri sett í þjóðaratkvæði og yrði fellt, útburðarvæl (S) manna mundi ekki hætta.

En svona er það þegar kosningar hreinsa vel til á Alþingi eins og var gert í vor, það hefur afleiðingar.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 23.8.2013 kl. 13:40

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Staðreyndin er að fyrir kosningarnar 2009 þá voru eiginlega allir sammála um það að sækja um Aðild að Sambandinu. þetta er staðreyndin. Það var söguleg nauðsyn að senda inn Umsókn.

Svo virðist vera sem sú sögulega nausyn sé enn til staðar.

Tal framsóknarmannaflokks og sjallamannaflokks um ESB efni er í takt við tal þeirra um öll önnur mál. Einhver þvæla bara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.8.2013 kl. 13:58

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vinstri Grænir vildu ekki fara í ESB ferilinn og fengu mikið fylgi fyrir þá yfirlýsingu.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 23.8.2013 kl. 14:23

13 identicon

Vinstri Grænir vildu ekki fara í ESB ferilinn....og greiddu heldur ekki allir atkvæði með ályktuninni. Það þurfti atkvæði úr bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki til að ályktunin yrði samþykkt.

Hanna (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 14:55

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt hjá þér Hanna, en batnandi mönnum er bezt að lifa og ef við eigum að trúa þeim þá standa (F), (D) og Vinstri Grænir við sín kosningarloforð. En (S) og littla (s) eru ennþá með þetta á stefnuskrá að ganga í ESB samsteipuna. Piratar hver veit þeir vilja bara vera á móti.

Bara minna menn á hvað Landsfundur (D) samþykkti í vetur:

Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.

Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 23.8.2013 kl. 15:04

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það eina sem VG gaf út var að þjóðaratkvæði skyldi vera um Aðildarsamning.

Það er eins og hver önnur fásinna að VG sé á móti ESB. Það væri númjög skrítið ef svo væri þar sem ESB er leiðandi í umhverfismálum en slík mál eru einmitt VG hygleikin.

Allar kannanir sína svo mikinn stuðning VG fólks við ESB.

Þetta sífellda röfl öfga hægrisinnaðra rugludalla um Vg er aðeins misheppnuð tilraun til að réttlæta eigið sífellda þruglumbull og þið öfgalingar eigið að skammast ykkar fyrir að koma þessu elítuhyski sífellt til valda og hættið bara að rást sífelld gegn þjóð ykkar og landinu. Skammist ykkar inní framsjallaskotið ykkar og þegið þar síðan. A.m.k. þangað til þið komið með feita thjékkan sem þið keyptuð ykkur til einvalda útá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.8.2013 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband