Leita í fréttum mbl.is

Er bara ekki að ná þessu sorry!

Sko nú er sagt að allir sem tóku lán fyrir hrun fái leiðréttingu á lánum sínum. Jú allt í lagi. En Sigmundur Davíð segir nú að þó fólk sé búið að selja þá fái það leiðréttingarnar samt. En það er ég ekki að skilja sér í lagi þegar hann segir fyrir viku að fólk fái ekki tékka í póstinum heldur verið höfuðstóll lána lækkaður. Nú ef þú ert búin að selja eign þína með lánum. Hvernig geta fyrri eigendur fengið leiðréttingu þegar þeir eiga hvorki eignina sem lánið er á né lánið sjalft? Nema þá með feitum tékka?

Eins sé ég ekki alveg ef ég kaupi nú íbúð með áhvílandi láni og það er settur fyrirvari um að sá sem ég kaupi á njóti leiðréttingarinnar. Nú verð ég þá kannski að borga nokkrar milljónir daginn sem lánin á eigninni lækka. Eða sækja um hærri lán á eignina sem því nemur? 

Eins vantar sárlega að vita hvort að lækkanir lána koma til með að miðast við verðbólgu umfram þessa venjulegu þ.e. umfram 4 til 5% verðbólgu og eins hvort að 110% leiðrétting kemur líka til frádráttar. Ef við erum að tala þá um 10 til 15% leiðréttingu munar færst heimili lítið um þetta. 15% leiðrétting á 20 milljóna höfuðstól eru jú um 3 milljónir sem gera lækkun á mánaðargreiðslum upp á um 18 þúsund. Það eru um 13 sígarettupakkar á mánuði.  Það segir  lítið fyrir fjölskyldur sem standa illa. 

Sorry enn á ný á ég erfitt með að sjá að þetta verði eitthvað sem skiptir máli ef þetta verður svona. Nema náttúrulega fyrir þá sem eru með mun hærri lán kannski 40 til 60 milljónir. 


mbl.is Óþarfir fyrirvarar í kaupsamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einmitt. Hugsa sér að engum fjölmiðlamanni hafi dottið í hug að benda framsóknarmönnum á þessa steypuhræru sem drengurinn lætur útúr sér.

Samkv. orðum forsætisráðherra framsóknarmanna núna, þá getur skuldarniðurfellingin aðeins gerst með feitum tjékka í pósti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2013 kl. 23:15

2 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Þetta er góð ábending. Ljóst að ummæli SDG ganga ekki upp í því tilfelli að búið sé að selja eignina.

Næ heldur ekki alveg þessu tali um forsendubrest. Hvað er verið að tala um? Er það verðbólgan? Og hvað, ætlar þá ríkið framvegis að lækka höfuðstól lána í hvert sinn sem verðbólgan fer upp? Og hvað með aðrar skuldir eins og námslán, hækkuðu þær ekki líka?

Síðan hafa eignirnar hækkað töluvert og eiga eftir að hækka meira, þannig að spurningin er hvort fólk hafi nokkuð tapað? Eru skilaboðin þau að ríkið ætli alltaf að borga fólkinu ef það tapar á fasteignakaupum?

Sveinn R. Pálsson, 25.8.2013 kl. 23:22

3 identicon

Hvort að fólk hafi nokkuð tapað?????

Svona gæti bara komið frá einvherjum sem skuldar mjööööög lítið í sinni eign eða þá ekkert.

Afborgun lána hefur hækkað um 100% hjá þeim sem tóku verðtryggð lán í góðærinu en launin hafa engan vegin fylgt því. Við erum á góðri leið með að verða ríkustu öregar í Evrópu með allri þessari hlutfallslegu eign í fasteignunum okkar. það þarf að borga af restini.

Stebbi (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 01:04

4 identicon

Þetta er bara eins og þegar löggan er að rekja hvert eigi að skila þjófagóssi. Þó að það sé búið að selja það oftar en einu sinni breytir það öngvu um LÖGLEGAN eiganda.

Kjaftaskur (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 08:03

5 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Skuldir hafa hækkað um 6% meira en laun, sem er óverulegt. Framundan eru samningar sem gætu hæglega núllað þennan mun út.

Fasteignabólan er enn langt frá því að vera sprungin, hún getur farið aftur upp í topp á næstu árum. Einhvertíma síðar gætum við lent í raunverulegu verðfalli á fasteignum og raunverð farið niður í svipað og var um 1996. Það er helmings lækkun frá því sem nú er, Hvað á að gera þá?

Sveinn R. Pálsson, 26.8.2013 kl. 08:04

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er það ekki vegna þess að þið Ómar eruð frekar "tregir" sem þið náið þessu ekki?????????

Jóhann Elíasson, 26.8.2013 kl. 09:53

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það vantar líka að svara því hvort feiti tjékkinn sé verðtryggður.

Ef þessi feiti tjékki sem framsóknarmenn keyptu sig til einvalda með kemur ekki fyrr en eftir svo og svo mörg ár, kannski 5-10 ár, - þá skiptir máli að hann sé verðtryggður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.8.2013 kl. 10:23

8 identicon

Maður er ekki alveg að skylja Sigmund þarna. Og hvað ætlar hann að gera fyrir fólk sem missti sína eign og skuldar íbúðalánasjóði enþá þó nokkrar millur. Maður er bara eitt ????????? spurnigarmerki í framan.

margret (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 18:03

9 identicon

Á meðan afborgun af húsnæðisláni hjá mér sem nb. var ekki nema 60% af fasteignamati þegar það var tekið, hefur hækkað úr 65þús í tæp 130 á mánuði hafa launin mín hækkað um tæp 50% frá sama tíma.

Ég er á meðallaunum í samfélaginu og hef verið það frá því lánið var tekið, hef hækkað umfram umsamdar launahækkanir á markaði þannig að ég get ómögulega séð hvaðan þessi 6% tala kemur.

Núna á ég minna en 40% í eignini sem er verðmetin mun hærra en þegar hún var keypt og sit uppi með 100% hærri afborgun á 50% hærri launum. Verð alveg ótrúlega eignamikill fátæklingur þegar ég gefst upp á þessu.

Stebbi (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband