Leita í fréttum mbl.is

Ekki er þetta nú traust verðugur fyrirlesari sem Heimssýn náði í

Af Silfri Egils:

Flokkur fyrir bullur?

Marta Andreasen, Evrópuþingmaðurinn sem hélt fyrirlestur hjá Heimssýn í gær, er skrautleg kona.

Andreasen var í Ukip, breska sjálfstæðisflokknum, en er nú komin í raðir Íhaldsmanna.

Viðskilnaður hennar við Nigel Farage, leiðtoga Ukip, var mjög harður. Hún sagði að Farage væri “stalínískur harðstjóri sem hefði andúð á konum”.

Skoðun hans væri sú að konur ættu annað hvort að vera “í eldhúsinu eða svefherberginu”.

Farage sagði þegar Andreasen yfirgaf flokkinn að hún væri “ómöguleg manneskja og Íhaldsflokkurinn fengi það sem hann ætti skilið”.

Í þessari grein í New Statesman má lesa ýmislegt fróðlegt um skoðanir Farages og flokksmanna á konum, samkynheigðum, fötluðum, múslimum og útlendingum almennt og tengsl við öfgaflokka í Evrópu.

Í fyrirsögn er spurt hvort Ukip sé flokkur fyrir bullur? Það er erfitt að svara því neitandi.

 


mbl.is Telur að ESB muni hrynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Egill er skoðanabróðir og aðdáandi Evu Joly,öfgaumverfissinna sem er í forsvari fyrir öfgafólk sem vill banna toggveiðar og veiðar á þorski í Atlantshafi.Hann dró hana hingað til Íslands með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska ríkið.Bull hennar hefur engu skilað.Hún er bullari.Egill er bulla sem bullar.

Sigurgeir Jónsson, 31.8.2013 kl. 21:53

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hann er best geymdur á grískri eyju í Eyjahafinu.Þar á hann heima í ESB dýrðarlandinu.

Sigurgeir Jónsson, 31.8.2013 kl. 21:56

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En trúlega vilja Girkkirnir hann ekki.Þeir eru farnir að þekkja hann.Þess vegna er hann hér.

Sigurgeir Jónsson, 31.8.2013 kl. 21:58

4 identicon

Magnús Helgi síðuritari,hversvegna ritar þú að þessi fyrirlesari sé ekki traustsins verðugur.?

Endilega komdu með dæmi og staðreyndir í þokkabót.

Ekkert af viti er hægt að lesa það er þú þarna ritar.

Komdu svo með röksemdir/staðreyndir.

Númi (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 22:17

5 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Afhverju þarf alltaf að ráðast á fólk frekar en að skoða hvað viðkomandi er að tala um. Gæti vel verið að hún sé með ákveðnar skoðanir eða með einhvern sérstakan persónuleika eða ekki. Ég veit ekkert um það. En hvað er Marta að gagnrýna? Afhverju er hún að gagnrýna? Hún virðist vera á móti einfaldlega vegna þess að það er eitthvað óbragð í þessu sambandi og það tengist fjármálum þess og bókhaldi.

Eru Já-sinnar til í að hunsa svona hluti fyrir það að komast inn í sambandið. 

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 1.9.2013 kl. 01:31

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver er ástæðan fyrir því að enginn vill endurskoða reikninga ESB? Hvað er verið að fela? Hergagnakostnað eða eitthvað annað? Er þetta raunverulegt friðarsamband?

Þegar ekki er hægt að hafa allt uppi á borðum, þá er eitthvað óhreint á ferðinni, sem ekki á að líðast. Það hefur ekkert með þessa Mörtu að gera, heldur trúverðugleika ESB-sambandsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.9.2013 kl. 13:54

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Málflutningur Magnúsar er svo með ólíkindum í hvert skipti sem einhver kemur fram með skoðanir sem ekki samræmast hans, keppist hann við að rægja þann aðila niður og svo er hann hissa á því að menn efist um andlega heilsu hans............

Jóhann Elíasson, 1.9.2013 kl. 15:36

8 identicon

Sú "rökvilla" sem aumust allra þykir í heimsspekilegri rökræðu, og fyrst til að gera viðmælandann með öllu ómarktækan, er að gagnrýna manneskjuna, en ekki það sem hún segir. Slík "gagnrýni" þykir dæma manninn úr leik í samfélagi menntaðra manna og hugsandi fólks, þarna fari ómarktækur lýðskrumari með óþroskað siðferði sem ekki sé fullfær um að taka þátt í upplýstri umræðu siðmenntaðs fólks, og er eftir það komið fram við hann eins og aðra ómarktækar, til dæmis suma alvarlega greindarskerta einstaklinga. Það er sorglegt að þjóðþekktur bloggari sem ekki glímir við greindarskerðingu skuli leggjast það lágt að láta frá sér "gagnrýni" og "rök" af svo lágum standard. Það skipti í sjálfu sér engu hver þessi kona er, sem hefur þó þann kost fram yfir einhverja bloggara að þekkja málið úr sjálfum innsta hring þess, sjálfu Evrópuþinginu, sem gefur hennar skoðunum visst vægi umfram þá sem þekkja ekki til þess jafn vel og Evrópuþingmenn. En þetta er varla nein öfgakona. Þá hefði hún ekki komist í fremstu röð hjá breska íhaldsflokknum. Breska þjóðarsálin hefur aldrei hrifist af öfgum og því mun færri Bretar sem aðhyllast öfgastjórnmál en nágrannar þeirra í Norður Evrópu. Enda eru Bretar hvað frjálslyndastir Evrópuþjóð í raun og veru, en ekki bara í orð, sem sést til dæmis á því að Bretar eru kynblandaðasta þjóð Evrópu þar sem fleiri giftast fólki af öðrum kynþáttum en í nokkru öðru Evrópulandi. Og það ekkert síður íhaldsmenn en aðrir, það er meira að segja komið fullt af brúnu fólki af öðrum siðum inn í háaðalinn. Líkurnar á því að öfgamaður komist til valda hjá breska íhaldsflokknum eru svipaðar og að "flaming gay" cross dresser slái í gegn í kvenfélag Krossins. Öfgar og íhaldsflokkurinn fara bara ekki saman, meira að segja verkamannaflokkurinn breski er líklegri að hleypa öfgamönnum áfram. Íhaldsflokkurinn er mest skipaður sléttgreiddum einkaskólagengnum yfirstéttarpiltum sem eru svipað hrifnir af öfgapólítík og þungarokki og öðrum "hávaða". Hvort hún hafi verið með aðrar skoðanir þegar hún var yngri skiptir jafn litlu mál og hvort hún hafi kannski verið í mótorhjólagengi eða verið grænmetisæta. Mönnum er frjálst að skipta um skoðun og forðast ætti þá sem gera það aldrei, því það er hættulegasta fólkið, bæði sjálfu sér og öðrum. En upplýst fólk sem setur lágmarks siðferðikröfur á sjálft sig í alvarlegum umræðum lætur vera að beita allra ódýrustu rökvillunni, heldur hlustar á sjálfsögðu á hvað er sagt, ekki hver segir það, og kemur persónuleiki þessarar konu því málinu lítið við. Hún hefur það þó fram yfir mbl bloggarana að þekkja málið frá öllum hliðum og þurfa að vellta því fyrir sér daglega á fullum launum. Ekki er hún að þjóna eigin hagsmunum með að segja sína skoðun ekki undir meiri rós en þetta, og því fær hún alla vega plús fyrir hreinskiptni, sama hvort menn eru svo sammála henni eða ekki.

Palme (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband