Leita í fréttum mbl.is

Hefur verið reynt oft áður og rýmar illa við yfirlýsingar annarra ráðherra

Stjórn sem boðar frekar afnám reglna og eftirlits kemur nú til með að eiga erfitt með þetta. Það hafa áður verið gerðar aðgerðir í þessa átt sem ekki hafa skilað miklu til lengda.

Og á meðan að hún segir þetta þá boða aðrir ráðherrar að hér eigi að aflétta lögum og reglum á atvinnulífinu og ekki setja neinar reglur nema að aflétta þá öðrum um leið. Það vita allir um að fyrirtæki hafa komist upp með að færa eignir í önnur félögu og skilja eftir skuldirnar. Þetta var áberandi varðandi veitingarekstur hér um árabil. Sé ekki hvernig að hægt sé að breyta þessu nema að gera eigendur persónulega ábyrga fyrir skuldum fyrirtækja. Eða banna þeim alfarið að koma að fyrirtækjarekstri ef að fyrirtæki eða félögu í þeirra eigu stunda þetta.  Eða banna eignarhaldsfélög. 

En þetta er tilraunarinnar virði en þverrt á það sem sama ríkisstjórn hefur veirð að segja. 


mbl.is Ráðast gegn kennitöluflakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvernig stendur á að þetta virðist vera sér-íslenskt fyrirbæri? Þá meina ég: langflest önnur lönd (að hugsanelga belgíu undanskilinni, en hún er náttúrlega legendary) eru með *einfaldari* reglur en við. En ekkert kennitöluflakk.

Þetta er hægt.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.9.2013 kl. 23:32

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sem sagt að Magnús Helgi er ekki á móti því að kennitöluflakk sé stundað á Íslandi furðulegt hvernig þú styður viðhorf þitt í þessari leiðindar yðju glæpamanna á Íslandi.

Ef fyrrverandi reglur til að stoppa kennitöluflakk gátu ekki stoppað þessa leiðindar iðju, á þá að gefast upp eða læra af reinsluni og gera reglur sem virka?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 4.9.2013 kl. 01:38

3 identicon

Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir ríkið að losna við kennitöluflakk. Fyrsta, stærsta og skilvirkasta skrefið væri að HÆTTA að taka sjálfkrafa lægstu tilboðum í verk frá nýjum kennitölum án bakgrunnsskoðunar, á meðan vel rekin fyrirtæki sem þurfa að keppa við þau, þurfa að leggja í heljarinnar vinnu við að skila stöflum af pappírsgögnum og gera ráð fyrir að fá greiðslur sem duga til að standa skil á öllum gjöldum.

Dagný (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 09:02

4 identicon

Þetta er skrýtin yfirlýsing þar sem ríkið gerir þetta sjálft. Allir föllnu bankarnir voru skildir eftir með skuldahrúgu án persónulegra ábyrgða eigenda á meðan eignir og önnur verðmæti voru flutt á nýja kennitölu. Það er greinilega ekki sama hvort maður er Jón eða Séra Jón.

Sighvatur (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 09:15

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja, það ættu allavega að vera hæg heimtökin hjá henni. Hun getur gómað flakkarana alla saman á næst landsfundi sjallamannaflokks.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2013 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband