Leita í fréttum mbl.is

"200 króna seðilgjald "

Bendi á góða grein Jónasar Kristjánssonar í DV en hana má nálgast hér. Í henni segir m.a.

200 króna seðilgjald

Engum öðrum en Íslendingum dytti í hug að borga 200-250 króna seðilgjald fyrir að njóta þeirrar náðar að fá senda reikninga. Gjaldið er margfaldur pappírs- og póstkostnaður sendibréfs og er þar á ofan ný uppfinning í veraldarsögunni. Í Evrópu yrði uppreisn, ef reynt yrði að koma á slíku gjaldi.

Aðeins Íslendingar eru svo kúgaðir af langvinnu okri, að þeir telja það eðlilegan gang samfélagsins. Okur er ekki bara stundað af bönkum og símum, tryggingum og olíu. Það er stundað af öllum þeim fyrirtækjum, sem leyfa sér að rukka seðilgjöld. Hátt verðlag og hugmyndarík gjöld eru afleiðing af eymd þjóðarinnar

En mjög góð gein í heild sinni um hvað við látum bjóða okkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Sæll Maggi, 

góð ábending en þetta er ekki alveg svona svart á hvítu.

Ég man ekki betur en að bankarnir rukki fyrirtækin um heil heljarinnar ósköp fyrir möguleikann á að innheimta með greiðsluseðli. Þannig eru seðilgjöld minni fyrirtækja í raun bara gegnsærri kostnaðarvitund. Í stað þess að fyrirtækið hækki verðið á vörunni/þjónustunni sem nemur kostnaðinum við innheimtu, er hann settur á sérstaklega.

Notkun greiðsluseðla er minni fyrirtækjum í raun nauðsynlegt, því oft er þetta eina leiðin til þess að þeir greiði dráttarvexti sem taka sér lengri greiðslufrest en gefinn var í upphafi. Og oft eini greiðsluhvetjandi þátturinn sem fyrirtækin hafa. Gamla aðferðin, að senda gíróseðla, eða gefa upplýsingar um reikning sem leggja mátti inná, leiddi til óhóflegs greiðsludráttar af hálfu jafnvel skilvísustu fyrirtækja.

Þegar kemur að stóru fyrirtækjunum er ekki víst að gjaldtakan frá bönkunum sé með þessum hætti, ég bara veit það ekki.

Elfur Logadóttir, 24.2.2007 kl. 15:08

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú vill það þannig til að það eru bankarnir sem eru með seðil og þjónsutugjöld á sínum reikningum. Hjá litlum fyrirtækjum er oftar en ekkiu rukkað seðilgjald. Það eru aftur á móti stóru fyrirtækin sem setja þetta inn hjá sér. T.d. Borga ég áskrift að breiðbandinu þar sem að pakkinn kostaði 3990 en reyndin er náttúrulega 4190. Fyrirtækin eru að spara sér heil ósköp með því að láta bankan innheimta fyrir sig og sum bjóða manni ekki að greiða þetta á neinn annan hátt. Og gjaldið jafnvel innheimt þó að þetta sé skuldfært á Visa. Fyrirtækin reikna þetta inn í kostnaðinn á vörunni og svo En hjá mörgum minni fyrirtækjum er bara innheimt fyrir upphæð reikningsins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.2.2007 kl. 18:33

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Kannski er þetta misjafnt hjá fyrirtækjum, en í flestum tilvikum er bankinn ekki að gera neitt. Fyrirtækin stofna kröfurnar og prenta þær út á eigin prentara. Það eina sem bankinn gerir er að bjóða fram tæknilegu lausnina. Og rukka 250 krónur fyrir færslu - ef ég man rétt. Sparnaðurinn er ekki mikill fyrir fyrirtækin en ávinningurinn meiri hjá bankanum.

Auðvitað er kostnaður af því að bjóða fram lausnina, en hann getur ekki verið 250 krónur fyrir hverja færslu.

Þeir sem innheimta gjaldið þrátt fyrir skuldfærslu eru náttúrulega ekki að innheimta seðilgjald, heldur sækja sér viðbótartekjur, þar er ég hjartanlega sammála þér. En að stórum hluta er þetta fremur enn eitt dæmið um ofríki bankanna í innheimtu þjónustugjalda.

Elfur Logadóttir, 24.2.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband