Leita í fréttum mbl.is

Er það þetta sem menn kalla hið íslenska fullveldi?


Á hrakhólum í eigin landi

Á meðan forsætisráðherra segir að Ísland hafi ekkert til ESB að sækja eru kaupmáttamiklir ESB borgarar ólmir að komast til Íslands og spranga um í fínustu og dýrustu íbúðum og sumarhúsum landsins með láglauna Íslendinga stjanandi í kringum sig.

Þúsundir Íslendinga eru á harkhólum í eigin landi því húsaleiga er farin að taka mið af kaupmætti útlendinga.  Menn kvarta yfir að leiga sé komin út úr öllum kortum, en er það rétt?

Miðað við byggingarkostnað, afskriftir, og íslenskt vaxtastig er ekki hægt að sjá að leiga sé óeðlilega há, enda ráða útlendingar við hana.  Það eru íslensku launin sem eru hlægilega lág og langt fyrir neðan meðaltal ESB landanna að ekki sé talað um meðallaun á hinum Norðurlöndunum.

Íslenska hávaxtahaftakrónan er að færa húsnæðismál landsmanna áratugi aftur í tímann.

Ísland er í auknu mæli að verða frátekið fyrir útlendinga og Íslendinga með gjaldeyristengd laun.  Krónulaunþegar verða að sætta sig við annars flokks aðganga að eigin landi – er það þetta sem menn kalla hið íslenska fullveldi? 

(grein frá því dag af eyjunni eftir Andra Geir Arinbjarnarson)


mbl.is Ekki von á verðmætari seðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

spurning hvort það sé kominn tími fyrir nýja bragga.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 18:26

2 identicon

Fyrir fáeinum árum var 5.000 krónu seðill verðmeiri en nýi 10.000 kr. seðillinn verður.

Einkennandi fyrir land með ónýta peningastjórn. Land, þar sem finna má heilsíðu auglýsingar um ný kortatímabil.

"Just, imagine"; NÝ KORTATÍMABIL!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 18:35

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég verð nú að segja að tilvitnunin í Laxnes er dálítið góð. Hún virkar í allar áttir og alla bókstafi "tíkurinnar".

Sindri Karl Sigurðsson, 25.9.2013 kl. 22:36

4 identicon

Já, þarna erum við sammála, það er ÓTRÚLEGT hvað vinstri stjórnin er búinn að eyðileggja margt hérna á 6 árum

Bjarni (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 00:29

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú eru útlendingar orðnir óæskilegir,? Ríkisstjórn Íslands frá 2009 leit ekki svo á. Líktist frekar utibúi ESB stjórnar í Brussel,þar sem takmarkið var að gera okkur svo vesöl að við tryðum á og dýrkuðum þetta yfirgangs apparat.

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2013 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband