Leita í fréttum mbl.is

Eru kirkjur það sem kristni boðar að verði að vera til staðar?

Var að hugsa um það þegar ég las um vandræði safnaða hér um alla Borg vegna skulda - hversu marga milljarða eru við búin að festa í steinsteypu og búnaði í tengslum við þessar krirkjur? Og eins að að stórum hluta er þetta húsnæði nærri ónotað nema í messum og jarðaförum. Þar sem ég bý í Kópavogi eru rétt um kílómeter á mill kirkja.

Ég sé 3 kirkjur frá húsinu þar sem ég bý.. Þessi hús fyrir utan skrifstofu prestana standa svo ónotuð að mestu allan sólarhringin nema við athafnir.
Var að horfa á þátt um daginn á BBC stöð þar sem var verið að sýna frá húsnæði þar sem kirkjum var breytt í íbúðahúsnæði, tónlistarstúdíó og fleira og það var engin smá fjöldi af kirkjum sem var afhelgaður þegar söfnuðir lögðust niður eða fluttu.

Það er því spurning hvort að það væri ekki rétt að skoða það hvort að söfnuðir gætu ekki sameinast og selt aðra hvora krikju og þeim breytt í íbúðir, tónlistarsali, skemmtistaði eða bara eitthvað. Viss um að margir gætu nýtt þessi hús. Er ekki viss um að boðskapur kristni kalli á svona hallir til að koma saman í til að tilbiðja Guð. Er farið að minna mann á musterin sem að Jesú er sagður hafa haft mikið við að athuga og peningaplokkið í kring um það.
Mætti í staðinn borga prestum betur þannig að þeir þurfi ekki að rukka fólk um þjónustu sína. Sem og kórum. Væri hægt að nota hluta af safnaðargjöldum okkar til að borga inn á jarðaförina þannig að ættingja þyrftu ekki að borga milljónir til að koma okkur í jörðinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Það væri mikill sjónarsviptir ef ekki væru kirkjur á helstu stöðum á landinu.

Þetta eru kennileiti og staðfesting um hvaða trúar- heimspekikerfi við tilheyrum og viljum styrkja.

Allt þjóðfélagið er gegnsýrt af þeirri þekkingu og siðferðisboðskap sem fylgt hefur þessari menningu.

Auðvitað gengur þessi menningarstefna eins og allar aðrar í gegnum hæðir og dali og þarf að endurskoða þekkingu sína og siðferðisboðskap. Þannig er það með öll mannanna verk.

En kirkjurnar eru fallegar byggingar og við yrðum verulega fátækari ef þær væru ekki til staðar.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 8.10.2013 kl. 11:39

2 identicon

Kristni er að deyja út, kirkjurnar verða orðnar að íbúðum/skemmtistöðum innan ekki svo margra ára, þetta er að gerast um allan hin vestræna heim.. Kristnir eru eitthvað að reyna viðhalda trúnni með því að færa sig yfir í þróunarlönd, en það mun ekki hindra að þetta deyji út.
Sama á við önnur trúarbrögð, krakkar og ungt fólk er farið að gera grín að íslam.. eins og td í Saudi, truarbrögðin eru á hraðri niðurleið

DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 12:54

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jesús Kristur var sagður hafa reiðs, þegar falskir og gráðugir menn gerðu Guðshús að einhverskonar kauphöll peninga-guðsins Mammons.

Ekki er skrýtið að molni úr stoðum uppruna-kirkju-hugsjónarinnar, og allt gangi niður á við hjá þessum stofnunum. Það vantar nefnilega raunverulegu Guðs-blessunina í kirkju-starfið. Eins og það vantar ekta blessun og Guðs-augað/hjartað, í toppinn á dollara-píramídanum.

Skilyrðislaus náungakærleikur ætti líklega að vera fyrsta og síðasta boðorð kirkjustarfsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.10.2013 kl. 18:12

4 identicon

DoctorE er aðeins að misskilja þetta. Ég bjó á Englandi í mörg, mörg ár og allt um kringum mig voru kirkjur sem búið var að selja og breyta í moskur. Það verða enginn casínó fyrir DoctorE sem taka við, ef kirkjurnar fara. Það verða moskur. Alla vega er það gulltryggt ef við göngum í ESB og þeir fara að skipta sér meira af því að hér sé furðulítið af múslimum.  

Rex (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 00:55

5 identicon

Þeir þurfa heldur ekkert að vera orðnir svo margir. Trúrækið fólk er tilbúið að reka svona byggingar. Og múslimar eru nær alltaf trúræknir í dag. Rannsóknir sýna að önnur og þriðja kynslóð múslima á Vesturlöndum er trúræknari en foreldrarnir. Venjulegar heimiliserjur á Pakistönsku heimili í Bretlandi snúast oftar en ekki um að dæturnar vilja fá að ganga með slæðu eða jafnvel hylja sig meir en það, en móðurinni líkar það ekki. Svo flytja þær út og setja upp slæðu. Félagsfræðingarnir hafa ekki fundið almennilega skýringu á þessu ennþá, en svona er þetta. Innfæddir Bretar sem gerðust múslimar seinna á æfinni eru líka trúræknari en þeir sem fæddust það. Þar sem kveðið er á um að börnin skulu alin upp í Islömskum sið skipta stelpur sem byrja að vera með múslima oftast um trú seinna. Hörundsdekkri menn eru vinsælir, svo það er engin skortur á stúlkum þar sem hafa gerst múslimar. Alveg sama saga í stórborgum Þýskalands. Kirkjurnar eru að hverfa og moskurnar að taka við. Það er framtíðin í öllu ESB.

Rex (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 01:00

6 identicon

Tölur um trúrækni annarrar og þriðju kynslóðar múslima í Vesturheimi eru ennþá meira afgerandi. Trúrækni varð mun meiri eftir 11. september, líklega sem viðbragð við fordómum, og ofsatrúarmoskur byrjuðu að fyllast. Ekki bara í Bandaríkjunum heldur líka í Kanada, og þau áhrif hafa smitast til Bretlands og víðar. Það er annar flötur á þessu en trúarstyrkjandi áhrif fordóma samfélagsins eins og urðu augljós eftir 11. september og margar doktorsritgerðir hafa verið skrifaðar um. Ástarlífið hefur líka þessi áhrif. Islam bannar konum að taka saman við mann sem ekki er múslimi. Karlmenn mega það aftur á móti, ef börnin eru alin upp í Islömskum sið. Konan kynnir sér málið út af þessu, og gerist yfirleitt sjálf múslimi í framhaldinu. Allir þrá að vera meðteknir og falla inn í umhverfið og þannig upplifir hún sig velkomnari af tengdafólki. Nýgræðingar í allri trú eru alltaf ákafari en þeir sem hafa alist upp í trúnni, sama hver sú trú er. Og afþví makinn hefur alltaf áhrif verður eiginmaðurinn trúaðri út af þessum umskiptum makans. Þannig að öll skilyrði eru Islam í hag á sama tíma og kristnir menn verða sífellt veraldlegri í háttum og missa áhugan á rótum menningar sinnar. 

Rex (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 01:07

7 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Rex, þetta er mjög athyglisvert hjá þér um aukna trúrækni annarrar- og þriðjukynslóðar múslíma á Vesturlöndum. Trúræknibylgja hefur gengið yfir hinn múslímska heim undanfarna tvo áratugi eða svo, manni sýnist það helst vera að undirlagi ríkra Sádí-Araba sem styrkja madras-skóla um allan hinn íslamska heim.

Önnur skýring er sú að Íslam gegnir hlutverki einhvers konar þjóðernishyggju meðal múslíma, þeir sjá sig í sívaxandi mæli vera í andstöðu við Kristni (sem sér sig í sívaxandi mæli vera í andstöðu við Íslam).

Hitt er svo rétt hjá Doktornum að það er byrjað að draga úr trúrækni í hinum íslamska heimi, væntanlega eru afkomendur "útflytjanda" bara soldið á eftir þróuninni.

Sjálfur hef ég búið á Bretlandseyjum tvívegis og farið í diskótek í fyrrverandi kirkjum. Umfjöllun um aflagningu kirkna í Bretlandi snýst yfirleitt aldrei um að þeim verði breytt í moskur, en það væri í sjálfu sér ekkert óeðlilegt, slík umskipti hafa verið algeng í sögunni.

Í Englandi + Wales er talið að múslímar séu um 7% þjóðarinnar og hefur ekki fjölgað síðastliðinn áratug. Aukin trúrækni getur auðvitað dregið fleiri þeirra í moskur, en varla svo að þeir sitji um afhelgaðar kirkjur til að kaupa þær upp, enda eru kirkjurnar dýrar og viðhald þeirra ekki síður dýrt.

En íslenska Þjóðkirkjan er í verulegri klemmu þegar kemur af því að hugsanlega afhelga kirkjur og sameina sóknir. Milljarðarnir sem kirkjan fær frá Ríkinu er mjög ákveðið bundið við fjölda presta, sem svo aftur er bundið við fjölda sókna. Ef kirkjan færi að sameina sóknir myndi hún grafa undan samningi sínum við ríkið, fjárframlög myndu minnka verulega og framtíð samningsins í uppnámi.

Brynjólfur Þorvarðsson, 9.10.2013 kl. 11:02

8 identicon

Þú hefur búið í einhverjum öðrum hverfum en ég. Og ef þetta var ekki fyrir hundrað árum veistu sjálfur þetta með moskurnar. Múslimar eignast fleiri börn, og trúrækni þeirra eykst á Vesturlöndum hvernig sem staðan er annars staðar, en það er sveiflukennt og þetta fer ekki í línu upp eða niður, heldur hringi. Afghanistan var fremur veraldlegt ríki fyrir örfáum árum. Íran var það líka á margan hátt. Staðan er ekki þannig núna. Tímabundinni veraldarhyggju í Islam fylgir alltaf afturhvarf til trúar. Þannig er Islam kannski ólíkt kristni. Kristindómurinn er viðkvæmari og líklegri til að gufa upp. Sem þýðir að ef áhangendur hans vilja halda lífi í honum þarf að hafa meira fyrir því. Islam er í eðli sínu veraldlegri trú, stjórnkerfi og slíkt er meira byggt inn í hana, því Muhammad var bæði eins konar lögfræðingur, stjórnmálamaður og herforyngi, en þegar reynt er að byggja slíkan strúktúr kringum Kristindóm gengur það illa, því einhleypur, hálf-anarkískur leiðtoginn býður einfaldlega ekki upp á það lengi, og vegna þess Jesús var svoleiðis maður, eru allar tilraunir til að byggja upp miðstírðan Kristndóm með lagabálkum og hervaldi að Islömskum og heiðnum fyrirmyndum mjög erfiðar, og það er Kristindómurinn sjálfur frekar en allt annað sem losar sig við þær. Islam virkar öfugt, því nær sem áhangendurnir færast leiðtoganum, því meiri veraldleg áhrif hefur Islam. Það er nú þegar viðræður á alvarlegu stigi víða um hinn vestræna heim um að taka Sharia löggjöf upp að hluta til, eða sem valkost. Gallarnir við það, ef þið trúið ekki á réttarríkið þar sem allir eru jafnir, því þeir búa við EIN LÖG, og sem sagt ekki á hefðbundnar, klassískar fyrirmyndir um lýðræði, heldur eins konar nýmóðins semi-lýðræði, byggt á glæponinn velur refsingu sjálfur, dálítið í anda neytendahyggjunnar, er einkum sá að margir segjast sjálfir velja sharia löggjöf, en gera það undir þrýstingi fjölskyldunnar. Lögum og venjum ýmsra skóla og stofnanna hefur þegar verið breytt í anda Islam, og nú er þrýstingur á að breyta sjálfu stjórnkerfinu líka. Ég er bara að segja hver veruleikinn er. Skoðanir mínar á honum eru kannski aðrar en þið ætlið.  

Rex (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 01:36

9 identicon

Sannleikurinn er sá að við, Vesturlandabúar, skuldum heiminum stóra og mikla skuld. Ef við horfumst í augu við það og hefjumst handa við að borga hana, þá lifir kannski okkar menning, alla vega að hluta til, þegar breytingarnar fara í hönd. Ef fólkið fer ekki að vakna og takast á við það sem þarf að gera og snúa blaðinu við í samskiptum sínum við þriðja heims þjóðir, ef við hættum ekki að lifa á framleiðslu verksmiðjuþræla í Asíu og blóðmjólka ennþá fyrrum nýlenduþræla, þá er menning okkar dauðadæmd, mun hverfa, og lítið skilja eftir sig þegar frammí sækir. Það er bara veruleikinn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, og hvort sem þeir eru tilbúnir að gera eitthvað í því eða ekki. Afhverju ættum við að gera eitthvað í því? Framtíðin verður betri ef "við" fáum líka að leggja okkar litla skerf til menningar mannkyns framtíðarinnar. Okkar framlag verður vanvirt og kastað á glæ af þeim sem taka við, og "við" verðum þannig á engan hátt til staðar, því menningararfur okkar verður horfinn, ef við förum ekki að sýna heiminum betra andlit en við höfum sýnt honum undanfarnar aldir og sérstaklega undanfarna áratugi. Það er heiðarlegra að mörgu leyti að eiga þræl sem þú fæðir og klæðir sjálfur, en lifa á verksmiðjuþrælum sem þú aldrei sérð, og færð allan þinn varning og lifibrauð meira og minna á, ódýra gemsa, fatnað og fleira, og þarft aldrei að horfast í augu við fólkið sem býr til allt sem þú átt hefur ekki nóg að borða, deyr fyrir aldur fram og veslast upp úr sjúkdómum, lifir ekki við mannsæmandi skilyrði, og vinnur svo mikið það getur varla hitt fjölskylduna sína, á sér engin áhugamál og aðeins dauða drauma. Ef þú gerir ekkert í þessu ertu bara þjófsnautur og þeim verður á endanum refsað. Huggulegu gemsarnir sem við kaupum frá Norðurlöndunum kostuðu ófá mannslíf, eins og allir sem hafa horft á Blood Mobile vita. Eru þeir þess virði? Þeir munu kosta okkur okkar eigin tilvist og okkar eigin menningu, ef við snúum blaðinu ekki við.  

Rex (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband