Leita í fréttum mbl.is

Opnað á að skoða samkeppni bankanna af formanni efnahags- og viðskiptanefndar

Var að lesa þetta á www.visir.is :

Vísir, 25. feb. 2007 13:09

Sjálfsagt að skoða bankana

Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar telur sjálfsagt að skoða samkeppni bankanna hér á landi í ljósi þess að gjaldtaka þeirra af lánveitingum er miklu hærri hérlendis en í útibúum sömu banka í Svíþjóð og Noregi.

Pétur segir að það verði að hafa vara á í samanburði vaxta á milli landa. Öðru máli gegni um lántökugjöld og kostnað. Pétur segir að séu þessi gjöld hærri hér á landi en hjá sömu bönkum í útlöndum, leiði það hugann að því hvort hér sé nægjanleg samkeppni á bankamarkaði.

Sjálfsagt sé að skoða þessa samkeppnisstöðu. Nefnir Pétur í því sambandi að tryggð íslendinga við sína banka sé meiri en gengur og gerist erlendis. Það, hversu menn séu tregir til að skipta um banka kunni að verka sem samkeppnisþröskuldur. Nánar verður fjallað um þetta mál í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er náttúrulega ekki í lagi. Sérstaklega þetta uppgreiðslu álag sem tíðkast víst ekki t.d. á Norðurlöndum. Þannig að það er ekkert skrýtið að bankarnir leggi áherslu á að ná unglingum og ungufólki í viðskipti og keppist við að lána þeim.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband