Leita í fréttum mbl.is

Svona kannski rétt að einhver bendi Jóni Bjarnasyni á eftirfarandi:

Ef hann var með kröfur í samningaviðræðum upp á 16 til 17% og ESB er með tilboð núna upp á 12 til 14% þá munar ekki nema 2% á því sem hann var tilbúinn að samþykkja og því sem ESB er að bjóða upp á. Þannig að hann þó að maðurinn sé blindaður af hatri á ESB hlýtur að sjá þegar hann segir:

„Undanfarin ár hefur verið talið eðlilegt að hlutur okkar væri 16-17% af heildarveiðinni. Við eigum ekki að gefa mikið eftir frá því

Er það náttúrulega brandari. Því eins og hann segir eru þetta samningar og segjum að mæst verði á miðrileið þá erum við að tala um 15% sem þýðir að við förum 1% niður og ESB 1% upp. Og ég get ekki séð að nokkur sé að skríða fyrir nokkrum.

 


mbl.is Ísland skríði ekki fyrir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Makríllinn gæti haldið áfram að færa sig enn meira á gjöfular norðurslóðir. Það myndi leiða til enn meiri áníðslu hans á æti hér við land, þ.m.t. á ýsu-, ufsa- og þorskseiðum. Því er eðlilegt að við reynum þá að halda honum í enn meiri skefjum með meiri veiðum úr makrílstofninum, ella fer hér illa.

Það er ekkert sem knýr hér til neinna samninga. Færi svo, að makríllinn hyrfi að mestu frá írskum, brezkum og meginlandsmiðum (nema Noregs), stæði heilmikill "kvóti" eftir hjá ESB (Írum, Skotum o.fl.), en innan við sjöttungur hjá okkur! Það gæti ennfremur gefið ESB átyllu til enn meiri ásækni gagnvart okkur, að sjómenn úr ríkjum þar fengju að veiða stóran hluta af "sinum" kvóta innan okkar fiskveiðilögsögu! Þetta gæti a.m.k. verið notað til þrýsting og ágangs gagnvart okkur og Færeyingum, og er nú þegar komið meira en nóg af slíku.

Því virðist bezt að semja ekki neitt um það, sem við vitum hvort sem er ekki fyrir fram hvernig verður.

Og þetta mál snýst ekki um kýting þinn, Magnús, við Jón Bjarnason.

Jón Valur Jensson, formaður SurE.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 18.10.2013 kl. 15:25

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt Jón Valur,!

Helga Kristjánsdóttir, 18.10.2013 kl. 15:44

3 Smámynd: Hörður Einarsson

Hvað með hvalinn Magnús, hann er ekki í lögsögu ESB, og má þá ekki veiða hann eða hvað. Dindill.

Hörður Einarsson, 18.10.2013 kl. 22:35

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona að benda fólki á að vegna þess að makríllinn var vanáætlaður þá þýða t.d. 15% meira en við erum að veiða í dag. Þetta er flökkustofn sem gengur á svæði milli Írlands og til okkar og svo norður með Noregi. og við verðum að semja um þetta.  Hvalur hefur bara ekkert með þetta að gera. Við erum í engum samnjngum um hvalveiðar. Enda væri nær að Kirstján Lofsson og þeir sem gera út þessa 2 til  3 hrefnubáta sæjum bara um þetta sjálfir. Ég er ekki hrifin af markríl eða hval. Og tel að það sé hæpin útgerð að hætta á deilur við Alþjóðasamfélagið út af hagsmunum kannski 200 manna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2013 kl. 23:04

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. skv fréttum í kvöld finnst útgerðamönnum til þess vinnandi að semja um 12 til 14% hlutdeild þar sem að aflinn er að aukast. Þeir telja að það gætu orðið erfiðari tímar þegar að stofn markríls minnkar aftur. Og auðvita hræðast þeir að mörkuðum yrði lokað á þá.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2013 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband