Leita í fréttum mbl.is

Rökin fyrir aðild að ESB

Af eyjan.is

Number1Hagsbæturnar leiða meðal annars af upptöku evru í stað krónu. Með evru fæst langþráður stöðugleiki, verðtrygging verður ekki lengur nauðsynleg, vextir lækka og viðskiptakostnaður minnkar. Tilraunin með íslensku krónuna er fullreynd og tókst ekki. Með evrunni hverfur snjóhengja innilokaðra króna, enda breytast allar krónur í evrur í boði evrópska seðlabankans. Á leiðinni yfir í evruna yrði krónan tengd henni í fastgengisramma, ERM II, með sama hætti og danska krónan. Íslensk heimili og fyrirtæki nytu þá strax ávinnings af vegferðinni.

Number2Fullveldi Íslands efldist við það að landið fengi sæti við borðið þar sem lög og reglur ESB – og þar með evrópska efnahagssvæðisins – verða til. Evrópusambandið er lýðræðislegur vettvangur 28 þjóða (29 með Íslandi) þar sem tekið er á sameiginlegum viðfangsefnum sem spanna yfir landamæri.  Dæmi um þetta eru vinnumarkaður og vinnuvernd, fjármálamarkaðir, umhverfismál, loftslagsmál, löggæslumál og svo mætti áfram telja. Ísland hefur kosið að taka þátt í þessum vettvangi en aðeins sem viðtakandi að hluta með aðild að EES. Við höfum því lítil sem engin áhrif á þær reglugerðir og tilskipanir sem við erum skuldbundin til að framfylgja og taka upp í landsrétt skv. EES-samningnum. Með fullri aðild að ESB tækju fulltrúar Íslands sæti í framkvæmdastjórn sambandsins, í ráðherraráði þess og á Evrópuþinginu. Ástæða er til að ætla að áhrif okkar gætu orðið mikil í þeim málaflokkum við kysum að leggja sérstaka áherslu á, t.d. í sjávarútvegsmálum. Áhrif okkar yrðu almennt langt umfram hlutfall okkar af fólksfjölda sambandsins. Við ættum til dæmis einn fulltrúa af 29 í framkvæmdastjórninni og hefðum neitunarvald gagnvart breytingum á stofnsáttmálum sambandsins, svo eitthvað sé nefnt.

Number3Framtíðarhorfur batna með stöðugra efnahags- og stjórnmálaumhverfi og skýrri stefnu. Auðveldara yrði fyrir fyrirtæki og ríkisstofnanir að halda í sérhæft og færanlegt starfsfólk þar sem starfsrammi og kjör yrðu sambærileg því sem tíðkast annars staðar í Evrópu. Í aðild felst atvinnustefna sem byggir á alþjóðlegri samkeppnisfærni, tækifærum fyrir vel menntað fólk, örvun beinnar erlendrar fjárfestingar, sprotum, nýsköpun og skapandi greinum – í stað áherslu á þrengri sérhagsmuni einfaldra frumframleiðslugreina. Gjaldeyrishöft hyrfu og fjármagn til uppbyggingar yrði auðsóttara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Helgason

"Með Evrunni hverfur snjóhengja innilokaðra króna, ..."

Trúir þú þessu virkilega Magnús? 

Gerðu sjálfum þér þann greiða að teikna stöðuna upp á blað sem kæmi upp ef að evra yrði tekin upp á morgun á Íslandi. Til þess að einfalda þetta fyrir þér þá skaltu:

a) annars vegar teikna upp stöðuna miðað við skiptigengi sem svarar til gengisskráningar SÍ (ca. 160 kr per evra). Það sem þá myndi trúlega gerast er að snjóhengjan að andvirði ca. 1200 milljarða íslenskra króna (ca. 7.5 milljarðar evra) myndi vilja komast úr landi og þar með breytast í skuld Íslendinga inni í ECB. Við slíkum fjármagnsflótta hefur Kýpur þurft að bregðast með höftum.

b) hins vegar að teikna upp stöðuna miðað við raungengi (ca. 240 kr per evra).  Það sem þá myndi gerast er að eignir Íslendinga og laun myndu falla í verði um ca. 30% í evrum skráð miðað við kost a) en eigendur snjóhengjurnar væru vissulega líklegri til þess að vilja vera áfram í landinu.

Það er trúlega einhver vitlausasta hugmynd sem til er í umræðunni á Íslandi þessa dagana að ætla að breyta skuldum í "ónýtri" mynt yfir í skuldir í "alvöru" mynt.

En óháð því hversu mikla ást menn bera til evrunnar þá er það algjört lágmark að klára að verðfella krónueignir erlendra vogunnarsjóða í landinu og vinda ofan af snjóhengjunni áður en byrjað er að tala um hvaða mynt á að nota í framtíðinni.   

Benedikt Helgason, 21.10.2013 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband