Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð: Samningar við kröfuhafa gætu tekið nokkur ár

Frétt af eyjan.is:

Nokkur ár gætu liðið þangað til viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna lýkur og hægt verður að afnema gjaldeyrishöft, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Hann segir kröfuhafa hafa það of náðugt innan íslensks hagkerfis.

Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund Davíð á vef Reuters. Formlegar viðræður við kröfuhafa eru ekki enn hafnar og segir í frétt Reuters að forsætisráðherrann sé orðinn óþreyjufullur vegna þess að staðan sem nú er uppi hamli bæði fjárfestingu og vexti. Að hans mati hafi kröfuhafar á Íslandi það of náðugt.

Þetta hefur ekki gengið jafn hratt fyrir sig og við vonuðumst eftir…en við bjuggumst við að þetta gæti jafnvel tekið nokkur ár,

segir Sigmundur Davíð, en í frétt Reuters er rifjað upp að hann hafi spáð því í júní að samningar gætu jafnvel náðst á þessu ári.

Þetta er spurning um hvenær kröfuhafar eru reiðubúnir að finna lausn…og það er betra ef þeir finna lausnina.

Haft er eftir forsætisráðherra að kröfuhafar hafi sent misvísandi skilaboð og þrátt fyrir að þreifingar hafi átt sér stað hafi lítið haldfast komið upp á borðið.

Að mínu viti hefur ríkisstjórn Íslands verið mjög liðleg við kröfuhafa.

Sigmundur Davíð segir að um leið og samningar nást við kröfuhafa ætti að vera hægt að aflétta gjaldeyrishöftum á tiltölulega skjótan hátt.

Ekki eru liðnar nema tvær vikur síðan Bjarni Benediktsson sagðist í viðtali við Bloomberg fréttastofuna að hann vonaðist til að hægt verði að ljúka samningum við kröfuhafa og afnema gjaldeyrishöft svo snemma sem í apríl á næsta ári.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband