Status frá Guðmundi Löve sem skilur ríkisstjórnina betur en hún skilur sjálfa sig:
Ímyndað samtal ríkisstjórnarinnar við kröfuhafa:
Ríkisstjórnin: Viljið þið láta okkur hafa 400 milljarða af krónueignunum ykkar?
Kröfuhafar: Ehm, nei.
Ríkisstjórnin: En ef við borgum ykkur út restina í alvöru gjaldmiðli á Seðlabankagengi?
Kröfuhafar: Augnablik
[reikna]
Nei.
Ríkisstjórnin: Hvers vegna ekki?
Kröfuhafar: Við höfum það bara ágætt með krónueignirnar. Þessi gjaldmiðill ber hæstu vexti í hinum vestræna heimi og við fáum að taka vexti og afborganir með okkur út úr landinu í alvörupeningum. Auk þess hafa sumar eignir vaxið svakalega frá hruni. Engin ástæða til að losa þetta.
Ríkisstjórnin: Er þá ekkert sem við getum gert?
Kröfuhafar: Jú. Ef þið viljið losna við snjóhengjuna skulið þið ganga inn í ERM II-myntsamstarfið og verja þannig krónuna. Þá getið þið litið á snjóhengjuna sem risastóra erlenda fjárfestingu í stað einhvers ógurlegs vanda. Við erum bara bissnissmenn. Ef þið skaffið okkur opið viðskiptaumhverfi þá látum við þessa peninga vinna fyrir bæði okkur og íslenskt samfélag í stað þess að líta á þá sem vandamál.
Ríkisstjórnin: En þá værum við að opna fyrir allskonar
erlend viðskipti!?
Kröfuhafar: Er það ekki þetta sem alþjóðasamfélagið gengur út á? Erlend fjárfesting er eina leiðin til hagvaxtar umfram mjög svo takmarkað sjálfaflafé
en þið eruð í dag að keppast við að loka öllum dyrum og fjárfesting er að hrynja! Þið eruð að verða að frumframleiðsluþjóð! Hvaða vit er í því?
Ríkisstjórnin: Þessi ríkisstjórn trúir á fullveldið!
Kröfuhafar: Vertu þá sæll Bjartur minn. Heyrumst eftir fjögur ár.
Ekki fjarri lagi svona daginn fyrir fyrsta nóvember.
Athugasemdir
En þú gleymir alveg að Sigmundur superman sagðist fyrir kosningar annaðhvort berja kröfuhafana til hlíðni strax eftir kosningar og ef það gengi ekki upp hefðu menn aðrar þumalskrúfur sem hægt væri að nota. En eins og við vitum þá er það eina sem stjórnmálamenn þurfa að kunna áður en þeir setjast á þing það er að fara í kring um hlutina og hagræða sannleikanum, á íslensku útleggst það að ljúga öllu sem sagt er.
Óli Már Guðmundsson, 1.11.2013 kl. 00:49
"Við höfum það bara ágætt með krónueignirnar. Þessi gjaldmiðill ber hæstu vexti í hinum vestræna heimi og við fáum að taka vexti og afborganir með okkur út úr landinu í alvörupeningum. Auk þess hafa sumar eignir vaxið svakalega frá hruni. Engin ástæða til að losa þetta.”
Þetta er umhverfið frá þeim tíma þegar samfylkingin sá um að vefja þessa vogunarsjóði inn í bómul og hlúa að þeim eins vel og hægt var.
það segir svo margt um ykkur samfylkingarmenn, að ykkur dettur ekki augnablik í hug að kannski sé þetta dekur bara ekki alveg svona sjálfsagt mál.
En ef við hættum dekrinu við erlenda vogunarsjóði?
Ef við setjum gömlu bankana í þrotameðferð, lækkum vextina niður í 1%, hættum að hleypa þeim framhjá höftunum, förum skiptigengisleið Lilju Mós eða setjum á 80-90% skatt á fjármagn úr landi.
Ætli það myndi ekki hafa einhver áhrif á þetta samtal?
Ég gæti trúað því.
Sigurður (IP-tala skráð) 1.11.2013 kl. 08:51
Það er gaman að sjá ykkur ungu mennina, skýra fyrir okkur hvernig á að setja "vogunarsjóðina" til hliðar.
Aldrei að skipta við fjárfesta, skipta við tæknifesta.
Tæknifestirinn, reisir til dæmis álver á "Bakka," kemur með dollara frá sínum dollarasjóði sjóði "0" og er ánægður með að geta gert hluta af sínum "0" sjóð að verðmæti.
Næst semur tæknifestirinn við Landsvirkjun um að virkja og selja raforku í álverið,
og við sinn „0“ dollara sjóð um lánið til Landsvirkjunar.
Sala í álverið verður trygging Landsvirkjunar vegna virkjunarlána.
Það eru margir "0" sjóðir sem vilja vinna með okkur til að skapa verðmæti.
SJÓÐUR "0"
Það eru nokkrar slóðir á blogginu mínu sem gætu skýrt þetta betur.
http://jonasg-egi.blog.is/
Egilsstaðir, 03.11.2013 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.