Leita í fréttum mbl.is

Verður lækkun verðtryggðra lána kannski 5%?

Úr þættinum Á Sprengisandi í dag:

Guðmundur Steingrímsson:

Kannski ætla menn að skoða launavísitöluna líka og hvað hún hefur hækkað miðað við verðlagsvísitölu frá hruni. Þá fá menn kannski allt aðra prósentutölu. Þá eru þetta kannski 70 milljarðar eitthvað svoleiðis sem fara þá í 5% lækkun á höfuðstól eða hvað veit maður þegar búið er að taka mið af öllum svona forsendum. Þá verða allir brjálaðir er það ekki?

Það væri þá eftir öðru að fjallið tæki joðsótt og það fæddist mús. 

Og eins sagði Guðmundur Steingrímsson að hann hefði heyrt einhvern muldra  að það væri í Apríl á næsta ári sem þetta kæmist til framkvæmda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gamall skólabróðir minn fékk 900 milljóna skuldaleiðréttingu og heldur útgerðinni, húsinu og Benzunum. Það eru menn sem eru krötunum að skapi...

GB (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 18:29

2 identicon

Það er margfallt hærri % en fráfarandi ríkisstjórn bauð almenningi hún var bara með hækkanir

sæmundur (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 18:45

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú já man ekki betur en að það hafi verið tugum milljörðum eytt í vaxtabætu og sérstakar vaxtabætur. Samið hafi verið við allar fjármálastofnanir um 110% leiðina og lækkanir í held með ólöglegu gengislánunm hafi númið nærri 200 milljörðum. Og ríkið þurft að kosta um 60 milljörðum í þær lækkanir sem bættust við sérstakar vaxtabætur þannig að það hefur væntanlega slagað í 100 milljarða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.11.2013 kl. 20:52

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég segi ekki að það væri ekki ljúft að fá skyndilega höfuðstólinn sinn lækkaðan aðeins, en, ég stórefasdt um að það verði gert.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.11.2013 kl. 00:52

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er mjög sennilegt. Guðmundur hlýtur að hafa heyrt eitthvað utan að sér enda er hann í Efnahags- og Viðskiptanefnd. Verkefni svokallaðs ,,sérfræðingahóps" er augljóslega að reikna Loforðið niður. Síðan kann það að verða reiknað enn meira niður í meðförum framsóknarmanna á þingi.

En ok. segjum 5%. Það er auðvitað bara ekki neitt fyrir allan þorra fólks með íbúðarlán. Jú jú, munar kannski um þetta fyrir hina best settu í samfélaginu. Þeir geta farið og gert eitthvað sniðugt fyrir þennan tjékka frá framsóknarmönnum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.11.2013 kl. 10:46

6 identicon

Ótrúlegt að upplifa það að blautasti draumur samfylkingamanna skuli vera að áform um niðurfellingu vertryggðra húsnæðislána muni ekki ganga eftir.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 11:39

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ótrúlegt að blautasti draumur framsóknarmanna skuli vera að það sé einhverri samfylkingu að kenna að Framsóknarmenn lugu og sviku sig til valda með að lofa feitum gúmmítjékka.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.11.2013 kl. 12:19

8 identicon

Samfylkingin alveg að fara á taugum að það kunni hugsanelga lika að vera gert eitthvað fyrir venjulegt fólk....

Átakanlegt að horfa upp á þetta.

varðstaða þeirra um miljarðamæringa og vogunarsjóði á sér engin takmörk.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 13:43

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framsóknarmenn alveg að fara á taugum yfir feita tjékkanum. Þurfiði ekki bara að fara í hvíldarfrí? Slaka á í Karabíkahafinu á fyrsta farrými? Jú, eg held það. Framsóknarmenn eru orðnir ein blautleg taugahrúgald.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.11.2013 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband