Leita í fréttum mbl.is

Svona má eyða tíma ráðuneyta af þingkonu sem vill skera þar niður alveg hægri og vinstri.

Rakst á þessa fyrirspurn á althingi.is sem var svarað í dag:

Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hefur verið skoðað að innheimta hærri gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu af þeim sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins?

    Þeir sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins og njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi greiða fullt gjald fyrir þjónustuna, sbr. reglugerð nr. 1101/2012, um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna. Reglugerð þessi er endurskoðuð árlega og gjöldum breytt með hliðsjón af verðlagsbreytingum. Þeir sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins greiða því nú þegar hærri gjöld en þeir sem búa innan svæðisins.

Spurning hvaða þingmaður vissi þetta ekki? Þetta vissi ég og sennilega flestir Íslendingar. Þ.e. að þeir sem eru utan EES og ESB þurfa að borga hér fullt gjald fyrir heilbrigðisþjónustu.  En það var ákveðinn þingmaður sem þurfti að spyrja að þessu? Gott að hún hefur ekki farið hamförum út af því að þarna væri hægt að græða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta er fagmennskan uppmáluð.

Úrsúla Jünemann, 6.11.2013 kl. 17:52

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er þessi svokallaði þingmaður alfarið í því að leika sprellikarl á þingi? Hvað á þetta að þýða eiginlega. Eða er meiningin eða taktíkin hjá framsjöllum að ganga svoleiðis gjörsamlega fram af fólki að það fórni barasta höndum og vilji helst ekkert fylgjast með stjórnmálum? Maður spyr sig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.11.2013 kl. 23:16

3 identicon

Þessi fyrirspurn minnti mig á spurningu sem ég hef oft spurt en aldrei fengið neitt svar við:
Hvers vegna halda svo margir ennþá að þingmenn séu eitthvað æðra tilverustig? Að þingmenn séu eitthvað gáfaðri en fólk almennt?

Þingmennska er sennilega eina starfið í nútímaþjóðfélagi sem gerir bæði engar hæfniskröfur til að fá starfið og á sama tíma nákvæmlega engar árangurskröfur, þú þarft bara að passa þig að brjóta ekki lög of harkalega og áberandi.

Þess vegna er hættan að í þessi störf safnist fólk talsvert neðan við meðalgreind en samt trúir fólk því að á þingi safnist saman einhver gáfnaelíta sem er betur hæf til að stjórna lífi fólks en fólkið sjálft.

Gulli (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband