Föstudagur, 8. nóvember 2013
Vigdís Hauksdóttir um Sæstreng til Bretlands.
Vigdís sem er með ESB á heilanum færir hér sín furðulegu rök um að rafstrengur til Bretlands gæti verið hluti af leynimakki varðandi ESB umsóknina!
Ein af ástæðum þess að hagkvæmt kann að þykja að leggja rafstreng milli Íslands og Bretlands er að framkvæmdin getur dregið úr þörf fyrir óendurnýjanlega orkugjafa í Bretlandi og þannig stuðlað að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda þarlendis. Að sama skapi getur framkvæmdin verið liður í að uppfylla markmið Bretlands (og Evrópusambandsins) um hlutfall endurnýjanlegrar orku.
Virðulegi forseti. Ég bara spyr: Er það hlutverk Íslendinga að sjá til þess að Bretar geti uppfyllt skilyrði sín varðandi Kyoto-bókunina? Ég segi nei. Við eigum nóg með okkur, sérstaklega í ljósi þess að Samfylkingin og Vinstri grænir fóru með það í gegnum þingið á síðasta kjörtímabili að ganga þessu losunarkerfi á hönd og þar með var sóað út úr höndunum á okkur sem þjóð fleiri milljarða eign sem fólst í íslenska ákvæðinu í losunarkerfinu. Mér finnst þetta því vera orðin ansi mikil samþætting á milli Íslands og ríkja Evrópusambandsins og þá einkum Bretlands ef við eigum að fara að bera ábyrgð á þeim þáttum fyrir Breta.
Henni dettur náttúrulega ekki í hug að þarna hefur Landvirkjun verið að skoða möguleika á að selja umframorku og jafnvel meira til Evrópu fyrir um 5x meira en við fáum frá stóriðju hér. Þ.e. að hagnast á að selja umframrafmagn sem rennur í sjóinn í dag þar sem við þurfum að vera með umframrafmagn til að tryggja stóriðjunni stöðugt rafmagn. En vissu lega finnst manni að ekki eigi að virkja bara til að selja út. Norðmenn gera þetta
Eins segir Vigdís:
Í fyrsta lagi mundi það breyta ásýnd okkar sem þjóðar. Við yrðum hreinræktaðir hrávöruframleiðendur fyrir Evrópuþjóðir í stað þess að flytja út fullunna vöru og vera fullvinnsluþjóð eins og sífellt er verið að kalla eftir, t.d. varðandi sjávarútvegsauðlindina okkar. Það er eitthvað sem ég vil ekki sjá, að við yrðum hrávöruframleiðendur að rafmagni fyrir ríki Evrópusambandsins með þessum streng. Við skulum fara aðeins yfir hvað þetta þýðir raunverulega og hversu risastórt verkefnið er.
Veit blessuð kona að við erum í dag hrávöruframleiðendur. Stóriðja hér byggist á því að koma hiingað með súrál og nota orku okkar og flytja héðan ál. Við vinnum það ekki neitt. Við vinnu fiskinn nærri ekki neitt nema að flaka hann og hreinsa. Kjót fer út óunnið svo ég held að Vigdís ætti nú að hugsa áður en hún talar. Orkan er þó eitthvað sem við myndum vinna og selja á góðu verði
En mesti brandarinn er þetta:
Verði sæstrengnum komið fyrir í sjó og við verðum farin að flytja rafmagn fram og til baka, því að þetta er ekki einstefnuvegur, erum við þá tilbúin til að blanda okkar hreinu orku saman við orku Evrópusambandsríkjanna sem er búin til á kolum og kjarnorku? Ég segi nei takk. Við erum því með því að fara í þetta verkefni um leið að gjaldfella okkar eigin orku og menga hana með þeirri skítugu orku sem þarna er að finna. Ég hafna því, virðulegi forseti, og tel að okkur sé betur komið með því að selja orkuna til fullvinnslu innan lands.
P.s. ég er ekki búinn að mynda mér skoðun á þessum með sæstreng og orkusölu en rök Vigdísar eru bara hlægileg.
Hér getur fólk séð ræðunn í held
http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20131105T143832
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 969512
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Ég hef litla rú á þessum streng þeirra. Hef grun um að almenningur á Íslandi yrði látinn borga með þessu, vegna orkutapsins. Það er nefnilega nokkuð mikið orkutap á svona löngum strengjum.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.11.2013 kl. 06:59
Ef einhverjir vilja kaupa þ.e. ef rafmagn er til sölu þá geta þeir lagt streng sjálfir. Við skulum samt ekki bíta á agnið því við verðum að kaupa jafnmikið rafmagn af Bretum og þeir af okkur. So,,,, trúum bara Vigdísi hún veit lengra en nef hennar nær.
Valdimar Samúelsson, 9.11.2013 kl. 15:54
Þegar kolareykurinn liðast úr innstungunum þá vitum við að rafmagnið er að leka til baka frá bretunum
bergur (IP-tala skráð) 9.11.2013 kl. 17:52
Er enginn Framsóknarmaður og verð aldrie, en ALLT siðmenntað fólk er á móti kjarnorku af siðferðisástæðum og vill að sjálfsögðu ekki koma nálægt slíku. Það kemur uppi um hyldjúpa hræsni og óendanlegt fals íslenskra (gerfi)"vinstri"manna þegar þeir hneykslast á Vigdísi á sama tíma og þeir fordæma kjarnorkuvinnslu Bandaríkjamanna. Evrópumenn hafa meiri tækifæri og möguleika á að sleppa henni alfarið en Kaninn, en neita því samt, af hreinni græðgi og heimsku.
Deutscher (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 02:07
Kjarnorkuvinnsla í hvaða formi sem er ER siðferðilega óhrein geti menn unnið orku með öðru móti. Og það geta allar Vestrænar þjóðir léttilega í dag. En slíkt þarf að gerast á heiðvirðan hátt. Eiga Íslendingar ekki að leysa vandamál heimsins með að blanda sínu hreina vatni við drulluga vatnið í Eþíópíu? Þangað til tæknileg lausn finnst sem tryggir að ekkert af þessari viðurstyggilegu kjarnorku berist hingað, illa fengin og siðferðilega óréttlætanleg sem hún er, þá eigum við að sjálfsögðu ekki að gjaldfella og eyðileggja okkar orku. Eina sem gerist við að blanda saman hreinu og óhreinu vatni er að þá deyja öll börnin. Eina sem gerist við að blanda saman hreinni og óhreinni orku (kjarnorku) er að þá verðum við sem þjóð einnig sek um umhverfisnýð sem stofnar allri framtíð mannkynsins í hættu. Kjarnorku í öllu formi nema þar sem ýtrasta nauðsyn krefur til (og það yrði ALDREI við almenna orkuþörf almennings) ber að uppræta með öllu móti. Þá hættir að vofa yfir ógn á þriðju heimsstyrjöldinni. Vestræn ríki hafa ráð og kraft til að uppræta kjarnorkunýðingsstarfsemi en gera það ekki af nísku og skort á framsýni. Hjálpum þeim ekki að stinga höfðinu í sandinn með svona heimsku. Og þar sem allir nema vistmenn á sambýlum hljóta að SKILJA hvað Vigdís á við, eru þeir sem væna hana um eitthvað annað en hún meinar sekir um útúrsnúning sem er jafn alvarlegur og hrein meinyrði og því lögbrot, eða það sama og eitt af boðorðunum tíu fordæmir sem að "bera ljúgvitni gegn náunga þínum". Enginn segir "Viðbjóðslegi rasisti" ef einhver fordæmir Mugabwe í Zimbabwe nema þá einhver algjörlega vangefinn maður og líklega einnig veikur á geði. Vigdís gerir rétt að fordæma kjarnorkuvinnslu og kalla hana það sem hún er og aðrir ráðamenn heimsins ættu að fylgja hennar fordæmi, hugrekki og dirfsku í þessu máli. Segi ég sem hef aldrei verið henni sammála fyrr og verð líklega seint aftur. Og hafi þeir skömm sem ljúga upp á konuna og gera henni til ljótar meiningar síns eigin hjarta og rasismann sem þar grasserar og þeir sjá því út um allt.
Deutscher (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 02:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.