Leita í fréttum mbl.is

Er hreinlega ekki viss um að Sigmundur Davíð valdi verkefnum sínum.

Virðulegur forseti. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að tímasetningar muni standast í þessu efni. Hv. þingmanni er óhætt að gera ráð fyrir því. Það kann líka vel að vera að menn vilji setja hv. þingmann og aðra hv. þingmenn inn í málið áður en það verður kynnt.

Eins og ég hef hins vegar oft komið inn á í umræðum um þessi mál þá er mikilvægt að hafa það í huga að hér er um að ræða útfærslu á tiltekinni stefnu, þ.e. útfærslu á framkvæmd tiltekinnar stefnu. Í þessari vinnu var aldrei lagt upp með það að ná einhvers konar heildarsamkomulagi milli allra flokka á Alþingi enda var tekist á um þetta mál í kosningabaráttunni. Síðan lá fyrir ákveðin niðurstaða við stjórnarmyndun og markmið þessarar vinnu er einfaldlega að útfæra framkvæmd þeirrar vinnu.

Ef að Sigmundur Davíð er ekki búinn að gleyma síðustu 4 árum á sínum stutta stjórmálaferli hlýtur hann að muna að hann og flokkur hans stóðu í málþófi aftur og aftur af því honum fannst ekki haft nægt  samráð við sig og sinn flokk.  Og í framhaldi var manni nærri nóg boðið þegar menn tala svona. Honum er holt að muna að þó framsókn hafi aukið fylgi sitt þá eru þeir aðeins fulltrúar um 23 eða 24% þjóðarinnar. 

í dag spurði Katrín Jakobs Sigmund Davíð um hvort að stjórnarandstöðunni yðrðu kynntar tillögur í skuldamálum heimiliana þegar starfshópar Sigmundar myndu skila af sér,Eða hvort þeim yrði bara hent á netið þegar þær lægu fyrir.?


Og hvaða nýju samstarfs og samvinnuvinnubrögð sem hann boðaði í kosningum eru þetta? Finnst honum að fulltrúar tæplega helmings þjóðarinnar komi þetta bara ekkert við. Ef svo er væri kannski rétt að öll þessi mál færu í þjóðaratkvæðagreiðslu og stofnarður yrði hér hópur í líkingu við Indefence sem héti "Skynsemi ræður" sem heimti með undirskriftum að öll mál sem ekki er hægt að fullvissa þjóðinna um að gangi upp farið í þjóðaratkvæðagreiðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband