Leita í fréttum mbl.is

Ný stjórn skipuð á næstunni í Landsvirkjun!

Var að lesa DV þar segir frá því að fjármálaráðherra ætlar að drífa af að skipta um stjróna í Landsvirkjun. Það verður fylgst með því hverjir verða skipaðir og hvort að til standi að gefa fleiri stóriðjum okruna okkar:

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst skipta um stjórn Landsvirkjunar núna þrátt fyrir að mánuður sé eftir af skipunartíma núverandi stjórnar. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, bar fram fyrirspurn á Alþingi rétt í þessu til Bjarna um málið. „Það er mikilvægt að hann segi okkur hér á Alþingi hvers vegna honum liggur svona á að breyta stjórnum þessara fyrirtækja,“ spurði Katrín.

Stjórnarskiptin munu eiga sér stað í þar næstu viku. Bjarni mun líka ætla að skipa nýjar stjórnir yfir RARIK, Isavia og Íslandspósti. Spurði Katrín hvort þessi breyting sé í einhverju samhengi við ummæli iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, á haustfundi Landsvirkjunar í gær þar sem hún sagðist vera orðin óþreyjufull eftir að tiltekin verkefni komist í framkvæmd og nefndi í því samhengi álversframkvæmd í Helguvík.

Bjarni svaraði Katrínu á Alþingi þar sem hann benti á að einhver hefði nú sagt að honum lægi greinilega ekki á fyrst hann hefði ekki enn skipað nýja stjórn í þessum fyrirtækjum hálfu ári eftir að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við stjórnartaumum í landinu. Sagði hann alls ekki óeðlilegt að skipt sé um stjórnir þegar nýr meirihluti er myndaður

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband