Leita í fréttum mbl.is

Var að fara yfir fjáhagstöðuna hjá mér! Og í ljósi aumrar stöðu nú fyrir Jólin datt mér í hug:

Kæri Framsóknarflokkur!

Fyrst að þið eruð viss um að það sé ekkert mál að stofna lánalækkunarsjóð sem kostar okkur skattgreiðendur ekki neitt [skil það reyndar ekki en þið ráðið núna] væri ekki vit í að taka bara öll lán heimila inn í þennan pakka og fella þau öll niður 100%. Síðan gætu gömlu lánin okkar mallað í þessum sjóð og greitt sig niður sjálf eða með vaxtamun frá bönkunum eða hvaða leið sem þetta er hjá ykkur. 

Á mínu heimili hefðum við þá um 80 þúsund meira á milli handana sem ég skildi glaður eyða í einkaneyslu hverjum eyri. Og með því skapa hér aukin hagvöxt. 

Ekki trúi ég því að það verði bara ákveðinn hópur sem fær að njóta þessara gjafa

Ekki trúi ég því að ef að peninga fást frá kröfuhöfum verið þeim bara ráðstafið til ákveðins hóps. 

Nú t.d. hef ég án þess að kvarta lagt ýmislegt á mig síðustu ár vegna þess að ég hélt að það væri nauðsynlegt. M.a. þurft að styðja við móður mína til að hún héldi húsnæði sínu auk þess að styðja við dóttur mína sem er í háskólanámi og svo ala upp unglings stúlku. Þetta hef ég þurft að gera með því að ganga á allar eigur mínar vegna þess að ég taldi að ríkið væri ekki aflögufært. Sé það t.d. á lágum ellilífeyrir móður minnar og lágum námslánum dóttur minnar. Þetta hef ég gert glaður að leggja mitt litla í að þetta gangi í minni fjölslkyldu en nú er ég bráðum búinn með allt sem ég átti og dálítið pirraður er ég hefði ekki þurft þess því að það sé svo auðvelt að bara storka lán út að hluta eða alveg.  

En þið eruð annarar skoðunar og eruð með lausn sem ég hélt að biðist ekki löndum í erfiðleikum. En þið segið að þetta sé hægt. Og þá spyr ég afhverju að miða við kannski 20% af höfuðstól, af hverju ekki bara öll lán svo öll heimili geti bara byrjað upp á nýtt?

Væri líka gott að fara að heyra núna nákvæmlega af þessu leiðum ykkar. Nóvember er nú hálfnaður! 

Ég bíð spenntur. Er að borga að nokkrum lífeyrissjóðslánum sem ég gjarnan vildi losna við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús. Þetta er allt einn stór blekkingar-svika-skrípaleikur.

Ég hlustaði enn einu sinni á Guðlaug Þór á ÍNN í kvöld. Það er merkilegt að hlusta á þennan mann tala fyrir hagræðingartillögunum, og gjörsamlega án ábyrgðar.

Það virðist ekki þvælast neitt fyrir þessum Guðlaugi Þór, að Ásmundur Einar Daðason hefur verið gerður ábyrgur fyrir bullinu í Guðlaugi Þór, en Ásmundi hefur þó verið bannað að tjá sig opinberlega um tillögurnar.

Svo er það að mínu mati alveg stórmerkilegt, að Bjarni Ben bannaði Ásmundi Einari Daðasyni formanni hagræðingarnefndar að tjá sig um tillögurnar fyrir einhverjum vikum síðan, með þeim rökstuðningi að Ásmundur mætti ekki gefa út einhverjar yfirlýsingar, vegna hættu á ólgu í komandi kjarasamningum!

Stuttu áður en Bjarni Ben kom með þessa þvingunar-kúgunar-þöggun á Ásmund Einar, ákvað kjararáð að hækka laun einhverra forstjóra um c.a. mánaðarlaun margsvikinna verkamanna/kvenna.

Það átti víst ekki að skapa ólgu í tilvonandi kjarasamningum, var rökstuðningur Bjarna Ben.

Guðlaugur Þór hefur svo sannarlega sýnt sitt óábyrga bull-hjal um hagræðingartillögurnar, án þess að ætla að taka ábyrgð á einu orði sem upp úr honum hefur flætt. Svona maður ætti að biðjast auðmjúklega afsökunar á að tala fyrir einhverju sem öðrum er ætlað að taka ábyrgð á, og verða dæmdur fyrir, án þess að fá að svara fyrir sig. Þetta er nú meiri djöfulsins ábyrgðarlausa blaðurs-spillingin hjá Bjarna Ben og Guðlaugi Þór

Bjarni Ben er fríaður meir en allir aðrir, í þessum hagræðingar-tillögum, sem hann fullyrti þó í upphafi að væru alfarið á ábyrgð fjármálaráðherrans: Bjarna Ben.

Þetta píramídatopps-forystulið er svo gjörspillt, að það sér ekki einu sinni brenglunina í eigin orðum og gjörðum.

Það er spurning hvernig almenningur ætlar að afgreiða þessa svika-kúgunar-vegferð Bjarna Ben og Guðlaugs Þórs. Ábyrgðin er alfarið hjá fjármálaráðherranaum Bjarna Benediktssyni, sem ætlar að klína ábyrgðinni á kúgaðan og niðurþaggaðan Ásmund Einar Daðason.

Það verður fróðlegt að sjá, hverjir ætla að taka þátt í þessum djöfulsins stjórnsýslukúgunum og valdaníðinga-barsmíðum, af hálfu Bjarna og Guðlaugs?!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.11.2013 kl. 01:33

2 identicon

Ekki í fyrsta sinn sem þú sérð ástæðu til að tilkynna að þú skiljir ekki eitt né neitt.

Sem þú svo sannarlega gerir ekki.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 16:02

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og örugglega ekki fyrsta skipti sem þú ert með skæting á annarra manna síðum SIguður sem þá auðsjáanlega skildur allt! Man ekki til þess að hafa lesið neitt gáfulegt frá þér!  Enda kemur þú ekki fram undir fullu nafni.  Ef ég má ekki hafa mínar skoðanir og mínar athugasemdir án þess að fá yfir mig svívirðingar þá bið ég þig bara að vera heima hjá þér og hætta að lesa það sem ég segi. Þoli ekki svona besservissera sem finnst að þeir megi mæta bara og drulla yfir aðra.  Ég er ekki í stjórnmálum, ég ræð ekki neinu en ég sem Íslendingur má hafa mínar skoðanir og á opinberum fulltrúum okkar og málefnum.  Ég leggst ekki í að þræða blogg með personulegt nýð. Ekkert að því að fólk sé ósammála mér en svona athugasemdir þoli ég ekki!

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.11.2013 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband