Leita í fréttum mbl.is

Alveg gáttaður á hverning fréttamenn í Íslandi í dag spyrja.

Ég hlustaði á Ísland í dag áðan. Þar var Ingólfur forstjóri Kaupþings að svara til um mun á kjörum á lánum bankans hér og svo erlendis.

  • Hann lét manninn komast upp með að fullyrða að hér værum við jafnvel að fá betri kjör en almenningur fær í Svíþjóð. Hann sleppti honum að mestu þegar rætt var um raunvexti og það væri bara engin munur. Þegar ljóst er að með verðbótum er fólk að borga um 12% raunvexti í dag miðað við verðbólgu. Hann slapp við að skýra það út þegar hann ræddi um að álag þeirra á það fjármagn sem þeir lána sé nánast ekki neitt. En nú vitum við að bankinn fær fjármagn til að lána á sömum kjörum hér og erlendis. En hann þarf ekki að borga verðtryggingu af sínu fé þannig að bankinn er að græða mismuninn að mestu.
  • Hann fékk að fullyrða að kosnaður sem greiddur er hér á landi sé innifalinn í vaxtamun í Svíþjóð. Það finnst mér ótrúlegt.
  • Hann fékk að sleppa mjög vel frá spurningu um uppgreiðslugjaldið hér. Hann sagði að það þyrfti að verja fé það sem bankinn þyrfti að taka að láni til að endurlána. En þarf bankinn ekki að gera það í Svíþjóð?

Miðað við hversu vel Ísland í dag og Kompás hafa staðið sig í að upplýsa mál, þá finnst mér að þegar kemur að því að spyrja fólk í beinni útsendingu þá þurfi þau að vera betur undirbúin og fá helst einhverja sem hafa góða innsýn í að spyrja eða uppfræða fréttamennina.

Þetta finnst mér líka koma reglulega fyrir í Kastljósi. Þetta þurfa báðar stöðvarnar að bæta. Það er ljóður á annars góðum þáttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband