Leita í fréttum mbl.is

Lánalækkanir með ríkisábyrgð?!!!!!

Af vb.is

Fullyrt er í eyru Týs að framsóknarmenn hafi viljað ríkisábyrgð á sjóði sem fjármagnar skuldaniðurfellingar bankanna.

Forsætisráðherra mun kynna uppreisnaráætlun millistéttarinnar í góðærishöllinni Hörpu á morgun. Áætlun sem er sögð eiga að setja heimsmet í skuldaniðurfellingum. 

***

Þar verður kynntur til sögunnar sjóður sem mun útdeila skuldaniðurfellingum. Fullyrt er í eyru Týs að sjóðurinn verði ekki fjármagnaður af Seðlabankanum heldur af þrotabúum gömlu bankanna. Áætlun forsætisráðherra felst í því að sækja peninga í vasa þrotabúa gömlu bankanna með skattlagningu. Skattlagningu sem verður harkalega mótmælt og deilt um fyrir dómstólum. 

***

Týr hefur þó haft veður af því að til umræðu hefur komið að ríkisábyrgð yrði á sjóðnum. Áhuginn á ríkisábyrgðinni hefur þó ekki verið mikill á meðal sjálfstæðismanna og verður ekki hluti af pakkanum sem landsmenn fá að kíkja í á morgun.

***

Forystumenn ríkisstjórnarinnar vilja svo byrja að deila út niðurfellingunum áður en dómar munu liggja fyrir um lögmæti skattheimtunnar. 

***

Þessi skattheimta getur tekið nokkurn tíma að skila sér að fullu, tími sem formenn stjórnarflokkana vita að er meiri en þolinmæði kjósenda. Þess vegna var áhugi á því á meðal framsóknarmanna að hafa ríkisábyrgð á sjóðnum. Það er aftur á móti ólíklegt að útlánastofnanir landsins séu spenntar fyrir því að fá stóran „I O U“ miða frá sjóði sem enginn veit hvort hann geti eða muni nokkurn tíma borga skuldir sem hann lofar að greiða fyrir aðra.

***

Þessi áætlun er ekki óumdeild á meðal stjórnarliða en er óhagganleg að sögn kunnugra. Því eru menn annaðhvort með eða á móti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband